miðvikudagur, mars 28

meira um tímamót

Jæja, eitthvað er heimildarmyndin að mjakast. Núna er komið plakat, sem þessi snillingur, Gemma Torrent, bjó til fyrir okkur (og Björn M Sigurjónsson ljósmyndaði). Sumsé, plakat made in spain (smellið á það til að fá stærri útgáfu):Svo erum við búnir að senda hana út um hvippinn og hvappinn á hátíðir, meir að segja á Cannes. Fengum reyndar svar frá þeim í vikunni um að við kæmumst ekki inn þar, áttum svosem ekki beint von á því, en allt í lagi að reyna. Svo hafa sjónvarpstöðvar í Ísrael og Austurríki sýnt myndinni áhuga, þannig að þetta lítur ágætlega út enn sem komið er. Og frumsýning í bíó á næsta leyti, ekki alveg komið á hreint en ef allt gengur upp verður hún sýnd fljótlega eftir páska.

En þangað til getið þið glaðst með þeim kumpánum þegar þeir fá afhenta lyklana sína:

6 ummæli:

Grímsi sagði...

Vei, vei, vei! Fórum í bíó og svo ÖLL í bakaríið!

Kristín í París sagði...

Yndislegt.

Stúlka sagði...

Tengo muchas ganas de ver el documental (subtitulado se entiende), parece de lo más interesante. Felicidades y suerte!

hronnsa sagði...

til lykke min ven

baun sagði...

líst vel á þetta:)

til hamingju!

Sigga sagði...

Æðislegt, hlakka mikið til að sjá myndina.