miðvikudagur, desember 6

1X2

Einmitt þegar ég gat svarað einhverri getraun þá virðist getraunagerðarkonan ætla að liggja á úrskurði sínum eitthvað langt fram eftir kvöldi. Reyndar er ég nokkuð öruggur um að hafa svarað rétt þannig að ég þarf í sjálfu sér ekkert að bíða eftir því. Og hef komist að því að ég man ekkert úr þessum bókum sem ég hef lesið um ævina og sagnfræðin er eitthvað af skornum skammti hjá mér, en þegar popptónlist er annars vegar (sérstaklega ensk nýbylgja) er ég á heimavelli. Hver hefur sinn nörd að draga.

Engin ummæli: