mánudagur, janúar 8

hurtadillasVar eiginlega búinn að gleyma að þetta væri til. Nefnilega gerði stuttmynd einu sinni sem hét Hurtadillas. Og beit það í mig að ekki nóg með að skrifa handrit og leikstýra skyldi ég líka semja tónlistina. Fékk lánaða kennslubók í hljómsveitarútsetningu hjá Heimi vini mínum og páraði niður einhvern mínímalískan óskapnað fyrir strengjakvartett, nokkurra ára streð í tónfræði kom að ágætum notum. En þar sem illa gekk að finna í tæka tíð strengjakvartett sem héldi nokkurn veginn lagi þurfti að útunga þessu með sampler. Fyrir vikið er skemmtarahljómurinn talsverður og þurfti að einfalda skorið mikið og taka út alla þessa fínu effekta sem ég hafði ætlað að þræla hljóðfæraleikurunum til að framkvæma (þetta átti að vera svona svolítið draugalegt og grúví). Þetta rifjaðist eitthvað upp fyrir mér í gær, kannski ég láti flakka hérna skásta "lagið", þ.e. það eina sem hægt er að kalla "lag", enda spilað yfir kreditlistanum í lokin. Þetta er blessunarlega stutt. Hlífi ykkur við stuttmyndinni.

Theme from Hurtadillas.

Engin ummæli: