sunnudagur, mars 25

því það er betra að elska en ekki...Já, frumsýningin á Eplum og eikum gekk frábærlega vel, smekkfullur salur og Steini leiddi áhorfendaskarann í hlátrasköllum. Leikritið enda bráðskemmtilegt og Tóta er að verða með betri leikhústónskáldum. Allavega man ég ekki eftir að hafa séð magnaðra söngatriði en Ekkisens ekki, svona í augnablikinu að minnsta kosti. Ég er búinn að sjá ansi margar æfingar og eina alvöru sýningu á þessu verki, og ég bíð alltaf spenntur eftir þessu atriði. Stanslaus gæsahúð. Samt er ég enginn aðdáandi söngleikja, svona þannig. Frumsýningarpartíið var líka skemmtilegt, pizzurnar komu á réttum tíma og allir glaðir og reifir. Ég drakk reyndar lítið og fór tiltölulega snemma heim, þurfti enda að vakna tiltölulega hress daginn eftir.

Og önnur sýning í kvöld kl. átta. Allir að drífa sig, get lofað góðri kvöldskemmtun. Og ég ætla aftur um næstu helgi. Þetta er svona skemmtilegt.

5 ummæli:

Kristín í París sagði...

Þarf að panta miða eða er nóg að mæta bara?

GummiE sagði...

Það er vissara að panta miða, allavega tékka á hugleikur.is hvort það sé nokkuð uppselt.

Grímsi sagði...

Hvað þarf maður að bíða lengi eftir árinu 1970? Um 1969 spyr ég ekki, það ár var að mestu óþarfi.

GummiE sagði...

Tja, tja, tja. Var búinn að safna saman um 60 klippum á YouTube frá 1960. Sá svo um daginn að búið var að hreinsa út a.m.k. helminginn. Bölvaður höfundarréttur alltaf hreint. Kannski bráðum.

GummiE sagði...

...frá 1969...