þriðjudagur, janúar 30

á laugardaginn verð ég 495 kr fátækari

Já, ekki félegt. Leti, andleysi og ofvirkni ytri tilveru veldur fálæti í bloggskrifum. Og þegar loks er pundað á lyklaborð er það um júróvisjón.

Ég horfði svona með öðru auga á síðustu tvö kvöld, aðallega af því að ég er með masókískan fetish fyrir aulahrolli. Leyfði svo syni mínum að kjósa Richard Scobie af því að kennarinn hans söng bakraddir. En nú er ljóst að ég kýs eins og vitlaus maður næsta laugardag. Besta íslenska júróvisjónlagið ever er nefnilega komið fram. Doktorinn á helvítis keppnina, fyrsta íslenska júróvisjónlagið sem hljómar eins og lag en ekki gaul. Segi og skrifa. Ef þetta vinnur ekki og fer til Helsinki þá bara... læt ég Lordi éta ykkur öll. Efast reyndar ekki um að það er fullt af plebbum sem finnst rosa sniðugt að senda Eirík Hauksson eða Friðrik Ómar. Allavega spandéra ég öllum mínum atkvæðum á þessa snilld. Ég veit að Trausti á sína aðdáendur þarna úti, en sorrý, þetta ber bara höfuð, herðar og hupp yfir öll önnur lög í blessaðri keppninni. Allavega, hér er það, ekki lítill Belle & Sebastian keimur (sem er hreint ekki verra):

Dr. Gunni - Ég og heilinn minn

11 ummæli:

Grímsi sagði...

Þetta með B&S er náttúrlega útpælt, fullreiknað og þrælhugsað, dottore setti þau nefnilega í efsta sæti árslistans 2006. Katsí eðalpopp.

Grímsi sagði...

Og takk fyrir Jæjuna, var að reka einglirnið (eða einglyrnið eins og stendur alltaf í Tinna) í toppskattinn!

baun sagði...

sætt og katsí lag og Heiða er ofurkrútt:)

Ásta sagði...

Það var mikið. Loksins alvöru glaðlegur og vel saminn poppsmellur. Ég var að verða úrkula vonar með þessa keppni.

Varríus sagði...

Er þetta gott? Er þetta vel samið?

Hef reyndar ekki heyrt nett af keppinautunum, en er ekki óttalegur b-hliðarbragur á þessu?

GummiE sagði...

Iss, það er ekkert að marka þig. Þér finnst Queen skemmtileg hljómsveit.

En svona að öllu gamni slepptu, hvort popplag er vel samið eða ekki er kannski smekksatriði, en 1. þetta hljómar eins og ágætis popplag, ekki júróvisjónslagari og 2. þetta er afar grípandi (prófaðu að hlusta á það tvisvar og þrisvar og sjáðu hvernig þér gengur að hreinsa það úr kollinum).

Öll lögin sem ég hef heyrt hingað til í keppninni bera þennan júróvisjónslagarhljóm. Ekki þetta, sem er stór kostur.

GummiE sagði...

Og jú, vissulega b-hliðarkeimur. Gunni hefur samið miklu betri lög en þetta. En miðað við rest...

Varríus sagði...

Að fíla ekki Queen er að fíla ekki lífið!

(og þá meina ég að sjálfsögðu til og með The Game, að frátöldu Another one Bites the dust sem allir vita að er sálarlaust diskólag)

GummiE sagði...

Ashes to Ashes er reyndar fínt, en þá fá þeir líka almenninlegan söngvara til að syngja.

bibbi sagði...

Ekki dissa kvín!

Hins vegar finnst mér doktorinn oft hafa ger betur.. En þetta er yfirburða lag í þessu andleysi sem júró er.. sem segir einmitt ansi margt, að góður tónlistarmaður geti samið svona þokkalegt lag og það hljómar eins og álfanna verk við hliðina á hinum óbjóðnum..

GummiE sagði...

Alveg rétt. Stóra spurningin er þó þessi: hvenær ætlar þú og/eða ljótu hálfvitarnir að vera með?