föstudagur, apríl 6

síblaðrandi keisaramörgæsir

Ég sá keisaramörgæsamyndina í bíó á sínum tíma og fannst hún góð, nema hvað frönsku leikararnir sem áttu að tala fyrir mörgæsirnar voru alveg óendanlega pirrandi. Þegar einhver krakkaormur byrjaði að tala fyrir nýfæddan mörgæsarunga var mér nóg boðið og langaði mest til að hunskast út. En myndin er flott þannig að ég horfði áfram (tónlist Simone var líka svo yfirmáta krúttleg að það var ekki til að bæta ástandið). Magnað að maður eins og Luc Jacquet geti gert svona magnaða mynd en reynist þegar upp er staðið hafa alveg gríðarlega vondan smekk. Og nú er búið að troða íslenskum leikurum á sándtrakkið. Kosturinn við að horfa á hana í sjónvarpi er að þá er hægt að skrúfa niður í hljóðinu. Myndin verður ekki verri fyrir það, eiginlega bara betri.

4 ummæli:

Siggalára sagði...

Við systir mín sáum líka eitthvað af þessari mynd, og fannst hún ÖMURLEG. Hún ætti að heita Mörgæsir DEYJA.

Það endaði með því, þegar við vorum búnar að hlusta á svona fimmtíuogátta dánartilkynningar mörgæsa og ömurleigeit, að við slökktum á sjónvarpinu og settum Jesus Christ Superstar á fóninn. Það var minna niðurdrepandi.

GummiE sagði...

Laukrétt, þunglyndisleg (en falleg) mynd um tilgangslausa tilveru í vitavonlausum heimi. Og að hugsa sér að kristniliðið í Amríku fannst hún á einhvern hátt færa rök fyrir "intelligent design".

baun sagði...

nákvæmlega, líf mörgæsanna er bara...fáránlega erfitt.

Ásta sagði...

Ég þoldi bara við í 5 mínútur - ég hata þegar verið er að ljá alvöru dýrum mennskar raddir og tilfinningar og er mér þá slétt sama á hvaða tungumáli. Sérstaklega svona yfirmáta væmni og slepjugang. Ég er fegin að ég þurfti síðan ekki að horfa svo á þær allar drepast.