fimmtudagur, febrúar 22

umræðan

Íslendingar virðast almennt halda að umræða felist í því að taka einarða afstöðu í einhverju máli og halda sig við hana hvað sem tautar og raular. Og snerta ekki á kjarna málsins með töngum, hvað þá meira. En af því maður á svo erfitt með að fylgjast ekki með, stendur maður sig að því að segja í sífellu við sjálfan sig "já, en..." og verður pirraðri og pirraðri. Þess vegna ætla ég ekki að tjá mig neitt um nein málefni sem efst eru á baugi á þessu bloggi. Allavega framyfir kosningar. Skoðanalaust blogg. Jájá.

Annars var klámumræðan afar áhugaverð, og eftir óvísindalega úttekt á kommentum á vísi.is og moggablogginu þá fór hún helst fram svona:
femínistar: klám hlutgerir konur og niðurlægir og er tengt mansali og vændi
klámistar: helvítis femínistar sem aldrei raka sig undir höndunum!

borgarstjóri: klám niðurlægir konur, þetta fólk gæti verið barnaperrar og mansalar
klámistar: helvítis femínistar sem aldrei raka sig undir höndunum!

alþingismenn: klám niðurlægir konur og tengist mansali, við viljum það ekki
klámistarr: helvítis femínistar sem aldrei raka sig undir höndunum!

bændur: klám er ógó, burt með þetta lið!
klámistar: helvítis femínistar, raka sig aldrei undir höndunum!
Já, það er þægilegt að festa sig við einn sökudólg, þá þarf ekkert að ræða málið frekar. Annars er ég að miklu leyti sammála þessu, þessu og þessu. Gott að geta linkað á aðra, þá þarf maður ekki að hafa skoðanir og ekki þarf að ræða málið frekar. Hmmm....

2 ummæli:

Ásta sagði...

Á minni skrifstofu eru gáfumennirnir búnir að ákveða að kjarni málsins hljóti að snúast um það hvaða myndir eru sýndar í kapalkerfum hótelsins. Svona fyrst þeim tókst ekki að espa upp feministann.

Sigga sagði...

Hahaha, úttekt þín á umræðunni er miklu skemmtilegri en umræðan sjálf.
Ég var bara orðin hálf þunglynd af þessari vitleysu og rökleysu og rugli í andfemínistum/klámistum.