miðvikudagur, mars 28

meira um tímamót

Jæja, eitthvað er heimildarmyndin að mjakast. Núna er komið plakat, sem þessi snillingur, Gemma Torrent, bjó til fyrir okkur (og Björn M Sigurjónsson ljósmyndaði). Sumsé, plakat made in spain (smellið á það til að fá stærri útgáfu):Svo erum við búnir að senda hana út um hvippinn og hvappinn á hátíðir, meir að segja á Cannes. Fengum reyndar svar frá þeim í vikunni um að við kæmumst ekki inn þar, áttum svosem ekki beint von á því, en allt í lagi að reyna. Svo hafa sjónvarpstöðvar í Ísrael og Austurríki sýnt myndinni áhuga, þannig að þetta lítur ágætlega út enn sem komið er. Og frumsýning í bíó á næsta leyti, ekki alveg komið á hreint en ef allt gengur upp verður hún sýnd fljótlega eftir páska.

En þangað til getið þið glaðst með þeim kumpánum þegar þeir fá afhenta lyklana sína:

þriðjudagur, mars 27

thou shalt not question Stephen Fry...

"The Beatles? Were just a band.
Led Zeppelin? Just a band.
Beach Boys? Just a band..."Já, kannski bæta við að rapparinn/röflarinn heitir því fagra nafni Scroobius Pip, hljómsveitin dan le sac VS scroobius pip og þeir eru með mæspeissíðu. Scroobius myndi annars sóma sér vel í Ljótu hálfvitunum. Nei, bara, vildi plögga þeim líka... (má ég svo ekki gera vídeó fyrir ykkur, strákar? Nei, bara...)

sunnudagur, mars 25

því það er betra að elska en ekki...Já, frumsýningin á Eplum og eikum gekk frábærlega vel, smekkfullur salur og Steini leiddi áhorfendaskarann í hlátrasköllum. Leikritið enda bráðskemmtilegt og Tóta er að verða með betri leikhústónskáldum. Allavega man ég ekki eftir að hafa séð magnaðra söngatriði en Ekkisens ekki, svona í augnablikinu að minnsta kosti. Ég er búinn að sjá ansi margar æfingar og eina alvöru sýningu á þessu verki, og ég bíð alltaf spenntur eftir þessu atriði. Stanslaus gæsahúð. Samt er ég enginn aðdáandi söngleikja, svona þannig. Frumsýningarpartíið var líka skemmtilegt, pizzurnar komu á réttum tíma og allir glaðir og reifir. Ég drakk reyndar lítið og fór tiltölulega snemma heim, þurfti enda að vakna tiltölulega hress daginn eftir.

Og önnur sýning í kvöld kl. átta. Allir að drífa sig, get lofað góðri kvöldskemmtun. Og ég ætla aftur um næstu helgi. Þetta er svona skemmtilegt.

föstudagur, mars 23

feðgaspjall

Já, frumsýning í kvöld á Eplum og eikum (Epli og eikum?), byrjar kl. 8. Get lofað góðri skemmtun. Hér er smásýnishorn sem sýnir innileg og hlýleg samskipti þeirra feðga Jóhannesar og Lárusar:

þriðjudagur, mars 20

jæja, plöggJamm, frumsýning á föstudaginn. Allir að mæta. Smellið á myndina til að fá meiri upplýsingar.

sunnudagur, mars 18

hey, lloyd...

Camera Obscura er skosk hljómsveit sem hefur verið að í nokkur ár. Ég uppgötvaði þau samt ekki almenninlega fyrr en í fyrra þegar "Let's get out of this country" kom út. Og ef ég væri Lloyd Cole væri ég frekar montinn yfir því að einhver semdi svona lag til mín ("Lloyd, I'm Ready to be Heartbroken"):Sem er svar við lagi Cole "Are You Ready to be Heartbroken?":Og ef einhver vill vita meira um Camera Obscura er best að horfa á þetta:föstudagur, mars 16

spænskt popp #9

Held ég hafi verið kominn á nr. 9. Annars er svo langt síðan að ég man það ekki lengur.

Allavega, nú kemur glænýtt efni með hljómsveit sem heiti Ojos de brujo, hljómsveit frá Barcelona sem blandar m.a. saman flamenco og hipp hoppi í einn skemmtilegan graut, auk þess sem heyra má áhrif afrískrar, indverskrar og suður-amerískrar tónlistar og jafnvel má greina fleiri áhrif. Þau hafa gefið út þrjár plötur, þá nýjustu í fyrra, Techarí("techarí" þýðir frjáls á caló, tungumáli spænskra sígauna) er við sömu fjölina felld og fyrri plötur. Allavega hér eru tvö lög af þeirri plötu.

Ojos de brujo - El confort no reconforta
Ojos de brujo - Piedras vs. tanques


Plötuna má svo m.a. kaupa í Amazon, þar sem einnig má finna eldri diska þeirra. En ég vil fá þau á tónleika hingað til Íslands, takk.

Og af því við elskum youtube, þá eru hér tvö vídjó. Það fyrra, Silencio, er af nýju plötunni og það seinna, Na en la nevera, eldra lag tekið á tónleikum. Esos porros en el aire!miðvikudagur, mars 14

¡viva mexico!

Mexíkóskt popp er sætt. Hérna koma nokkur lög, bien chidos:

Zoe, aðaldæmið í dag, "No me destruyes":Julieta Venegas er drottningin:Og Kinky, ekki gleyma Kinky. Fyrst "Sister Twisted":Og svo "Canibal":

fimmtudagur, mars 8

og...

...ef Nico, já og Hildur, eru flottastar, þá fer þetta langt með að vera flottasta lagið:Og bloggið hennar Hildar þá væntanlega flottasta bloggið, allavega ansi kvótvænt (ef einhver er að leita að slíku). Verst hvað ég er alltaf sammála henni í öllu.

she's just a little tease...

Svei mér þá, ef þetta er ekki uppáhaldskonan mín í öllum heiminum:

föstudagur, mars 2

i can indulge my deep and abiding passion for all things thai...

Hér er verið að kynna til sögunnar magnaða tækninýjung:Og ef einhver er að leita að kvóthæfum bloggum þá má benda á varríus, þotustrik, baunina, parísardömuna og orðabók andskotans, plús alla aðra sem eru hérna í tenglalistanum. Bara að reyna að vera hjálplegur.