sunnudagur, apríl 29

pitagora suicchi

Tvær myndir af pitagora suicchi, fundnar hjá ljótu hálfvitunum. Varúð, ánetjandi. Og lagið getur drepið mestu karlmenni:

Þessar snilldarvélar eru upprunnar í japönsku barnaþáttunum Pitagora Suicchi. Í þeim þáttum birtast einnig tvíeykið Itsumo Kokokara og gera algrímsæfingar (eða arugorizumu taiso), ýmist einir sér eða í fleiru lagi:Önnur útfærsla:
http://www.youtube.com/watch?v=_UdLyHT_ppE

Og enn önnur:
http://www.youtube.com/watch?v=PjloZSoYpLc

Og hér með aðstoð japanska rannsóknarteymisins á Suðurpólnum:

http://www.youtube.com/watch?v=f2TIYbQJv-0

Og hér fá þeir kumpánar nokkrar ninjur sér til aðstoðar:Af hverju er barnaefni á Íslandi ekki meira svona?

laugardagur, apríl 28

björgum rósenbergRósenberg var góður staður. Er góður staður. Kannski var ég ekki eins mikill fastagestur og sumir vinir mínir, en þarna var gott andrúmsloft, fólk í góðu skapi og mikið um lifandi tónlist, allskonar tónlist. Djass- og blúshundar borgarinnar spiluðu þarna nánast í hverri viku og ýmsar grasrótarhljómsveitir hófu feril sinn á þessum stað. Ég hvet alla til að mæta á styrktartónleika Rósenbergs í Loftkastalanum um helgina. Og hripa nafn sitt undir áskorunina.

föstudagur, apríl 27

I know 80 cows by their udders...

Og talandi um heimildarmyndir, þá er þessi hér eitthvað sem hann Bibbi litli hálfviti hefði gaman að. Og ég líka ef út í það er farið:(Myndin heitir Full Metal Village)

fimmtudagur, apríl 26

Gagnrýni

Það á víst að sýna myndina eitthvað áfram, líklega til mánaðamóta. Þannig að nú er bara að drífa sig... Ef þið vitið ekki um hvað ég er að tala eru meiri upplýsingar hér, og hérna eru þær umsagnir sem hafa (okkur vitanlega) birst:

Snæbjörn Valdimarsson, Morgunblaðinu
Ólafur H. Torfason, Rás 2
Hulda Geirsdóttir, Rás 2
Loftur Ingi Bjarnason, topp5.is
Viddi Eggerts
Syneta

(ef einhver veit um fleiri umsagnir setjið það þá endilega í kommentin)

sunnudagur, apríl 22

síðasti sýningardagur

Jamm, síðustu forvöð til að sjá heimildarmyndina Tímamót eru í kvöld. Held hún sé sýnd kl. 6 og 8. Best væri að fara kl. 6 og mæta síðan í Þjóðleikhúskjallarann á einþáttungadagskrá Hugleiks kl 9.

Ég er víst að ljúga, allavega er myndin auglýst í Mogganum í dag. Þannig að eitthvað verður hún sýnd áfram. En ekki veit ég hvað það stendur lengi svo það er eins gott að drífa sig...

fimmtudagur, apríl 19

frumsýning að baki

Jæja, frumsýningin að baki og hún gekk sirka svona (get ekki lýst því betur). Og ekki er hægt að kvarta yfir viðbrögðunum: mogginn ánægður og viddi ánægður. Og núna standa yfir sýningar í Háskólabíói fram á sunnudag, allir að drífa sig, ólíklegt að hún verði sýnd eitthvað lengur.

Spurningin er bara: hvað geri ég á þessu bloggi þegar ég hef ekki neitt lengur til að plögga?

föstudagur, apríl 13

Frumsýning

Jæja, bilað að gera að undirbúa frumsýningu: prenta, senda, plögga, bögga og vera almennt eins uppáþrengjandi og hægt er. Hérna getið séð afraksturinn í Kastljósinu (þegar Gummi Steing og Illugi eru búnir að blaðra) og svo heyrt hann á Rás 2 í morgun (ca. um miðjan þátt).

Og ef einhver vill hjálpa til að plögga megið þið alveg koppípeista þetta hérna og setja á bloggið ykkar eða senda fólki í pósti:

Heimildarmyndin Tímamót frumsýnd

Heimildarmyndin "Tímamót" verður frumsýnd í Háskólabíói sunnudaginn 15. apríl nk. Myndin fjallar um þá Guðjón, Sigurbjörn og Steinþór sem hafa búið saman á vistheimili fyrir þroskahefta í Mosfellsdal í áratugi. Þegar ákvörðun er tekin um að loka vistheimilinu tekur líf þeirra óvænta stefnu og þeir uppgötva nýjar hliðar á lífinu og sjálfum sér.

"Tímamót" markar sannkölluð tímamót í íslenskri heimildarmyndagerð. Myndin veitir áhorfendum óvænta innsýn í líf Guðjóns, Sigurbjörns og Steinþórs og fylgist með breytingum sem verða í lífi þeirra. Þeim er fylgt eftir á þriggja ára tímabili, allt frá því ákvörðun er tekin um að loka vistheimilinu og þar til þeir hafa komið sér fyrir á nýjum stað og aðlagast nýju lífi. Málefni þroskaheftra hafa tekið miklum stakkaskiptum á Íslandi á liðnum áratugum, þar sem þroskaheftir fá nú að lifa eins sjálfstæðu lífi og unnt er í eðlilegu samfélagi við aðra. "Tímamót" endurspeglar þessar breytingar vel þar sem þeir félagar sem búið hafa á einangruðu vistheimili stóran hluta ævi sinnar takast á við þær breytingar sem nýjar búsetuaðstæður og aukið sjálfstæði hefur í för með sér.

Almennar sýningar á myndinni hefjast 18. apríl nk. og verða nokkrar sýningar á henni í Háskólabíói fram til 22. apríl.

Hér má sjá stiklu fyrir myndina:Til að setja á blogg:

<object width="380" height="320"><param name="movie" value="http://www.youtube.com/v/0LqBQXwvhYI"></param><param name="wmode" value="transparent"></param><embed src="http://www.youtube.com/v/0LqBQXwvhYI" type="application/x-shockwave-flash" wmode="transparent" width="380" height="320"></embed></object>

Og hér má sjá stutt brot úr myndinni:<object width="380" height="320"><param name="movie" value="http://www.youtube.com/v/l7POY-vTw8o"></param><param name="wmode" value="transparent"></param><embed src="http://www.youtube.com/v/l7POY-vTw8o" type="application/x-shockwave-flash" wmode="transparent" width="380" height="320"></embed></object>

föstudagur, apríl 6

síblaðrandi keisaramörgæsir

Ég sá keisaramörgæsamyndina í bíó á sínum tíma og fannst hún góð, nema hvað frönsku leikararnir sem áttu að tala fyrir mörgæsirnar voru alveg óendanlega pirrandi. Þegar einhver krakkaormur byrjaði að tala fyrir nýfæddan mörgæsarunga var mér nóg boðið og langaði mest til að hunskast út. En myndin er flott þannig að ég horfði áfram (tónlist Simone var líka svo yfirmáta krúttleg að það var ekki til að bæta ástandið). Magnað að maður eins og Luc Jacquet geti gert svona magnaða mynd en reynist þegar upp er staðið hafa alveg gríðarlega vondan smekk. Og nú er búið að troða íslenskum leikurum á sándtrakkið. Kosturinn við að horfa á hana í sjónvarpi er að þá er hægt að skrúfa niður í hljóðinu. Myndin verður ekki verri fyrir það, eiginlega bara betri.

makedónska heilkenniðEf framlag Makedóníu í júróvisjón næði einhvern tímann þessum hæðum tæki ég makedónska heilkenninu fagnandi.

Esma Redzepova - Szelem Szelem

(Söngkonan, Esma, er makedónskur sígauni með tyrkneskt og serbneskt blóð í æðum, bosmamikil og skrautgjörn og á 47 fósturbörn.)