þriðjudagur, febrúar 13

spíttmetal, englaraddir og dauðastjörnur


Mússík og aftur mússík. Til að hrista af okkur júróvisjónhroðann er vert að vísa hér í það svalasta sem ég hef fundið það sem af er árinu. Marnie Stern er nújorkmær sem fer fimum spíttmetalfingrum um gítarinn sinn og býr til mikinn hávaða, en syngur svo eins og engill. Ringo Deathstar teljast til þeirra Texasbúa sem myndu teljast aufúsugestir á hvurju heimili, andlegir bræður Singapore Sling og bara ansi hreint (eða kannski ekki svo) glaðir í sinni.

(Varúð: Hávaði)

Marnie Stern - Every Single Line Means Something
(heimasíða | mínusvæðing)

Ringo Deathstar - Some Kind of Sad
(mínusvæðing)

Engin ummæli: