föstudagur, febrúar 16

1968

Mér sýnist vera hægt að kortleggja nokkurn veginn söguna með hjálp Wikipediu og YouTube. Því hef ég ákveðið að taka saman það yfirlit yfir sögu, tíðaranda, eitthvað, frá því ég fæddist og til dagsins í dag og taka eitt ár fyrir í einu. Veit ekki hvað ég endist, sjáum til. Fyrsta árið er 1968. Hvað gerðist þá í mínu lífi? Nú, ég fæddist, döh. Óhjákvæmilega verður þetta yfirlit nokkurn veginn alveg sneitt íslenskri sögu og tíðaranda nema kannski þegar nær dregur, og ansi ameríkusentrað.

Semsagt, 1968:

Mustang kom með nýjan kagga:Tiny Tim birtist í fyrsta sinn í sjónvarpi, í Tonight Show:Ritchie Blackmore úr Deep Purple kenndi Hugh Hefner á gítar:og svo tóku Deep Purple Hush:Eric Clapton spjallar um gítarspil:Elvis átti kombakk, sjónvarpað í beinni (úr Elvis Presly Comeback Special). Flottur!og söng um blá jól við sama tækifæri:
Bítlarnir gáfu út hvíta albúmið og skruppu til Indlands:
Og Tom Jones söng um dílölu:Spánn vann júróvisjón, bretar eru enn fúlir yfir því að sör Cliff varð í 2. sæti:og Dusty Springfield söng um prestsyni:Og Bee Gees voru ekki enn komnir í diskógallann (en Barry Gibb strax farinn að tippexa tennurnar):og Carpenters komu í fyrsta sinn fram í sjónvarpi. Ég ætla ekki að segja neitt um Karen.Og snemmbær útgáfa af Space Oddity frá David Bowie frá 1968. Kom held ég út á plötu ári seinna.Jimi Hendrix gaf út Electric Ladyland, en er hér að gutla í einhverju partíi sumarið '68Johnny Cash gaf út Folsom Prison Blues, þetta er reyndar ekki frá þeim tónleikum, en samt...Krakkarnir horfðu á bleika pardusinn:og Tomma og Jenna:Peter Sellers lék indverja í The Party:Og sombíar fengu uppreisn æru í Night of the Living Dead:Charlton Heston bölvaði heimsku jarðarbúa í Planet of the Apes:
If... setti allt á annan endann í Bretlandi:Og Steve McQueen í stuði í Bullitt:Kubrick frumsýndi 2001:og atriði úr myndinni:Jane Fonda var ekki enn búin að finna femínistann í sér:Og Brigitte Bardot ekki enn orðin græn:Dustin Hoffman hitti frú Robinson:Menn höfðu miklar áhyggjur af eiturlyfjabölinu:Manchester United vann Benfica í Evrópukeppni meistaraliða:og Bob Beamon setti frægt heimsmet í Mexíkóborg:10 dögum áður hafði mexíkóski herinn murkað lífið úr fjölda háskólastúdenta í Tlatelolco:París var auðvitað aðalmálið í maí þetta ár:Ungir amríkanar fóru til Víetnam:þar sem bandaríkjamenn voru alltaf alveg við það að vinna stríðið. Vantaði bara herslumuninn. Alveg satt:

"Do they know about Martin Luther King?" Robert F. Kennedy heldur ræðu 4. apríl í Indianapolis, þar sem hann tilkynnir um morðið á Martin Luther King. Hann var sjálfur myrtur tveimur mánuðum síðar.:Nixon var í framboði fyrir Repúblikana og vann, helvískur:og sovétmenn skutu tékkneska vorið í kaf:Apollo 8 flakkaði í kringum tunglið og sendi þetta út á aðfangadag, 1968:


Þetta var nú svona það helsta.

5 ummæli:

P sagði...

Gaman að þessu. Ég er sorgmædd eftir að horfa á myndbandið um París. Af hverju erum við orðin svona þæg? Af hverju verðum við aldrei vör við mótmæli í Cannes, bara allt svo glansandi og fínt og allir láta eins og allt sé í stakasta lagi? Er allt í stakasta lagi?

ghostdogjr sagði...

tres cool. nu skil eg loksins hversvegna eg keypti mustang (reyndar '73 en ekki '68)....

baun sagði...

frábær myndbönd...verð að segja að Karen Carpenter var ógó töff á trommunum og hreint yndislegt var að rifja upp gömul kynni af Barbarellu (sá þessa mynd sem krakki og er ennþá hrædd við dúkkur)

Sólveig G. sagði...

Skemmtileg upprifjun. Síðan ég sá Barbarellu fyrir laaaangalöngu hef ég sífellt brotið heilann um hvort englar komi úr eggjum. Mér finnst það líklegt.

Harpa J sagði...

Skemmtilegt safn hjá þér.