sunnudagur, maí 20

rhubarb

Rabbarbarinn hérna úti í garði er orðinn ansi girnilegur. Kann einhver góða uppskrift að rabbarbaragraut? Getur varla verið mjög flókið...

Já, annars man ég eftir að hafa séð þessa mynd. Minnir að mér hafi þótt hún fyndin, en var reyndar ekkert sérstaklega hár í loftinu þegar ég sá hana.

fimmtudagur, maí 17

nokkrir punktar úr lífi mínu

1. Ég fékk gubbupest. Hún stóð ekki lengi. Og tengdist á engan hátt stjórnarmyndunarviðræðum.
2. Ég er að fara í leikhús í kvöld og sjá Cymbeline. Það held ég að verði gaman. Og eins gott að gubbupestin er búin.
3. Er kominn á bók nr. 7 í bókaflokkinum "The Edge Chronicles". Þetta eru frábærar bækur, fantasíur fyrir börn skrifaðar fyrir fullorðna. Mig langar að þýða þær á íslensku, óvíst samt hvort ég nenni því. Sem leiðir að næsta lið:
4. Ef ég væri ekki svona latur og illa haldinn af frestunaráráttu væri ég búinn að afreka ansi margt á mörgum sviðum. Og þó...

mánudagur, maí 14

polibitch

Það er fátt eins vandræðalegt og að fylgjast með pólitíkusum í tilhugalífi. Og þetta að hinir og þessir geti ekki unnið saman er bara ábyrgðarlaust væl. Ef Ian Paisley og Gerry Adams geta unnið saman, geta það allir.

sunnudagur, maí 13

Ekki oft sem einhver nær að súmmera upp pólitíska afstöðu mína á jafn snilldarlegan hátt (takk Hildur).

Og júróvisjón? Lýsi því yfir að mér finnst (og er líklega einn fárra um þá skoðun) búlgarska lagið flott, fannst það flott frá upphafi og það vann bara á (það er líka eitthvað heillandi við konur sem kunna að tromma). Við Sigga Lára skilgreindum nýjan flokka laga í júróvisjón, svokölluð "lúppulög". Það eru lög sem endurtaka sig út í eitt og virðast vera hálftími að lengd. Þetta form er vandmeðfarið, þau sem reyna að hljóma eins og venjuleg lög verða leiðinleg og langdregin (eins og litháíska lagið) , en önnur, eins og búlgarska, sem eru transkenndari ganga betur upp. Jájá. En trukkalessan var fín, mátti alveg vinna. En ég hef aldrei heyrt jafn forgettable lag og írska lagið. Hef heyrt það fjórum sinnum og gleymdi því jafnóðum í öll skiptin.

Annars átti Dj Bóbó besta brandarann í fréttablaðinu í dag. Sagði að svissneska lagið hefði verið gott og átt skilið að vinna og þessi austurblokkarmafía hefði haft af honum sigur. Alltaf gaman þegar menn hafa húmor fyrir sjálfum sér.

Ha, kosningar? Bleh...

laugardagur, maí 12

kosningar

X X X X X
X X X X X
X X X X X

Æviframlag mitt til lýðræðis lítur víst ca. svona út. Satt að segja get ég ekki beðið eftir því að fólk átti sig og geri anarkíska byltingu neðan frá (friðsamlega, ég þoli ekki rifrildi og slagsmál) og breyti alþingishúsinu í krá og fari að lifa lífinu. Samt held ég að við verðum öll dauð úr leiðindum áður en það gerist. Og samt ætla ég nú að trítla á morgun og setja eins og einn kross á blað, ekki er maður staðfastari í sínu en þetta...

miðvikudagur, maí 9

sígaunar

Sígaunum vísað úr landi fyrir að spila út á götu og vera til. Betri borgarar bæjarins kaupa sér miða dýrum dómum og hópast saman á næstu helgi í sínu fínasta pússi til að hlusta á sígaunatónlist. Eðlilegt?

föstudagur, maí 4

með bin laden í bólið

Er búinn að vera í einhverju póstpremíerfönki þessa vikuna. Fer seint að sofa, nenni ekki á fætur, nenni ekki í vinnuna, nenni engu. Hafði það þó af að drattast á lokasýningu á Bingó á miðvikudaginn sem jafnframt var síðast leiksýning sem sýnd var í Hjáleigunni, húsnæði Leikfélags Kópavogs. Leikritið var skemmtilegt, enda tómir snillar þar á ferð. Nú eru þar pólverjar að brjóta niður veggi.

Svo ákvað ég að hætta þessari fýlu og skundaði á reiðfáki mínum út eftir Ránargötu og keypti Handsprengju í morgunsárið af öðrum höfunda. Þá gat ég lesið þá félaga Hannes, Davíð og Bin Laden fyrir svefninn. Það var hjartnæm stund. Mæli með þessari bók, talið við ingog@internet.is og fáið hana áritaða á spottprís. Eða nælið ykkur í hana á barnum um helgina, Ingólfur sagðist verða eitthvað á veiðum á börum bæjarins. Allavega, bókin kom mér aftur í gott skap. Letin er samt enn til staðar, sem betur fer.

Og þetta er eitthvað það mest hrollvekjandi sem ég hef séð um dagana. Er dauðhræddur um að þetta helvíti ásæki mig í draumum mínum: