þriðjudagur, desember 26

feliz navidad!

Ætlaði ekkert að blogga yfir jólin, en fannst svo kjánalegt að hafa síðustu færslu efst að ég sá mig knúinn. Svo fékk ég innblástur hjá doktornum. Semsagt, óska ykkur gleðilegra jóla bara. Ekki borða yfir ykkur. Kveðjunni fylgir þessi snilld með El Vez, mexíkóska elvisinum og bakraddasöngkonunum hans, El Vettes (sem heita Priscilita, Gladysita, Lisa Maria og Que Linda Thompson). Svona eiga jólina að vera: hávaðasöm, uppblásin og litrík.

mánudagur, desember 18

breathy voice

Mig minnir að Pétur Helga hafi stungið upp á "másrödd". Ekki þykir ráðlegt að nota slíka rödd í síma. (Fyrirsögnin linkar á grein hjá ÁJ).

fimmtudagur, desember 14

jólin, jólin

Datt eiginlega úr öllu jólastuði í gær. Horfði semsagt á heimildarmyndina Jesus Camp og nú er ég kominn með ógeð á öllu tali um guð og ésú. Og orðinn skíthræddur um heiminn og komandi kynslóðir.

En af því ekki þýðir nú annað en að halda mesta jólaskapinu við reyni ég að horfa á þetta. Bregst ekki. Eiginlega á þetta heima á Tregawöttunum, þau ræna þessu kannski.

William S. Burroughs. Junky's Christmas, 1. hluti:


William S. Burroughs. Junky's Christmas, 2. hluti:


William S. Burroughs. Junky's Christmas, 3. hluti:


Og til að tryggja að ég fari nú örugglega til helvítis þá hef ég hérna eftir brandara sem ég heyrði í gærkvöldi: Vitiði af hverju Guð er svona miklu mildari í Nýja testamentinu en því Gamla? Nú, hann fékk loksins á broddinn...

sunnudagur, desember 10

farinn til helvítisHrokkið er uppaf bölvað illmenni. Pinochet hefði með réttu átt að drepast í fangelsi, en honum tókst að halda sér frá því með því að væla um heilsuleysi. Hann var mikill vinur Friedmans og Thatchers og annarra frjálshyggjuforkólfa. Hannes Hólmsteinn er yfirlýstur aðdáandi. Sem sýnir bara siðblindu og hræsni frjálshyggjumanna, þeir tala fjálglega um einstaklinginn og viðskiptafrelsi en þeim er hins vegar skítsama um fólk.

miðvikudagur, desember 6

the power of editing, x2

1X2

Einmitt þegar ég gat svarað einhverri getraun þá virðist getraunagerðarkonan ætla að liggja á úrskurði sínum eitthvað langt fram eftir kvöldi. Reyndar er ég nokkuð öruggur um að hafa svarað rétt þannig að ég þarf í sjálfu sér ekkert að bíða eftir því. Og hef komist að því að ég man ekkert úr þessum bókum sem ég hef lesið um ævina og sagnfræðin er eitthvað af skornum skammti hjá mér, en þegar popptónlist er annars vegar (sérstaklega ensk nýbylgja) er ég á heimavelli. Hver hefur sinn nörd að draga.

þriðjudagur, desember 5

jólabónus

Vel á minnst:
Jólabónus, jólaskemmtun Hugleiks, verður í Þjóðleikhúskjallaranum í kvöld og fimmtudagskvöld kl. 21.00. Umfjöllunarefni sýningarinnar eru m.a.: Kaupæði nútímajóla, hættur og aðgát við laufabrauðsskurð, jólasveinar sem kynverur og mannát á jólum. Auk þess verður flutt létt tónlist og jólaföndur verður í hávegum haft. Be there or be ferkantaður.