föstudagur, apríl 13

Frumsýning

Jæja, bilað að gera að undirbúa frumsýningu: prenta, senda, plögga, bögga og vera almennt eins uppáþrengjandi og hægt er. Hérna getið séð afraksturinn í Kastljósinu (þegar Gummi Steing og Illugi eru búnir að blaðra) og svo heyrt hann á Rás 2 í morgun (ca. um miðjan þátt).

Og ef einhver vill hjálpa til að plögga megið þið alveg koppípeista þetta hérna og setja á bloggið ykkar eða senda fólki í pósti:

Heimildarmyndin Tímamót frumsýnd

Heimildarmyndin "Tímamót" verður frumsýnd í Háskólabíói sunnudaginn 15. apríl nk. Myndin fjallar um þá Guðjón, Sigurbjörn og Steinþór sem hafa búið saman á vistheimili fyrir þroskahefta í Mosfellsdal í áratugi. Þegar ákvörðun er tekin um að loka vistheimilinu tekur líf þeirra óvænta stefnu og þeir uppgötva nýjar hliðar á lífinu og sjálfum sér.

"Tímamót" markar sannkölluð tímamót í íslenskri heimildarmyndagerð. Myndin veitir áhorfendum óvænta innsýn í líf Guðjóns, Sigurbjörns og Steinþórs og fylgist með breytingum sem verða í lífi þeirra. Þeim er fylgt eftir á þriggja ára tímabili, allt frá því ákvörðun er tekin um að loka vistheimilinu og þar til þeir hafa komið sér fyrir á nýjum stað og aðlagast nýju lífi. Málefni þroskaheftra hafa tekið miklum stakkaskiptum á Íslandi á liðnum áratugum, þar sem þroskaheftir fá nú að lifa eins sjálfstæðu lífi og unnt er í eðlilegu samfélagi við aðra. "Tímamót" endurspeglar þessar breytingar vel þar sem þeir félagar sem búið hafa á einangruðu vistheimili stóran hluta ævi sinnar takast á við þær breytingar sem nýjar búsetuaðstæður og aukið sjálfstæði hefur í för með sér.

Almennar sýningar á myndinni hefjast 18. apríl nk. og verða nokkrar sýningar á henni í Háskólabíói fram til 22. apríl.

Hér má sjá stiklu fyrir myndina:Til að setja á blogg:

<object width="380" height="320"><param name="movie" value="http://www.youtube.com/v/0LqBQXwvhYI"></param><param name="wmode" value="transparent"></param><embed src="http://www.youtube.com/v/0LqBQXwvhYI" type="application/x-shockwave-flash" wmode="transparent" width="380" height="320"></embed></object>

Og hér má sjá stutt brot úr myndinni:<object width="380" height="320"><param name="movie" value="http://www.youtube.com/v/l7POY-vTw8o"></param><param name="wmode" value="transparent"></param><embed src="http://www.youtube.com/v/l7POY-vTw8o" type="application/x-shockwave-flash" wmode="transparent" width="380" height="320"></embed></object>

6 ummæli:

Sigga sagði...

Ójá I shalleth plögga.
En hvurnig er með frumsýninguna á sunnudaginn, er selt inn á hana líka?

GummiE sagði...

Nei, þetta er bara boðsýning. Svo verða venjulegar sýningar frá og með 18.

Gummi Lú sagði...

Til lukku með allt saman. Ég verð að skella mér og sjá strákana.

Kristín í París sagði...

Ég skal plögga þetta í kvöld. Ekki núna því ég er að stelast í tölvuna og enginn má vita að ég sé hérna. Enginn. Og djöfull vorum við sammála um keisaramyndina!

baun sagði...

búin að plögga, hlakka til að sjá myndina í heild:)

GummiE sagði...

Ég þakka kærlega fyrir mig.