fimmtudagur, apríl 19

frumsýning að baki

Jæja, frumsýningin að baki og hún gekk sirka svona (get ekki lýst því betur). Og ekki er hægt að kvarta yfir viðbrögðunum: mogginn ánægður og viddi ánægður. Og núna standa yfir sýningar í Háskólabíói fram á sunnudag, allir að drífa sig, ólíklegt að hún verði sýnd eitthvað lengur.

Spurningin er bara: hvað geri ég á þessu bloggi þegar ég hef ekki neitt lengur til að plögga?

11 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Býrð til aðra mynd og plöggar hana. Til hamingju með myndina og viðtökurnar.

Einar J

hronnsa sagði...

sammala sidasta raedumanni! og svo ert thu bara krutt. til hamingju med myndina. eg vildi oska ad eg hefdi taekifaeri til ad sja hana.

Gummi Lú sagði...

Þú gætir komið að sjá Bingó og plöggað það svo.
Til hamingju með allt saman.

GummiE sagði...

Laukrétt, get plöggað Bingó. Ætla að koma á miðvikudaginn, er upptekinn alla helgina.

Nafnlaus sagði...

Og Hulda Geirs í Popplandi var líka ánægð; http://www.ruv.is/heim/vefir/poppland/kvikmyndagagnryni/

baun sagði...

getur þú, eins og aðrir dauðlegir bloggarar, ekki bara viðrað allrahanda málefni og grobbað þig af ómerkilegum sigrum hversdagslífsins?

efast ekki um að líf þitt sé æsispennandi og við hin getum lifað svolítið í gegnum þig...

GummiE sagði...

Ég reyndar tók þá óákveðnu og óöruggu ákvörðun, eftir að hafa hætt mér inn á moggabloggið, að hætta að hafa skoðanir. Og er eiginlega kominn á þá skoðun að lífið væri betra ef fólk hætti almennt að mynda sér sérstaka skoðun á einhverjum hlutum og einbeitti sér þess í stað að því að vera gott við hvert annað. Ætli það endi ekki bara með því að ég setji inn fleiri lög.

Sólveig G. sagði...

Innilega til hamingju með fallega mynd sem vekur mann til umhugsunar. Hlakka til að sjá næstu myndina þína.

Kristín í París sagði...

Þú getur til dæmis verið góður við okkur með því að næra okkur á fallegri spænskri tónlist.
Svo er ég með hugmynd að næstu mynd. Nú er ég búin að fara einu sinni út í hræðilega hverfið og er enn sannfærðari um að efniviðurinn er spennandi.

GummiE sagði...

Það hljómar mjög spennandi.

Nafnlaus sagði...

Og Ólafur Torfa var himinlifandi...

http://www.centrum.is/xo