föstudagur, mars 16

spænskt popp #9

Held ég hafi verið kominn á nr. 9. Annars er svo langt síðan að ég man það ekki lengur.

Allavega, nú kemur glænýtt efni með hljómsveit sem heiti Ojos de brujo, hljómsveit frá Barcelona sem blandar m.a. saman flamenco og hipp hoppi í einn skemmtilegan graut, auk þess sem heyra má áhrif afrískrar, indverskrar og suður-amerískrar tónlistar og jafnvel má greina fleiri áhrif. Þau hafa gefið út þrjár plötur, þá nýjustu í fyrra, Techarí("techarí" þýðir frjáls á caló, tungumáli spænskra sígauna) er við sömu fjölina felld og fyrri plötur. Allavega hér eru tvö lög af þeirri plötu.

Ojos de brujo - El confort no reconforta
Ojos de brujo - Piedras vs. tanques


Plötuna má svo m.a. kaupa í Amazon, þar sem einnig má finna eldri diska þeirra. En ég vil fá þau á tónleika hingað til Íslands, takk.

Og af því við elskum youtube, þá eru hér tvö vídjó. Það fyrra, Silencio, er af nýju plötunni og það seinna, Na en la nevera, eldra lag tekið á tónleikum. Esos porros en el aire!1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ég hef soldið gaman af þeim. Keypti "Barrí" um daginn. Spánverjarnir sem ég þekki kunna margir textana af þeirri plötu utan að.
Þórarinn
www.totil.com