þriðjudagur, febrúar 27

fimmtudagur, febrúar 22

umræðan

Íslendingar virðast almennt halda að umræða felist í því að taka einarða afstöðu í einhverju máli og halda sig við hana hvað sem tautar og raular. Og snerta ekki á kjarna málsins með töngum, hvað þá meira. En af því maður á svo erfitt með að fylgjast ekki með, stendur maður sig að því að segja í sífellu við sjálfan sig "já, en..." og verður pirraðri og pirraðri. Þess vegna ætla ég ekki að tjá mig neitt um nein málefni sem efst eru á baugi á þessu bloggi. Allavega framyfir kosningar. Skoðanalaust blogg. Jájá.

Annars var klámumræðan afar áhugaverð, og eftir óvísindalega úttekt á kommentum á vísi.is og moggablogginu þá fór hún helst fram svona:
femínistar: klám hlutgerir konur og niðurlægir og er tengt mansali og vændi
klámistar: helvítis femínistar sem aldrei raka sig undir höndunum!

borgarstjóri: klám niðurlægir konur, þetta fólk gæti verið barnaperrar og mansalar
klámistar: helvítis femínistar sem aldrei raka sig undir höndunum!

alþingismenn: klám niðurlægir konur og tengist mansali, við viljum það ekki
klámistarr: helvítis femínistar sem aldrei raka sig undir höndunum!

bændur: klám er ógó, burt með þetta lið!
klámistar: helvítis femínistar, raka sig aldrei undir höndunum!
Já, það er þægilegt að festa sig við einn sökudólg, þá þarf ekkert að ræða málið frekar. Annars er ég að miklu leyti sammála þessu, þessu og þessu. Gott að geta linkað á aðra, þá þarf maður ekki að hafa skoðanir og ekki þarf að ræða málið frekar. Hmmm....

þriðjudagur, febrúar 20

hlaupanótan

Verð víst hlustandi vikunnar í hlaupanótunni á morgun (miðvikudag). Svona ef þið skylduð hafa áhuga. Alls staðar treður maður sér.

föstudagur, febrúar 16

1968

Mér sýnist vera hægt að kortleggja nokkurn veginn söguna með hjálp Wikipediu og YouTube. Því hef ég ákveðið að taka saman það yfirlit yfir sögu, tíðaranda, eitthvað, frá því ég fæddist og til dagsins í dag og taka eitt ár fyrir í einu. Veit ekki hvað ég endist, sjáum til. Fyrsta árið er 1968. Hvað gerðist þá í mínu lífi? Nú, ég fæddist, döh. Óhjákvæmilega verður þetta yfirlit nokkurn veginn alveg sneitt íslenskri sögu og tíðaranda nema kannski þegar nær dregur, og ansi ameríkusentrað.

Semsagt, 1968:

Mustang kom með nýjan kagga:Tiny Tim birtist í fyrsta sinn í sjónvarpi, í Tonight Show:Ritchie Blackmore úr Deep Purple kenndi Hugh Hefner á gítar:og svo tóku Deep Purple Hush:Eric Clapton spjallar um gítarspil:Elvis átti kombakk, sjónvarpað í beinni (úr Elvis Presly Comeback Special). Flottur!og söng um blá jól við sama tækifæri:
Bítlarnir gáfu út hvíta albúmið og skruppu til Indlands:
Og Tom Jones söng um dílölu:Spánn vann júróvisjón, bretar eru enn fúlir yfir því að sör Cliff varð í 2. sæti:og Dusty Springfield söng um prestsyni:Og Bee Gees voru ekki enn komnir í diskógallann (en Barry Gibb strax farinn að tippexa tennurnar):og Carpenters komu í fyrsta sinn fram í sjónvarpi. Ég ætla ekki að segja neitt um Karen.Og snemmbær útgáfa af Space Oddity frá David Bowie frá 1968. Kom held ég út á plötu ári seinna.Jimi Hendrix gaf út Electric Ladyland, en er hér að gutla í einhverju partíi sumarið '68Johnny Cash gaf út Folsom Prison Blues, þetta er reyndar ekki frá þeim tónleikum, en samt...Krakkarnir horfðu á bleika pardusinn:og Tomma og Jenna:Peter Sellers lék indverja í The Party:Og sombíar fengu uppreisn æru í Night of the Living Dead:Charlton Heston bölvaði heimsku jarðarbúa í Planet of the Apes:
If... setti allt á annan endann í Bretlandi:Og Steve McQueen í stuði í Bullitt:Kubrick frumsýndi 2001:og atriði úr myndinni:Jane Fonda var ekki enn búin að finna femínistann í sér:Og Brigitte Bardot ekki enn orðin græn:Dustin Hoffman hitti frú Robinson:Menn höfðu miklar áhyggjur af eiturlyfjabölinu:Manchester United vann Benfica í Evrópukeppni meistaraliða:og Bob Beamon setti frægt heimsmet í Mexíkóborg:10 dögum áður hafði mexíkóski herinn murkað lífið úr fjölda háskólastúdenta í Tlatelolco:París var auðvitað aðalmálið í maí þetta ár:Ungir amríkanar fóru til Víetnam:þar sem bandaríkjamenn voru alltaf alveg við það að vinna stríðið. Vantaði bara herslumuninn. Alveg satt:

"Do they know about Martin Luther King?" Robert F. Kennedy heldur ræðu 4. apríl í Indianapolis, þar sem hann tilkynnir um morðið á Martin Luther King. Hann var sjálfur myrtur tveimur mánuðum síðar.:Nixon var í framboði fyrir Repúblikana og vann, helvískur:og sovétmenn skutu tékkneska vorið í kaf:Apollo 8 flakkaði í kringum tunglið og sendi þetta út á aðfangadag, 1968:


Þetta var nú svona það helsta.

þriðjudagur, febrúar 13

spíttmetal, englaraddir og dauðastjörnur


Mússík og aftur mússík. Til að hrista af okkur júróvisjónhroðann er vert að vísa hér í það svalasta sem ég hef fundið það sem af er árinu. Marnie Stern er nújorkmær sem fer fimum spíttmetalfingrum um gítarinn sinn og býr til mikinn hávaða, en syngur svo eins og engill. Ringo Deathstar teljast til þeirra Texasbúa sem myndu teljast aufúsugestir á hvurju heimili, andlegir bræður Singapore Sling og bara ansi hreint (eða kannski ekki svo) glaðir í sinni.

(Varúð: Hávaði)

Marnie Stern - Every Single Line Means Something
(heimasíða | mínusvæðing)

Ringo Deathstar - Some Kind of Sad
(mínusvæðing)

miðvikudagur, febrúar 7