mánudagur, desember 31

lög ársins #2Jens Lekman er æði, einhver sem maður væri alveg til í að bjóða í matarboð og hlusta á sögurnar hans langt fram á nótt. Eða: hann lítur út fyrir að vera alveg ógeðslega skemmtilegur og næs gaur. Hann heillaði okkur Grímsa í Norræna hústjaldinu í haust, þar sem hann spilaði lög af plötunni Night Falls Over Kortedala. Ef þið eigið hana ekki skuluð þið kaupa hana.

Jens Lekman - A Postcard to Nina

Og eitt vídeó, reyndar tekið á Íslandi, þar sem Jens flýgur um á rellunni TF FUN:

Jens Lekman - Sipping On Sweet Nectar

laugardagur, desember 29

lifi djömpköttið

Ok, kannski ekki lag ársins, þótt það sé býsna gott, en þetta vídjó kemur mér í alveg óskaplega gott skap. Og nafnið á laginu skemmir ekki fyrir. Alveg rubbat kul. Takið sérstaklega eftir því þegar fína frúin á mínútu 1:14 tekur orminn. Maður þyrfti að æfa þetta múv fyrir gamlárskvöldið.

Familjen - De snurrar i min skalle


(Hérna má finna fleiri skettleg vídjó)

fimmtudagur, desember 27

lög ársins #1

Ég hef gert það einhvern tímann áður að telja upp eitthvað af þeim lögum og plötum sem heilluðu mig á árinu. Ég ætla að reyna það aftur, í nokkrum óreiðukenndum atrennum. Og byrja á lagi sem mér finnst einhvern veginn passa í dag.

Ég hef aldrei fattað þetta æði í kringum Amy Winehouse. Jú, hún getur sungið eins og Ella Fitzgerald og tónlistin er líka fín, svosem, en ekkert sem fékk mann til að staldra við. Og ég hef auk þess lítið gaman að því að fylgjast með fólki lenda á botninum, þannig að ég hef sleppt að lesa slúðrið í kringum hana eins og hægt er. En þegar ég heyrði þessa útgáfu á lagi sem er víst á nýjustu plötunni hennar náði hún loks að syngja sig inn í mig.

Amy Winehouse - Love is a losing game (Acoustic)

sunnudagur, desember 23

oh, djöfuls framastigar út um allt...

"Það hefur eflaust verið þungur kross að bera að vera sonur Davíðs Oddssonar og þurfa að klífa framastiga í lífinu." (stebbi, sko)

sunnudagur, desember 16

hamast°

Ég hamast eins og hamstur í jólahjóli við að klára verkefnin sem liggja fyrir í vinnunni svo ég komist í snemmbært jólafrí (á nubbnilega sex sumarfrísdaga inni). Sýnist það ekki ætla að takast. Íbúðin er í rúst, að vísu búið að fleygja upp einhverjum seríum á fremur kaotískan hátt og svo reyni ég að háma í mig jólaskapið með hangikjötssamloku frá Júmbó og sötra malt og appelsín með. Og leita mér fróunar í þessu ("leeeeet ðe sönsjææææn"):

Lightspeed Champion - The Flesh Failures


Lightspeed Champion - Xanadu

föstudagur, desember 7

rímar við münchhausen

Fyrst alþýðleg fræðsla:Síðan förum við meira út í teoríuna:Og svo tóndæmi (Kontakte):(Í tilefni af þessu, sumsé. Já, og svo bar hann víst einhverja ábyrgð á Atla Heimi)

þriðjudagur, desember 4

ég legg til

að við tökum upp rússneska þjóðsönginn. Af því að það er flottasti þjóðsöngurinn. Þegar ég hlusta á hann fyllist ég undarlegri löngun til að standa með uppbrettar ermar svo skín í stælta handleggi undir blaktandi fána við sólarlag og hylla alþýðuna og föðurlandið. Og ef einni vodkaflösku væri hellt oní mig í leiðinni yrði ég örugglega tilleiðanlegur til að kyssa rass pútíns í ölæði og geðshræringu. Ég meina, þetta er drulluflott lag. Og svo er líka hægt að rokka það upp. Væri hægt að gera það við gvuðvosslandið? Svo er þjóðsöngurinn sem sunginn var til keisarans líka afskaplega fallegur. (Getið hlustað á miklu, miklu meira hér)

laugardagur, desember 1

og hugsið ykkur...

... það er hægt að spila sama lagið á tvo mismunandi vegu við ólíkar aðstæður, en samt er það alltaf jafn ógeðslega flott.

Þetta lag eykur löngun mína til að fara til útlanda.

föstudagur, nóvember 30

tvær hliðar

Þetta tvennt er á einhvern hátt andlega skylt, en samt úr sinnhvorri áttinni. Battles súperlógískir stærðfræðirokkarar, búnir að þræða flókin útpæld mynstur með ullargarni út um allt karlahorn Hagkaupa, sötra bjór með nefinu og horfa á fótbolta aftur á bak. Hefði Adam Ant orðið svona ef hann hefði lært skammtafræði? Og Marnie Stern, tja, hvað er eiginlega Marnie Stern? Mig skortir orð...

Battles: Atlas


Marnie Stern: Vibrational Match


Ég vil fá þau á tónleika á Íslandi. Heyrirðu það, Grímur? Fökk Rúfus, þetta er skíturinn. (neinei, Rúfus er frábær, en bara, þú veist...)

oh no, the bloody phoenix has set fire to the curtains again!

Fönixinn er kominn á vefinn. Bókin er frábær, mæli eindregið með henni (mér finnst hún í alvöru góð, ég þekki Eirík ekki neitt. Og jú, reyndar komst ég að því þegar ég opnaði bókina að ég átti svona alveg óvart 0.0001% þátt í gerð hennar). Hún er meir að segja fyrir fólk sem fílar ekki ljóð. Og svo er fönixinn líka kominn á jútjúb:

fimmtudagur, nóvember 22

möbius

landsleikur...

40. mín. 0:1. Grétar Rafn Steinsson fær fyrsta gula spjaldið í leiknum. Siglfirðingurinn stóð við orð sín fyrir leikinn og sparkar niður leikmann danska liðsins.
http://mbl.is/mm/sport/frett.html?nid=1304309


Íslenska karlalandsliðið trúir því að ef þeir pakki í vörn og reyni að hræða andstæðingana með því að tuddast ærlega á þeim nái þeir kannski að vinna leik. Þeir eru semsagt ekki bara ömurlegir í fótbolta, heldur líka fávitar.

Annars veit ég ekki af hverju ég er að hafa skoðun á þessu, horfði ekki einu sinni á leikinn. Það er bara þessi lýsing á broti Grétars sem súmmerar einhvern veginn upp hina íslensku karlmennskuímynd.

fimmtudagur, nóvember 15

í tilefni af degi íslenskrar tungu

Þetta er tærasta ljóðræna, alveg tærasta helvítis ljóðræna:(og fyrir áhugamenn um Vestfirði má benda á þessa ljóðrænu eftir hann frænda minn)

tussuduft

í tilefni kvöldsins

Gunnar

Hann hét Gunnar
vinnumaður í sveitinni
Ég hugsaði mér alltaf
að hann stykki hæð sína

Uggvænlegt fannst mér
þegar hann
trúlofaðist
einn góðan veðurdag

(Þórður Helgason, úr ljóðabókinni Þar var ég


Skáldið sem gleymdist stóð sig mjög vel. Skáldið sem gleymdi stóð sig líka vel. Hin skáldin sem gleymdust ekki stóðu sig líka vel. Allt í allt skemmtileg kvöldstund.

þriðjudagur, október 30

i'm going out to the barn / to hang myself in shame...

Menningarleg umræða er á svo háu stigi hérna á Íslandi að þegar einhver dirfist að benda á hvað Tíu litlir negrastrákar er ósmekklegt rit, dettur engum neitt annað í hug en að rifja upp mislíklegar sögur af baráttu Andrésar Andar við félagsfræðingamafíuna sænsku og benda á að það eigi nú bara að banna Tvær úr tungunum líka því hvers eigi Tungnastelpurnar að gjalda og að einhverjum hafi nú verið strítt fyrir að vera með stór eyru, og á þá kannski að banna bækur um fólk með stór eyru?! Eins og einhver gáfaðri en ég sagði: Þegar íslendingar komast að kjarna málsins setur þá hljóða. Sem virðist ekki vera alls kostar rétt lengur, því þegar nútímaíslendingar komast að kjarna málsins fara þeir að blaðra einhverja þvælu. Þetta er hins vegar gáfuleg og holl lesning. Og hér er frumtextinn: how do you like them apples?

Og svona til að setja lokalínu kvæðisins í nútímalegra samhengi má lesa þessa frétt. Þetta er líka frekar tengt.

fimmtudagur, október 25

rúbbí

Hitti kunningja minn í Róm ásamt ástralskri vinkonu hans sem var í heimsókn í borginni. Við settumst inn á bar og sáum þá að á sjónvarpsskjám um allan barinn var verið að sýna frá heimsmeistarakeppninni í rúbbí (sem ítalir, merkilegt nokk, tóku þátt í). Sú ástralska var eins og límd við skjáinn og gaf frá sér ýmis hljóð allt eftir því sem var að gerast á vellinum. Ég spurði hvort henni fyndist gaman að rúbbíi. "Oh, I love it". "It's a bit violent, isn't it?" spurði ég. "That's why I like it," svaraði hún. Æ, þessir ástralir, maður. Í tilefni af því er hér smá rúbbísyrpa (bakmeiðsli ku, skiljanlega, ekki vera óalgeng í téðu sporti), og þar fyrir neðan er hanaslagur þeir nýsjálendinga (AKA All Blacks) og Tonga-búa (sem náðu langt í keppninni í ár). Og þeir sem vilja vita meira um rúbbí geta skoðað þetta myndband.

Dans Nýsjálendinga kallast haka og kemur frá Maóríum, útgáfa Tonga-búa kallast Sipi Tau.

mánudagur, október 22

frægðarsveipirÉg er svo hégómagjarn að mér þykir ástæða til að blogga um frægðarsveipi mína (e. my brush with fame). Um helgina voru þeir tveir:

frægðarsveipur #1: Eftir tónleika Of Montreal fórum við Hjálmar að borða pizzusneið við lækjartorg. Skundar þá inn Kevin Barnes, söngvari téðrar hljómsveitar ásamt fylgdarliði. Við Hjálmar ræddum hvort við ættum að brydda upp á tjatti, en ákváðum að við værum ekki hégómagjarnir 15 ára unglingar (yeah, right!). En Kevin bankaði þá í Hjálmar og þóttist kannast við hann, og af því við erum kurteisir spjölluðum við við hann í nokkra stund. Ekki það að okkur þætti þetta eitthvað merkilegt. Ekki baun, sko.

frægðarsveipur #2: Þegar ég stóð með Grímsa í Hafnarhúsinu og horfði á Grizzly Bear stóð ótótlegur drengur með derhúfu við hliðina á mér. Hann fór stundum eitthvað baksviðs og svona, og í eitt skiptið sneri hann til baka með bjórdósir í höndunum. "Viltu bjór", sagði hann og ég, vel upp alinn, þáði það (nei, ég sníkti ekki! Alveg hreina satt). Við áttuðum okkur á því í dag að þetta var trommarinn í Plants and Animals, sem við sáum svo spila í gærkvöldi (sunnudagskvöld). Og þeir voru hreint út sagt frábærir. En eiginlega ekkert frægir, þannig að þetta er ekki mikill frægðarsveipur. Nema þeir verði rosa frægir.

sunnudagur, október 21

lørdag

Hraun: Traustir. Ég þekki þá alla þannig að ég er alls ekki hlutlaus, en þeir voru samt góðir. Og Svavar er frábær frontmaður.

Últra Mega Teknóbandið Stefán: Fullkomið dæmi um það að þegar ungæðisleg heimska og villingsháttur fær skapandi útrás getur útkoman verið alveg fáránlega skemmtileg. Fyndnasta band sem ég hef nokkurn tímann séð. Tékkið á þeim áður en þeir ná fullum kynþroska.

Mugison: Mugison í þungarokksgír, Murr Murr í þungarokksútgáfu. Var alveg að gera sig.

Ra Ra Riot: Gella með selló, gítarleikari sem lítur út eins og proclaimers-bræður, fínt popp, bara gaman.

!!!: Stórkostlegir. Ekki meira um það að segja.

Dr. Spock: "Við erum Dr. Spock! Hver eruð þið?" Loksins tókst mér að sjá þá á tónleikum og varð ekki fyrir vonbrigðum.

íslenzk fyndni

Tveir menn hittust er þeir gengu örna sinn á skemmtistaðnum Nasa. Báru þeir þar saman bækur sínar um þá tónlistarviðburði er þeir höfðu augum barið á æsland erveifs. Mælti þá annar: "Ég sá Pétur Ben, hann var vangefinn. Og Benny Crespo's Gang, þau voru líka alveg þroskaheft."

laugardagur, október 20

this is my impression of a buffalo herd

Deerhoof bræddu í mér heilann, og of Montreal tjúttuðu hann saman aftur með diskó og glamúr. Deerhoof voru hreint út sagt æðisleg. Tóku meira að segja bæði uppáhaldin mín, Holy Night Fever og Milking. Fyrir utan það hvað þau eru falleg á að horfa, sérstaklega kannski trommarinn Greg Saunier:Of Montreal voru líka flottir, diskógallar og pallíettur. Og tóku uppáhaldið mitt. Fleira gott var að finna á dagskrá kvöldsins, Reykjavík! voru í stuði, I adapt magnaðir og Æla flottir. Enduðum í tekknóveislu hjá Hairdoctor á Nasa, þar sem fiður úr koddum sveif um sali og glanspappír var sáldrað af himnum ofan. Sem var alveg að gera sig, sko.

fimmtudagur, október 18

ég er Vernharður Lár, vinur hans Atla...

Nú skal ekki bloggað nema tilefni sé til. Og hér er tilefni: Mosi frændi kominn á mæspeis og vefsíða komin upp á hinu svokallaða Lýðneti. Gullmoli í sögu íslensku þjóðarinnar, Mosi.

Og nú ætla ég að kíkja á Rondu og rúnasteinana...

miðvikudagur, september 19

úff...

Get ekki beðið eftir að komast úr þessu regni þangað sem allir vegir liggja (þ.e. þeir sem ekki liggja til allra átta). En þið skuluð endilega panta ykkur ljóðabók. Það gerði ég:

Í byrjun nóvembermánaðar kemur út ljóðabókin Þjónn, það er fönix í öskubakkanum mínum eftir Eirík Örn Norðdahl, hjá Nýhil. Bókin, sem er vel ríflega 200 síður, inniheldur m.a. 50 blaðsíðna ljóðabálk um liðhlaupa úr Þorskastríðinu, 8 blaðsíðna ljóðahljóðabálkinn Einræðisherrarnir, og 60 blaðsíðna róttæka endurvinnslu á Tímanum og vatninu eftir Stein Steinarr, auk ljóðsins Parabólusetning, sem hlaut viðurkenningu í Ljóðstafi Jóns úr Vör fyrr í ár, og fjölda annarra ljóða, bæði ljóðmælandi og framúrstefnandi nýmæla í íslenskri ljóðagerð. Þá skrifar Ingólfur Gíslason formála að bókinni, Haukur Már Helgason er höfundur miðmála og eftirmálann ritar Bryndís Björgvinsdóttir.

Prentkostnaður er höfundum og forlögum oft þungur róður, og því hefur Nýhil gripið til þess ráðs að selja verk þetta í forsölu á verði sem varla á sinn líka, þar sem gefinn verður 60% afsláttur af útsöluverði, sem verður 2.500 krónur, og bókin seld á sléttan þúsundkall.

Ath.: einungis 200 eintök verða seld í forsölu.

Á kápu bókarinnar lýsir ljóðskáldið Valur Brynjar Antonsson bókinni svo: „Nú í þessa tíð þarf eitthvað eins og öxulveldi hins illa, öxul yfir vötnin, öxul sem spannar Ísafjörð, flugstöð Leifs Eiríkssonar og Helsinki City, til að skjóta fallbyssukúlum í hnakkann á hversdagsleikanum, töfrunum og einfaldleikanum. Nú þurfum við hryðjutíð, fellalög og kannski ekki síst hreðjatök, því að þegar kemur að Estrógeni, þá sýnir Eiríkur að „less is more“.“

Bókina er hægt að panta með að senda skáldinu póst á netfangið kolbrunarskald@hotmail.com.

föstudagur, september 14

When in Wome, do like the Womans (and thwow him to the floow...)

Jæja, ég er að fara til Rómar eftir rúma viku. Reyndar er þetta vinnuferð, þannig að ég fæ ca. 2 daga til að valsa um á eigin spýtur. Mælir einhver með einhverju sérstaklega til að gera á stuttum tíma? Ég reyni kannski að kíkja á kolóseum, nenni því þó varla ef það er mikil röð. En hvað með annað? Einhver söfn? Veitingastaðir? Cool places? Indíplötubúðir?

þriðjudagur, september 11

Snúður
Hvem er du i Mummidalen?

Mitt resultat:
Snusmumriken
Du er Snusmumriken! Du er modig og rolig. Du er også selvstendig og kan ta vare på deg selv, men du er likevel venn med alle.
Ta denne quizen på Start.no

laugardagur, september 8

upprifjun á kvöldmáltíð

laultimacena.jpg

Umræðan um auglýsingu Símans er dæmigerð uppkokkuð platumræða. Fyrirtæki velur efni í auglýsingu sem það veit að getur stuðað einhverja, fjölmiðlar grípa boltann á lofti og spyrja biskup hvort honum finnist þetta ósmekklegt og slá upp í fyrirsögn að ríkissaksóknari ætli ekki að kæra. Viðtalið við ríkissaksóknara hefur eflaust verið einhvern veginn svona (í nokkuð styttri útgáfu):

Blaðamaður: Ætlarðu að kæra?
Ríkissaksóknari: Nei.

Eftir stendur að sagt er að hinn og þessi hafi sagt þetta eða hitt um málið og hafi þessa eða hina skoðun á því, þegar enginn hefur í raun sagt neitt (í það minnsta af sjálfsdáðum). Ergó: umræðan er tilbúin, hún var aldrei til. Þetta er allt bara léttur samkvæmisleikur í boði Símans til að stytta okkur stundir í haustlægðunum.

Þetta er reyndar ekki í fyrsta sinn sem útúrsnúningur á verki Da Vinci veldur e.k. fjaðrafoki (verk Da Vincis var svo í sjálfu sér útúrsnúningur á öðrum útúrsnúningi á atburði sem gerðist svo kannski aldrei). Luis Buñuel hafði t.d. dvalið í útlegð í Mexíkó allt frá því Frankó tók völdin á Spáni 1939. Árið 1960 ákvað hann að snúa aftur til Spánar til að taka upp kvikmyndina Viridiana, ekki síst fyrir tilstuðlan spænskra leikstjóra eins og Juan Antonio Bardem sem fannst að það þyrfti að kynna snillinginn fyrir nýrri kynslóð spænskra kvikmyndagerðarmanna. Spænsk stjórnvöld ákváðu að gefa gamla súrrealistanum séns og hann dvaldi í Madrid árið 1961 við tökur á myndinni. Hún var svo frumsýnd á Cannes.

Myndin fjallar í stuttu máli um Viridíönu, unga nunnu sem er uppfull af kristilegum kærleika og einfeldni. Hún ákveður að dveljast um stund hjá frænda sínum, don Jaime, áður en hún gengur endanlega í klaustur. Don Jaime verður ástfanginn af henni þar sem hún líkist konunni hans heitinni, en Viridíana vill ekki þýðast hann og don Jaime hengir sig. Viridíana erfir setrið og þarf því að takast á við nýtt líf óundirbúin. "Mig hafði alltaf langað til að gera gamanmynd þar sem ég túlka kynferðislegar og trúarlegar þráhyggjur úr barnæsku minni. Trúarleg uppfræðsla og súrrealismi mörkuðu mig fyrir lífstíð", sagði Buñuel um myndina. Myndin komst af einhverjum ástæðum klakklaust í gegnum spænska ritskoðun og var send til Cannes sem fulltrúi Spánar þar sem hún vann gullpálmann. Daginn eftir verðlaunaafhendinguna í Cannes birtist grein í dagblaðinu L'Obsservatore Romano, málgagni páfadóms, þar sem spænsk stjórnvöld voru fordæmd fyrir að hafa ekki komið í veg fyrir sýningu myndarinnar, þvílíkt guðlast og ósómi sem hún væri. Frankó óskaði þá eftir að fá að sjá myndina og eftir sýninguna skipaði hann að öll eintök af myndinni skyldu eyðilögð (reyndar segir Buñuel að skv. sínum heimildum hafi Frankó ekki séð neitt sem hægt væri að klippa út úr myndinni, en vildi samt ekki berjast á móti páfadómi). Sem betur fer hafði framleiðandinn tekið frumeintakið með sér til Parísar og var myndinni gefið mexíkóskt þjóðerni og var því hægt að dreifa henni vandræðalaust um heiminn. Nema á Spáni, að sjálfsögðu. Og Buñuel hélt aftur í útlegð.

Sjálfsagt er það þessi blanda af kynferðislegri þráhyggju og fetishisma og kirkjulegum ímyndum sem fór fyrir brjóstið á kaþólskum. Kristilegur kærleikur og skinhelgi fá auk þess á baukinn þar sem nunnan unga býður öllum betlurum og rónum bæjarins að búa hjá sér á setrinu, þar sem hún reynir að ala þau upp í guðsótta og góðum siðum og lætur þau biðja bænir og vinna á ökrunum. Í frægasta atriði myndarinnar blæs Viridiana til kvöldverðar á setrinu og betlararnir og rónarnir slá auðvitað upp partíi. Kvöldið endar með ósköpum og einn úr hópnum nauðgar Viridíönu. Í millitíðinni ná þau svo að snúa út úr síðustu kvöldmáltíðinni, og var það atriði víst ekki sísta hneykslunarhellan. Hér ákveður hópurinn að rétt sé að festa þetta andartak á mynd. "Með hvaða myndavél?" spyr einn róninn. "Með vél sem foreldrar mínir gáfu mér," segir konan sem tekur myndina og gerir það með því að lyfta pilsinu, við mikinn fögnuð viðstaddra. "Þetta er gamall brandari meðal spænskra barna," sagði Buñuel. "Ef einhver kom sér fyrir í þannig stöðu að afturendinn á honum yrði mjög áberandi hrópaði maður til hans: "Þú ert að taka mynd af mér!". Betlarakonan endurtekur þennan brandara, sem er saklaust krakkaspaug":Ég veit ekki hvort Jón Gnarr vissi af þessu atriði. En í þessu samhengi verður auglýsing símans óneitanlega áhugaverðari.

Viridiana í Guardian
Viridiana á Criterion

fimmtudagur, september 6

þriðjudagur, september 4

"Ég eeeelska Ugly Betty"...

...sagði 10 ára sonur minn upp úr eins manns hljóði einhvern tímann í vor. Þetta gladdi auðvitað mitt fölbleika hjarta, enda geta spædermanstarvorsbæonikúl-æði drengsins stundum gengið út í öfgar. Mér þykir líka ósköp vænt um Betu ljótu, en hins vegar eeeelska ég Mayu Arulpragasam:

sunnudagur, september 2

dadadadadada"In Italy, for thirty years under the Borgias, they had warfare, terror, murder, bloodshed, but they produced Michelangelo, Leonardo da Vinci and the Renaissance. In Switzerland, they had brotherly love; they had 500 years of democracy and peace -- and what did that produce? The cuckoo clock."

Og helvítis dadaismann, ha, Orson? ekki gleyma dadaistunum. Ég óska þess helst að hafa verið í Zürich vorið 1916. Þeir voru góðir, dadaistarnir, ha? Léttir á bárunni og svona, alltaf eitthvað að djóka og fíflast. Kannski ég skrifi örleikrit fyrir Hugleik með díalóg uppfullum af fónetískri merkingarleysu. Hver pant leikstýra? Ekki ég... Spign njegg klk bligg.

Deutshland Dada á Ubuweb.

þriðjudagur, ágúst 28

ljótasta orð í íslenskri túngu...

...er tvímælalaust "næmni". Ég hef mikla fordóma gagnvart fólki sem notar orðið "næmni". Sérstaklega ef það er háskólamenntað. Þetta er eina ambagan sem fer í taugarnar á mér, annars er mér skítsama hvað fólk segir, það má sletta mín vegna og beygja vitlaust, en ekki segja "næmni"!

sunnudagur, ágúst 26

sumarið er tíminnJæja, þá er sumarið að hausti komið. Eða svo gott sem. Þetta var svona helst:

 • Vann eins og vitleysingur, of mikið og of lengi
 • Rabbaði við vinstrigrænan bónda í kirkjugarðinum í Hvammi
 • Keyrði einu sinni í gegnum Hvalfjarðargöngin og fór Hvalfjörðinn í bakaleiðinni
 • Fór á Hornafjörð. Þar ber jökulinn við himinn en landið virkaði samt ósköp jarðneskt.
 • Fór heim í heiðardalinn. Þar er alltaf ró og friður. Og fullt af bókum. Horfði með valkvíða í hjarta á ritsöfn Gests Pálssonar, Halla Killa Lax, Einars H Kvaran, Knut Hamsun (á norsku), Jóns Trausta, Gunnars Gunnarssonar (eldri útgáfu) auk Flateyjarbókar, Hómerskvið(n)a, Gösta Berlingssögu og ég veit ekki hvað annað. Endaði á því að lesa smásögu e. Sigrid Undset (út af teiknimyndinni) í úrvali norskra smásagna frá 19. og 20. öld, sem Snorri Hjartarson tók saman. Komst ekki yfir meira, enda veðrið of gott.
 • Fann gömul Samúelblöð og vænan bunka af Bravo-blöðum ofan í skúffu í heiðardalnum. Nena á forsíðunni á einu blaði. Og Limahl á öðru. Gluggaði í eitt Samúelblaðið og sá að nakta fyrirsætan var sögð vera 14 ára! Það hefur margt breyst á 20 árum.
 • Sá einmitt unglingsstúlku kaupa Bravo í Eymundsson, við afgreiðslukonan vorum bæði steinhissa á því að a) Bravo skuli ennþá vera til og b) að það þyki ekki of hallærislegt fyrir unlingsstelpur.
 • Sleppti menningarnótt, nokkurn veginn vegna leti. Fékk þá snilldarhugmynd að keyra út á Granda og horfa á flugeldana þar, en hætti við þegar ég sá að allir hinir Reykvíkingarnir fengu sömu hugmynd.
 • Eignaðist mitt eigið vist í Sly 1 og Sly 3.
 • Fylgdi sínum hvorum gestinum til Grímsa og Brynju. Svo skemmtilega vildi til að þessi sinn hvor gestur er fyrrverandi par. Vandlifað, ha?
 • Frétti af minnst sex óléttum á tveimur vikum.
 • Fór og horfði og hlustaði á Jens Lekman í bland við rigningarniðinn. Það var indælt.
 • Las Harry Potter og komst við.
 • Viknaði líka á Gay Pride (eins og fleiri) þegar Páll Óskar fyllti loftið af gleði.
 • Keypti regnbogafána og stendur hann nú í stofuglugganum. Talandi um að senda út röng skilaboð.
 • Kláraði að hanna tvær heimasíður, aðra með hjálp og hina hjálparlaust.
 • Uppgötvaði Brissó og Reykvískt Eðalefni (og þó, kannski fyrr, en allavega var sumarið hennar tími)
 • Fékk ógeð á skoðunum og hætti á tímabili að hafa skoðanir (jebb, moggabloggið).
Annars er sumarið 2007 merkilegt fyrir þetta: Saving Iceland mótmæltu í gríð og erg og hvaða skoðun sem maður hefur svo á þeim, þá náðu þau að fletta ofan of þeirri staðreynd að íslendingar eru upp til hópa þjóðernissinnaðir fasistar. Mig hafði reyndar grunað þetta lengi, en þarna kom fólk endanlega úr felum og virtist ekkert skammast sín fyrir það.

föstudagur, ágúst 24

auglýsingar

Þótt ég sé vonabí kvikmyndagerðarmaður og langi til að geta unnið við það þegar ég er stór/stærri/feitari þá hef ég aldrei haft nokkurn áhuga á að gera auglýsingar. Flestar auglýsingar eru hallærislegar og illa gerðar, og þær sem eru vel gerðar og flottar eru venjulega útlenskar. Ég er semsagt ekkert sérstaklega hrifinn af íslenskum auglýsingum, þær eru kannski fagmannlega gerðar svo sem, en af einhverjum ástæðum apa allir útlitið upp eftir öðrum. T.d. er blákalda lúkkið enn við lýði og búið að vera lengi, sem ég skil ekki því ég er löngu búinn að fá upp í kok af því (mínar fagurfræðilegu taugar eru afar viðkvæmar, skiljiði). Efnistökin eru líka sjaldnast frumleg. Það er samt ein auglýsing sem mér finnst flott og er í gangi núna, sú frá símanum, þar sem allir eru uppi á þaki að sarga niður loftnet. Efnislega kannski frekar kjánaleg, en óneitanlega fagmannlega gerð, myndataka og klipping flott og góður ryþmi (veit einhver hver gerði hana?). Og ekkert kaldblátt lúkk. Hins vegar langar mig mest að hengja mig þegar spron-auglýsingarnar birtast...

(Getið horft á auglýsinguna hér. Fyrsta skotið er flottast.)

miðvikudagur, ágúst 15

og talandi um tourette

Ef einhver vill heita á hlaupara sem hlaupa í þágu Tourette-samtakanna í Reykjavíkurmaraþoni á laugardaginn kemur, má kíkja hingað.

mánudagur, ágúst 13

I repeat my simple example: there is no democracy in a country where the newspapers are owned by the powerful and read by the powerless. It's a vicious hypocrisy to pretend otherwise.
Edward Bond

Já, hver kannast ekki við aukakílóin.

sunnudagur, ágúst 12

grasagarður

Við feðgar fórum á bókasafnið í dag og sönkuðum að okkur bókum. Keyrðum svo út í Laugardal og settumst í grasið með íspinna og lásum, hann las Spædermann og Húlk og ég Geirlaug Magnússon og Edward Bond. Elska svona daga, þá finnst mér ég kominn til útlanda.

Tony Wilson meets God

Bergman deyr, Antonioni daginn eftir, Cinecitta brennur, Lee Hazlewood deyr og nú Tony Wilson. Kannski er verið að segja okkur eitthvað. Og þó. Allavega, ladies and gents, Tony Wilson meets God:


(úr 24 hour party people. Ætli ég horfi ekki á hana aftur bráðum svona til minningar um kallinn.)

Fyrir þau sem ekkert vita hver Tony Wilson er: Grein á Guardian, og önnur (með fleiri vídjóum) á Pitchfork.

föstudagur, ágúst 10

Tourette

Barnsmóðir mín er búin að vera dugleg síðustu daga og ég er nú bara ansi stoltur af henni. Fréttin á Vísi er nú samt pínuhroðvirknisleg og kommentin misgáfuleg. Einhver kona kommenteraði (en mér sýnist hún búin að taka það út) að henni fyndist þetta alveg agalegt og óábyrgt að neita barninu um meðferð sem gæti hjálpað því.

Sko, það er ekki til nein eiginleg meðferð við Tourette. Þetta er heilkenni þar sem ójafnvægi er á boðefnum í heilanum, ólæknandi og gengur í erfðir (þetta virðist komið frá mér, frændi minn er með þetta og ég uppgötvaði þegar við fórum í gegnum greininguna á stráknum að ég er með þetta líka, þó vægt sé). Enginn veit samt hver orsökin er eða hvað nákvæmlega er í gangi. Einkennin virðast líka ganga í bylgjum hjá fólki, kækirnir eru mismiklir og læknar segja að svona sé þetta bara. Sem þýðir að þeir vita ekki afhverju. Oft fylgja einkenni athyglisbrests, ofvirkni og áráttu- og þráhyggjuröskunar, sem getur flækt málin enn meir.

Og Tourette er ekki geðsjúkdómur en samt er helsta lausn lækna við Tourette að setja fólk á Haldol, sem er mest notað við geðklofa og öðrum slíkum geðsjúkdómum. Einfalda og óvísindalega skýringin er þessi: Heilinn framleiðir taugaboðefnið dópamín. Dópamín er nauðsynlegt fyrir hreyfigetu okkar, ef það skortir eigum við t.d. erfitt með að hafa stjórn á hreyfingum okkar (sem er það sem gerist í Parkinson-veiki). Talið er að Tourette stafi hins vegar að stórum hluta af of mikilli dópamínvirkni. Hjá venjulegu fólki framleiðir heilinn í rauninni meiri taugaboðefni en þarf, en einungis nauðsynlegu boðefni ná út í taugakerfið. Í Tourette (skv. kenningunni) virka hemlarnir sem stoppa ónauðsynlegu boðefnin ekki nógu vel og því fær líkaminn nokkuð misvísandi skilaboð sem veldur því að fólk finnur þörf fyrir að hreyfa tiltekna líkamshluta sem það þarf ekki að hreyfa, t.d. gretta sig eða ræskja. Tilfinningin er svipuð og þegar manni klæjar, ef maður klórar sér ekki strax verður kláðinn viðþolslaus og eins er með kækina. Nú, það sem lyf eins og Haldol gerir er að stoppa taugaboðefnin og minnka þannig kækina. En málið er að það stoppar ekki bara ónauðsynlegu taugaboðefnin heldur líka mikið af þeim nauðsynlegu og hægir því á öllu kerfinu. Metabólisminn breytist og fólk fitnar oft í kjölfarið, litli orkuboltinn sem gat ekki setið kyrr situr nú kannski og fitnar og nennir ekki að hreyfa sig og persónuleikinn breytist. Auk þess fylgir Haldoli stundum þunglyndi, sem stundum þarf að taka á með þunglyndislyfjum. Ef mikil ofvirkni er þar að auki til staðar verður þetta enn flóknara, þar sem rítalín veldur því oft að kækir aukast til muna. Þar að auki fara lyf misvel í fólk og oft tekur það marga mánuði að finna lyfjablöndu sem virkar fyrir hvern og einn. Þetta er aðalleiðin sem hægt er að fara, og í mörgum tilvikum kemur vissulega ekkert annað til greina, þrátt fyrir að þetta sé svolítið eins og að negla nagla í vegg með sleggju. Önnur "lausn" sem ég hef séð lækna benda á er að sprauta bótoxi í vöðva, sem þá lamar vöðvana í einhvern tíma, en veit reyndar ekki hvort það er nokkuð gert að ráði.

Fréttin á Vísi er svolítið villandi með það að við höfum beitt náttúrulækningum, það er bara rétt að vissu marki. Það sem við í raun gerðum (ég segi "við" af því við vorum samtaka í þessu, þótt Heiða hafi átt allt frumkvæði) var að breyta mataræðinu og gefa honum bætiefni (aðallega ómega, magnesíum og sink, sem styrkja heilastarfsemi og taugakerfi). Það er ekkert kukl í gangi, sko, en við höfum fengið ráðgjöf varðandi mataræði og annað. Sumum finnst við ganga langt, en þau hin sömu sáu ekki drenginn þegar honum leið sem verst og sáu ekki breytinguna sem varð á honum við þessar breytingar. Það besta var að hann losnaði að mestu við kækina en persónuleikinn breyttist ekki.

Mest sóttum við upplýsingar á ACN, sem eru samtök foreldra í Bandaríkjunum sem eiga börn sem eru með Tourette, einhverfu, ofvirkni og athyglisbrest og hafa reynt að hjálpa þeim með breyttu mataræði og lífsstíl.

miðvikudagur, ágúst 8

Lee Hazlewood takes a walk down Valhallavägen

Býst við að Hildur hafi átt við þessa útgáfu. Þetta er alveg gubbandi gott:Lee Hazlewood & Nina Lizell - Vem kan segla


Og þetta er nettperralegt:


Lee Hazlewood - Let's take a walk down Valhallavägen


En toppar samt ekki þetta:


Lee & Nancy: Some Velvet Morning


Þetta er nú samt eiginlega best:


Lee Hazlewood: First Street Blues

föstudagur, ágúst 3

verslunarmannahelgin

Vona að hún verði einhvern veginn svona.

kiiiiiii - 4 little Joeys


(Textinn djúpi:
4 little joeys jumping on the bed,
One fell of and bumped his head.
Called up the doctor and the doctor said,
NO MORE JOEYS JUMPING ON THE BED!)

miðvikudagur, ágúst 1

El ojo que ves no es
ojo porque tú lo veas;
es ojo porque te ve.

Augað sem þú sérð er ekki
auga af því að þú sérð það;
það er auga því það sér þig.


Antonio Machado

þriðjudagur, júlí 31

bergman

Vinur minn tók einu sinni Bergman-æði og horfði á allar myndirnar á frekar stuttum tíma. Hann fór á Aðalvídeóleiguna og leigði sér fyrst tvær, skilaði þeim daginn eftir og tók aðrar tvær. Þannig hélt hann áfram í nokkurn tíma. Afgreiðslustúlkunni fannst þetta í fyrstu bara fyndið en þegar á leið breyttist brosið í áhyggjuhrukkur, þangað til hún gat ekki á sér setið lengur og spurði hvort honum liði nokkuð illa. Sjálfur horfði Bergman víst aldrei á myndirnar sínar, fannst þær of þunglyndislegar.

Bergman - Persona:


Abba undir áhrifum:


Hvorki Bergman né Abba:

laugardagur, júlí 28

ef myndin stendur undir treilernum...

Mynd sem verður frumsýnd 18.1.2008, hún heitir ekkert (ennþá) og voðalega fáir vita eitthvað um hana. Jú, eitt: framleiðandinn heitir J.J. Abrams, sá sami og stendur á bakvið Lost.

laugardagur, júlí 21

vex ég aldrei uppúr þessu?

Ég varð alveg hreint ógeðslega spenntur yfir æsland erveifs í dag þegar ég fór að hlusta á Of Montreal og rifja það upp að þau koma á, þú veist, erveifs. Og líka Deerhoof. Getur það verið betra? Já, reyndar alveg, en ekki mikið.

Of Montreal - Gronlandic edit


Deerhoof - The Perfect Me

fimmtudagur, júlí 19

Veit einhver...

...hvernig útlendingar geta keypt íslenska tónlist í gegnum netið? Skífuvefurinn er bara á íslensku (auk þess sem hann er drasl), Smekkleysuvefurinn liggur niðri, enska útgáfan á Tónlist.is liggur niðri. Að vísu er hægt að kaupa af 12 tónum, en bara í gegnum tölvupóst. Ég meina, kommon, hefur engum dottið í hug að auðvelda fólki þetta aðeins? Svo eru allir að tala um útrás en hvergi hægt að kaupa tónlistina.

mánudagur, júlí 16

Riquelme tiene los ojos tristes

Taka Riquelme úr umferð, hengja 3-4 menn á Messi, pakka hinum í vörn og beita svo skyndisóknum. Svona einfalt er þetta. Mér er alveg sama, ég held alltaf með Riquelme með döpru augun. Svo er hann víst svo góður við mömmu sína.

sunnudagur, júlí 15

iss, gulli helga hvað?

Smá ítalódiskó til að létta lundina. Kemur skapinu í lag sérhvern dag.

Trans-x - Living on Video:Fun Fun - Happy Station:


Og eitt svona nútíma:

föstudagur, júlí 13

brittney

Dreymdi Brittney Spears í nótt. Hún var í slagtogi með Halla bekkjarbróður mínum úr grunnskóla, sem dó reyndar á 16. ári. Hann og einhverjir óljósir félagar hans fengu hana til að reykja með sér PCP, þau reyktu það eins og fólk reykir krakk í bíómyndum, af álpappír með röri. Brutust svo inn í hús og gerðu einhvern óskunda. Þá vakti dyrabjallan mig.

fimmtudagur, júlí 12

fimmtudagur, júlí 5

memento mori

Plögg fyrir Hugleik:

Laugardagskvöldið 7. júlí kl. 20.00 og sunnudagskvöldið 8. júlí kl. 20.00 verður opin aðalæfing á Memento mori í Möguleikhúsinu.

Sýningin er ætluð til fjáröflunar fyrir yfirvofandi leikferð, en eins og flestir vita er sýningin á leið á leiklistarhátíð alþjóðlega áhugaleikhússambandsins IATA í Suður-Kóreu í lok mánaðarins.

Þar sem þessi uppákoma er í fjáröflunarskyni verður eðlilega selt inn á hana. Miðaverð er 1500 kr., en frjáls framlög eru vel þegin.


Og nú frá mér: Memento mori er einhver flottasta leiksýning sem ég hef séð. Ekki missa af henni. Reyndar missi ég af henni því ég fer út úr bænum á föstudaginn, en ég er líka búinn að sjá hana tvisvar. Ég endurtek, ekki missa af henni! Það er ekki víst að þið fáið annað tækifæri í lífinu. Hugsið ykkur, þetta er eins og stóri hvellur eða landnám íngólfs, þið fáið aldrei að upplifa það. En þið getið séð Memento Mori. Það er líka spáð rigningu um helgina, hafið ekkert betra að gera. Ömurlegt útileguveður, best að fara í leikhús.

laugardagur, júní 30

föstudagur, júní 29

hansi

Annars man ég eftir Hansa hundamorðingja. Reyndar var hann víst enginn hundamorðingi, hundurinn hans tók víst upp á því að stökkva fram af svölum óbeðinn og lifði ekki af. But the name stuck. Hljómsveitin Rotþróin samdi svo óð til hans með viðlaginu:
Hansi hundamorðingi,
hvað hefurðu gert?
Tekið flottasta hundinn minn
og troðið í gegnum trekt!
Það er reyndar ekki hlægjandi að þessu, morð á dýrum (og mönnum, ef út í það er farið) eru ógeðsleg.

Já, annars Ljótu hálfvitarnir á laugardaginn (sem sportar reyndar einum meðlimi Rotþróarinnar) og svo Cannibal Corpse á sunnudaginn. Þar held ég að verði nú sungið (eða þannig) um limlestingar og morð.

föstudagur, júní 8

lesbískar kýr

Við feðgar tókum vídjó í gær í tilefni síðasta skóladags og horfðum saman á þrívíddartölvumyndina Barnyard, þar sem fjallað er m.a. á nærfærinn hátt um ástarsamband tveggja lesbískra kúa. Allavega var allt kýrkyns í myndinni með júgur og spena, greinilega þykir ekki par písí í henni Ameríku að leyfa nautum að hafa sinn pung og sitt tippi. Annað hvort er þetta róttækt innlegg í cross-gender umræðuna eða þá að fólk þarna fyrir vestan er að farast úr vandræðagangi og heimsku. Svona svipað eins og þegar bókasöfn í Bandaríkjunum bönnuðu barnabók vegna þess að þar kom orðið "scrotum" fyrir í lýsingu á hundi.

fimmtudagur, júní 7

0-5

Ég ólst upp í sveit. Fótboltaáhugi var við frostmark á heimilinu og ekki voru neinir leikfélagar í nágrenninu sem hægt var að læra af. Man að ég sá ensku knattspyrnuna í sjónvarpinu og fannst þetta spennandi og reiknaði út að fyrst markmennirnir voru alltaf í grænni peysu væri alveg sama í hvaða mark maður skyti boltanum. Svo byrjaði ég í skóla. Einhvern tímann á fyrstu vikunum var hóað til bekkjarmóts í fótbolta og ég taldi mig nú kunna þetta. Þegar loks náði að sýna mér fram á hvað ég væri að gera vitlaust var það of seint: ég var búinn að skora nokkur sjálfsmörk og fagna þeim í barnslegri sjálfumgleði. Það getur verið harkalegt að reka sig á það sex ára að um suma hluti í lífinu gildi strangar reglur. Áfallið var þvílíkt að ég kom ekki nálægt fótbolta í mörg ár (áhuginn kviknaði aftur þegar ég sá Socrates og Zico). Ég hugsa að íslenska landsliðinu líði eitthvað svipað í dag. Ég hafði þá afsökun að vera bara sex ára. En þeir?

sunnudagur, maí 20

rhubarb

Rabbarbarinn hérna úti í garði er orðinn ansi girnilegur. Kann einhver góða uppskrift að rabbarbaragraut? Getur varla verið mjög flókið...

Já, annars man ég eftir að hafa séð þessa mynd. Minnir að mér hafi þótt hún fyndin, en var reyndar ekkert sérstaklega hár í loftinu þegar ég sá hana.

fimmtudagur, maí 17

nokkrir punktar úr lífi mínu

1. Ég fékk gubbupest. Hún stóð ekki lengi. Og tengdist á engan hátt stjórnarmyndunarviðræðum.
2. Ég er að fara í leikhús í kvöld og sjá Cymbeline. Það held ég að verði gaman. Og eins gott að gubbupestin er búin.
3. Er kominn á bók nr. 7 í bókaflokkinum "The Edge Chronicles". Þetta eru frábærar bækur, fantasíur fyrir börn skrifaðar fyrir fullorðna. Mig langar að þýða þær á íslensku, óvíst samt hvort ég nenni því. Sem leiðir að næsta lið:
4. Ef ég væri ekki svona latur og illa haldinn af frestunaráráttu væri ég búinn að afreka ansi margt á mörgum sviðum. Og þó...

mánudagur, maí 14

polibitch

Það er fátt eins vandræðalegt og að fylgjast með pólitíkusum í tilhugalífi. Og þetta að hinir og þessir geti ekki unnið saman er bara ábyrgðarlaust væl. Ef Ian Paisley og Gerry Adams geta unnið saman, geta það allir.

sunnudagur, maí 13

Ekki oft sem einhver nær að súmmera upp pólitíska afstöðu mína á jafn snilldarlegan hátt (takk Hildur).

Og júróvisjón? Lýsi því yfir að mér finnst (og er líklega einn fárra um þá skoðun) búlgarska lagið flott, fannst það flott frá upphafi og það vann bara á (það er líka eitthvað heillandi við konur sem kunna að tromma). Við Sigga Lára skilgreindum nýjan flokka laga í júróvisjón, svokölluð "lúppulög". Það eru lög sem endurtaka sig út í eitt og virðast vera hálftími að lengd. Þetta form er vandmeðfarið, þau sem reyna að hljóma eins og venjuleg lög verða leiðinleg og langdregin (eins og litháíska lagið) , en önnur, eins og búlgarska, sem eru transkenndari ganga betur upp. Jájá. En trukkalessan var fín, mátti alveg vinna. En ég hef aldrei heyrt jafn forgettable lag og írska lagið. Hef heyrt það fjórum sinnum og gleymdi því jafnóðum í öll skiptin.

Annars átti Dj Bóbó besta brandarann í fréttablaðinu í dag. Sagði að svissneska lagið hefði verið gott og átt skilið að vinna og þessi austurblokkarmafía hefði haft af honum sigur. Alltaf gaman þegar menn hafa húmor fyrir sjálfum sér.

Ha, kosningar? Bleh...

laugardagur, maí 12

kosningar

X X X X X
X X X X X
X X X X X

Æviframlag mitt til lýðræðis lítur víst ca. svona út. Satt að segja get ég ekki beðið eftir því að fólk átti sig og geri anarkíska byltingu neðan frá (friðsamlega, ég þoli ekki rifrildi og slagsmál) og breyti alþingishúsinu í krá og fari að lifa lífinu. Samt held ég að við verðum öll dauð úr leiðindum áður en það gerist. Og samt ætla ég nú að trítla á morgun og setja eins og einn kross á blað, ekki er maður staðfastari í sínu en þetta...

miðvikudagur, maí 9

sígaunar

Sígaunum vísað úr landi fyrir að spila út á götu og vera til. Betri borgarar bæjarins kaupa sér miða dýrum dómum og hópast saman á næstu helgi í sínu fínasta pússi til að hlusta á sígaunatónlist. Eðlilegt?

föstudagur, maí 4

með bin laden í bólið

Er búinn að vera í einhverju póstpremíerfönki þessa vikuna. Fer seint að sofa, nenni ekki á fætur, nenni ekki í vinnuna, nenni engu. Hafði það þó af að drattast á lokasýningu á Bingó á miðvikudaginn sem jafnframt var síðast leiksýning sem sýnd var í Hjáleigunni, húsnæði Leikfélags Kópavogs. Leikritið var skemmtilegt, enda tómir snillar þar á ferð. Nú eru þar pólverjar að brjóta niður veggi.

Svo ákvað ég að hætta þessari fýlu og skundaði á reiðfáki mínum út eftir Ránargötu og keypti Handsprengju í morgunsárið af öðrum höfunda. Þá gat ég lesið þá félaga Hannes, Davíð og Bin Laden fyrir svefninn. Það var hjartnæm stund. Mæli með þessari bók, talið við ingog@internet.is og fáið hana áritaða á spottprís. Eða nælið ykkur í hana á barnum um helgina, Ingólfur sagðist verða eitthvað á veiðum á börum bæjarins. Allavega, bókin kom mér aftur í gott skap. Letin er samt enn til staðar, sem betur fer.

Og þetta er eitthvað það mest hrollvekjandi sem ég hef séð um dagana. Er dauðhræddur um að þetta helvíti ásæki mig í draumum mínum:

sunnudagur, apríl 29

pitagora suicchi

Tvær myndir af pitagora suicchi, fundnar hjá ljótu hálfvitunum. Varúð, ánetjandi. Og lagið getur drepið mestu karlmenni:

Þessar snilldarvélar eru upprunnar í japönsku barnaþáttunum Pitagora Suicchi. Í þeim þáttum birtast einnig tvíeykið Itsumo Kokokara og gera algrímsæfingar (eða arugorizumu taiso), ýmist einir sér eða í fleiru lagi:Önnur útfærsla:
http://www.youtube.com/watch?v=_UdLyHT_ppE

Og enn önnur:
http://www.youtube.com/watch?v=PjloZSoYpLc

Og hér með aðstoð japanska rannsóknarteymisins á Suðurpólnum:

http://www.youtube.com/watch?v=f2TIYbQJv-0

Og hér fá þeir kumpánar nokkrar ninjur sér til aðstoðar:Af hverju er barnaefni á Íslandi ekki meira svona?

laugardagur, apríl 28

björgum rósenbergRósenberg var góður staður. Er góður staður. Kannski var ég ekki eins mikill fastagestur og sumir vinir mínir, en þarna var gott andrúmsloft, fólk í góðu skapi og mikið um lifandi tónlist, allskonar tónlist. Djass- og blúshundar borgarinnar spiluðu þarna nánast í hverri viku og ýmsar grasrótarhljómsveitir hófu feril sinn á þessum stað. Ég hvet alla til að mæta á styrktartónleika Rósenbergs í Loftkastalanum um helgina. Og hripa nafn sitt undir áskorunina.

föstudagur, apríl 27

I know 80 cows by their udders...

Og talandi um heimildarmyndir, þá er þessi hér eitthvað sem hann Bibbi litli hálfviti hefði gaman að. Og ég líka ef út í það er farið:(Myndin heitir Full Metal Village)

fimmtudagur, apríl 26

Gagnrýni

Það á víst að sýna myndina eitthvað áfram, líklega til mánaðamóta. Þannig að nú er bara að drífa sig... Ef þið vitið ekki um hvað ég er að tala eru meiri upplýsingar hér, og hérna eru þær umsagnir sem hafa (okkur vitanlega) birst:

Snæbjörn Valdimarsson, Morgunblaðinu
Ólafur H. Torfason, Rás 2
Hulda Geirsdóttir, Rás 2
Loftur Ingi Bjarnason, topp5.is
Viddi Eggerts
Syneta

(ef einhver veit um fleiri umsagnir setjið það þá endilega í kommentin)

sunnudagur, apríl 22

síðasti sýningardagur

Jamm, síðustu forvöð til að sjá heimildarmyndina Tímamót eru í kvöld. Held hún sé sýnd kl. 6 og 8. Best væri að fara kl. 6 og mæta síðan í Þjóðleikhúskjallarann á einþáttungadagskrá Hugleiks kl 9.

Ég er víst að ljúga, allavega er myndin auglýst í Mogganum í dag. Þannig að eitthvað verður hún sýnd áfram. En ekki veit ég hvað það stendur lengi svo það er eins gott að drífa sig...

fimmtudagur, apríl 19

frumsýning að baki

Jæja, frumsýningin að baki og hún gekk sirka svona (get ekki lýst því betur). Og ekki er hægt að kvarta yfir viðbrögðunum: mogginn ánægður og viddi ánægður. Og núna standa yfir sýningar í Háskólabíói fram á sunnudag, allir að drífa sig, ólíklegt að hún verði sýnd eitthvað lengur.

Spurningin er bara: hvað geri ég á þessu bloggi þegar ég hef ekki neitt lengur til að plögga?

föstudagur, apríl 13

Frumsýning

Jæja, bilað að gera að undirbúa frumsýningu: prenta, senda, plögga, bögga og vera almennt eins uppáþrengjandi og hægt er. Hérna getið séð afraksturinn í Kastljósinu (þegar Gummi Steing og Illugi eru búnir að blaðra) og svo heyrt hann á Rás 2 í morgun (ca. um miðjan þátt).

Og ef einhver vill hjálpa til að plögga megið þið alveg koppípeista þetta hérna og setja á bloggið ykkar eða senda fólki í pósti:

Heimildarmyndin Tímamót frumsýnd

Heimildarmyndin "Tímamót" verður frumsýnd í Háskólabíói sunnudaginn 15. apríl nk. Myndin fjallar um þá Guðjón, Sigurbjörn og Steinþór sem hafa búið saman á vistheimili fyrir þroskahefta í Mosfellsdal í áratugi. Þegar ákvörðun er tekin um að loka vistheimilinu tekur líf þeirra óvænta stefnu og þeir uppgötva nýjar hliðar á lífinu og sjálfum sér.

"Tímamót" markar sannkölluð tímamót í íslenskri heimildarmyndagerð. Myndin veitir áhorfendum óvænta innsýn í líf Guðjóns, Sigurbjörns og Steinþórs og fylgist með breytingum sem verða í lífi þeirra. Þeim er fylgt eftir á þriggja ára tímabili, allt frá því ákvörðun er tekin um að loka vistheimilinu og þar til þeir hafa komið sér fyrir á nýjum stað og aðlagast nýju lífi. Málefni þroskaheftra hafa tekið miklum stakkaskiptum á Íslandi á liðnum áratugum, þar sem þroskaheftir fá nú að lifa eins sjálfstæðu lífi og unnt er í eðlilegu samfélagi við aðra. "Tímamót" endurspeglar þessar breytingar vel þar sem þeir félagar sem búið hafa á einangruðu vistheimili stóran hluta ævi sinnar takast á við þær breytingar sem nýjar búsetuaðstæður og aukið sjálfstæði hefur í för með sér.

Almennar sýningar á myndinni hefjast 18. apríl nk. og verða nokkrar sýningar á henni í Háskólabíói fram til 22. apríl.

Hér má sjá stiklu fyrir myndina:Til að setja á blogg:

<object width="380" height="320"><param name="movie" value="http://www.youtube.com/v/0LqBQXwvhYI"></param><param name="wmode" value="transparent"></param><embed src="http://www.youtube.com/v/0LqBQXwvhYI" type="application/x-shockwave-flash" wmode="transparent" width="380" height="320"></embed></object>

Og hér má sjá stutt brot úr myndinni:<object width="380" height="320"><param name="movie" value="http://www.youtube.com/v/l7POY-vTw8o"></param><param name="wmode" value="transparent"></param><embed src="http://www.youtube.com/v/l7POY-vTw8o" type="application/x-shockwave-flash" wmode="transparent" width="380" height="320"></embed></object>

föstudagur, apríl 6

síblaðrandi keisaramörgæsir

Ég sá keisaramörgæsamyndina í bíó á sínum tíma og fannst hún góð, nema hvað frönsku leikararnir sem áttu að tala fyrir mörgæsirnar voru alveg óendanlega pirrandi. Þegar einhver krakkaormur byrjaði að tala fyrir nýfæddan mörgæsarunga var mér nóg boðið og langaði mest til að hunskast út. En myndin er flott þannig að ég horfði áfram (tónlist Simone var líka svo yfirmáta krúttleg að það var ekki til að bæta ástandið). Magnað að maður eins og Luc Jacquet geti gert svona magnaða mynd en reynist þegar upp er staðið hafa alveg gríðarlega vondan smekk. Og nú er búið að troða íslenskum leikurum á sándtrakkið. Kosturinn við að horfa á hana í sjónvarpi er að þá er hægt að skrúfa niður í hljóðinu. Myndin verður ekki verri fyrir það, eiginlega bara betri.

makedónska heilkenniðEf framlag Makedóníu í júróvisjón næði einhvern tímann þessum hæðum tæki ég makedónska heilkenninu fagnandi.

Esma Redzepova - Szelem Szelem

(Söngkonan, Esma, er makedónskur sígauni með tyrkneskt og serbneskt blóð í æðum, bosmamikil og skrautgjörn og á 47 fósturbörn.)

miðvikudagur, mars 28

meira um tímamót

Jæja, eitthvað er heimildarmyndin að mjakast. Núna er komið plakat, sem þessi snillingur, Gemma Torrent, bjó til fyrir okkur (og Björn M Sigurjónsson ljósmyndaði). Sumsé, plakat made in spain (smellið á það til að fá stærri útgáfu):Svo erum við búnir að senda hana út um hvippinn og hvappinn á hátíðir, meir að segja á Cannes. Fengum reyndar svar frá þeim í vikunni um að við kæmumst ekki inn þar, áttum svosem ekki beint von á því, en allt í lagi að reyna. Svo hafa sjónvarpstöðvar í Ísrael og Austurríki sýnt myndinni áhuga, þannig að þetta lítur ágætlega út enn sem komið er. Og frumsýning í bíó á næsta leyti, ekki alveg komið á hreint en ef allt gengur upp verður hún sýnd fljótlega eftir páska.

En þangað til getið þið glaðst með þeim kumpánum þegar þeir fá afhenta lyklana sína:

þriðjudagur, mars 27

thou shalt not question Stephen Fry...

"The Beatles? Were just a band.
Led Zeppelin? Just a band.
Beach Boys? Just a band..."Já, kannski bæta við að rapparinn/röflarinn heitir því fagra nafni Scroobius Pip, hljómsveitin dan le sac VS scroobius pip og þeir eru með mæspeissíðu. Scroobius myndi annars sóma sér vel í Ljótu hálfvitunum. Nei, bara, vildi plögga þeim líka... (má ég svo ekki gera vídeó fyrir ykkur, strákar? Nei, bara...)

sunnudagur, mars 25

því það er betra að elska en ekki...Já, frumsýningin á Eplum og eikum gekk frábærlega vel, smekkfullur salur og Steini leiddi áhorfendaskarann í hlátrasköllum. Leikritið enda bráðskemmtilegt og Tóta er að verða með betri leikhústónskáldum. Allavega man ég ekki eftir að hafa séð magnaðra söngatriði en Ekkisens ekki, svona í augnablikinu að minnsta kosti. Ég er búinn að sjá ansi margar æfingar og eina alvöru sýningu á þessu verki, og ég bíð alltaf spenntur eftir þessu atriði. Stanslaus gæsahúð. Samt er ég enginn aðdáandi söngleikja, svona þannig. Frumsýningarpartíið var líka skemmtilegt, pizzurnar komu á réttum tíma og allir glaðir og reifir. Ég drakk reyndar lítið og fór tiltölulega snemma heim, þurfti enda að vakna tiltölulega hress daginn eftir.

Og önnur sýning í kvöld kl. átta. Allir að drífa sig, get lofað góðri kvöldskemmtun. Og ég ætla aftur um næstu helgi. Þetta er svona skemmtilegt.

föstudagur, mars 23

feðgaspjall

Já, frumsýning í kvöld á Eplum og eikum (Epli og eikum?), byrjar kl. 8. Get lofað góðri skemmtun. Hér er smásýnishorn sem sýnir innileg og hlýleg samskipti þeirra feðga Jóhannesar og Lárusar:

þriðjudagur, mars 20

jæja, plöggJamm, frumsýning á föstudaginn. Allir að mæta. Smellið á myndina til að fá meiri upplýsingar.

sunnudagur, mars 18

hey, lloyd...

Camera Obscura er skosk hljómsveit sem hefur verið að í nokkur ár. Ég uppgötvaði þau samt ekki almenninlega fyrr en í fyrra þegar "Let's get out of this country" kom út. Og ef ég væri Lloyd Cole væri ég frekar montinn yfir því að einhver semdi svona lag til mín ("Lloyd, I'm Ready to be Heartbroken"):Sem er svar við lagi Cole "Are You Ready to be Heartbroken?":Og ef einhver vill vita meira um Camera Obscura er best að horfa á þetta:föstudagur, mars 16

spænskt popp #9

Held ég hafi verið kominn á nr. 9. Annars er svo langt síðan að ég man það ekki lengur.

Allavega, nú kemur glænýtt efni með hljómsveit sem heiti Ojos de brujo, hljómsveit frá Barcelona sem blandar m.a. saman flamenco og hipp hoppi í einn skemmtilegan graut, auk þess sem heyra má áhrif afrískrar, indverskrar og suður-amerískrar tónlistar og jafnvel má greina fleiri áhrif. Þau hafa gefið út þrjár plötur, þá nýjustu í fyrra, Techarí("techarí" þýðir frjáls á caló, tungumáli spænskra sígauna) er við sömu fjölina felld og fyrri plötur. Allavega hér eru tvö lög af þeirri plötu.

Ojos de brujo - El confort no reconforta
Ojos de brujo - Piedras vs. tanques


Plötuna má svo m.a. kaupa í Amazon, þar sem einnig má finna eldri diska þeirra. En ég vil fá þau á tónleika hingað til Íslands, takk.

Og af því við elskum youtube, þá eru hér tvö vídjó. Það fyrra, Silencio, er af nýju plötunni og það seinna, Na en la nevera, eldra lag tekið á tónleikum. Esos porros en el aire!miðvikudagur, mars 14

¡viva mexico!

Mexíkóskt popp er sætt. Hérna koma nokkur lög, bien chidos:

Zoe, aðaldæmið í dag, "No me destruyes":Julieta Venegas er drottningin:Og Kinky, ekki gleyma Kinky. Fyrst "Sister Twisted":Og svo "Canibal":

fimmtudagur, mars 8

og...

...ef Nico, já og Hildur, eru flottastar, þá fer þetta langt með að vera flottasta lagið:Og bloggið hennar Hildar þá væntanlega flottasta bloggið, allavega ansi kvótvænt (ef einhver er að leita að slíku). Verst hvað ég er alltaf sammála henni í öllu.

she's just a little tease...

Svei mér þá, ef þetta er ekki uppáhaldskonan mín í öllum heiminum:

föstudagur, mars 2

i can indulge my deep and abiding passion for all things thai...

Hér er verið að kynna til sögunnar magnaða tækninýjung:Og ef einhver er að leita að kvóthæfum bloggum þá má benda á varríus, þotustrik, baunina, parísardömuna og orðabók andskotans, plús alla aðra sem eru hérna í tenglalistanum. Bara að reyna að vera hjálplegur.

þriðjudagur, febrúar 27

fimmtudagur, febrúar 22

umræðan

Íslendingar virðast almennt halda að umræða felist í því að taka einarða afstöðu í einhverju máli og halda sig við hana hvað sem tautar og raular. Og snerta ekki á kjarna málsins með töngum, hvað þá meira. En af því maður á svo erfitt með að fylgjast ekki með, stendur maður sig að því að segja í sífellu við sjálfan sig "já, en..." og verður pirraðri og pirraðri. Þess vegna ætla ég ekki að tjá mig neitt um nein málefni sem efst eru á baugi á þessu bloggi. Allavega framyfir kosningar. Skoðanalaust blogg. Jájá.

Annars var klámumræðan afar áhugaverð, og eftir óvísindalega úttekt á kommentum á vísi.is og moggablogginu þá fór hún helst fram svona:
femínistar: klám hlutgerir konur og niðurlægir og er tengt mansali og vændi
klámistar: helvítis femínistar sem aldrei raka sig undir höndunum!

borgarstjóri: klám niðurlægir konur, þetta fólk gæti verið barnaperrar og mansalar
klámistar: helvítis femínistar sem aldrei raka sig undir höndunum!

alþingismenn: klám niðurlægir konur og tengist mansali, við viljum það ekki
klámistarr: helvítis femínistar sem aldrei raka sig undir höndunum!

bændur: klám er ógó, burt með þetta lið!
klámistar: helvítis femínistar, raka sig aldrei undir höndunum!
Já, það er þægilegt að festa sig við einn sökudólg, þá þarf ekkert að ræða málið frekar. Annars er ég að miklu leyti sammála þessu, þessu og þessu. Gott að geta linkað á aðra, þá þarf maður ekki að hafa skoðanir og ekki þarf að ræða málið frekar. Hmmm....

þriðjudagur, febrúar 20

hlaupanótan

Verð víst hlustandi vikunnar í hlaupanótunni á morgun (miðvikudag). Svona ef þið skylduð hafa áhuga. Alls staðar treður maður sér.

föstudagur, febrúar 16

1968

Mér sýnist vera hægt að kortleggja nokkurn veginn söguna með hjálp Wikipediu og YouTube. Því hef ég ákveðið að taka saman það yfirlit yfir sögu, tíðaranda, eitthvað, frá því ég fæddist og til dagsins í dag og taka eitt ár fyrir í einu. Veit ekki hvað ég endist, sjáum til. Fyrsta árið er 1968. Hvað gerðist þá í mínu lífi? Nú, ég fæddist, döh. Óhjákvæmilega verður þetta yfirlit nokkurn veginn alveg sneitt íslenskri sögu og tíðaranda nema kannski þegar nær dregur, og ansi ameríkusentrað.

Semsagt, 1968:

Mustang kom með nýjan kagga:Tiny Tim birtist í fyrsta sinn í sjónvarpi, í Tonight Show:Ritchie Blackmore úr Deep Purple kenndi Hugh Hefner á gítar:og svo tóku Deep Purple Hush:Eric Clapton spjallar um gítarspil:Elvis átti kombakk, sjónvarpað í beinni (úr Elvis Presly Comeback Special). Flottur!og söng um blá jól við sama tækifæri:
Bítlarnir gáfu út hvíta albúmið og skruppu til Indlands:
Og Tom Jones söng um dílölu:Spánn vann júróvisjón, bretar eru enn fúlir yfir því að sör Cliff varð í 2. sæti:og Dusty Springfield söng um prestsyni:Og Bee Gees voru ekki enn komnir í diskógallann (en Barry Gibb strax farinn að tippexa tennurnar):og Carpenters komu í fyrsta sinn fram í sjónvarpi. Ég ætla ekki að segja neitt um Karen.Og snemmbær útgáfa af Space Oddity frá David Bowie frá 1968. Kom held ég út á plötu ári seinna.Jimi Hendrix gaf út Electric Ladyland, en er hér að gutla í einhverju partíi sumarið '68Johnny Cash gaf út Folsom Prison Blues, þetta er reyndar ekki frá þeim tónleikum, en samt...Krakkarnir horfðu á bleika pardusinn:og Tomma og Jenna:Peter Sellers lék indverja í The Party:Og sombíar fengu uppreisn æru í Night of the Living Dead:Charlton Heston bölvaði heimsku jarðarbúa í Planet of the Apes:
If... setti allt á annan endann í Bretlandi:Og Steve McQueen í stuði í Bullitt:Kubrick frumsýndi 2001:og atriði úr myndinni:Jane Fonda var ekki enn búin að finna femínistann í sér:Og Brigitte Bardot ekki enn orðin græn:Dustin Hoffman hitti frú Robinson:Menn höfðu miklar áhyggjur af eiturlyfjabölinu:Manchester United vann Benfica í Evrópukeppni meistaraliða:og Bob Beamon setti frægt heimsmet í Mexíkóborg:10 dögum áður hafði mexíkóski herinn murkað lífið úr fjölda háskólastúdenta í Tlatelolco:París var auðvitað aðalmálið í maí þetta ár:Ungir amríkanar fóru til Víetnam:þar sem bandaríkjamenn voru alltaf alveg við það að vinna stríðið. Vantaði bara herslumuninn. Alveg satt:

"Do they know about Martin Luther King?" Robert F. Kennedy heldur ræðu 4. apríl í Indianapolis, þar sem hann tilkynnir um morðið á Martin Luther King. Hann var sjálfur myrtur tveimur mánuðum síðar.:Nixon var í framboði fyrir Repúblikana og vann, helvískur:og sovétmenn skutu tékkneska vorið í kaf:Apollo 8 flakkaði í kringum tunglið og sendi þetta út á aðfangadag, 1968:


Þetta var nú svona það helsta.