sunnudagur, maí 13

Ekki oft sem einhver nær að súmmera upp pólitíska afstöðu mína á jafn snilldarlegan hátt (takk Hildur).

Og júróvisjón? Lýsi því yfir að mér finnst (og er líklega einn fárra um þá skoðun) búlgarska lagið flott, fannst það flott frá upphafi og það vann bara á (það er líka eitthvað heillandi við konur sem kunna að tromma). Við Sigga Lára skilgreindum nýjan flokka laga í júróvisjón, svokölluð "lúppulög". Það eru lög sem endurtaka sig út í eitt og virðast vera hálftími að lengd. Þetta form er vandmeðfarið, þau sem reyna að hljóma eins og venjuleg lög verða leiðinleg og langdregin (eins og litháíska lagið) , en önnur, eins og búlgarska, sem eru transkenndari ganga betur upp. Jájá. En trukkalessan var fín, mátti alveg vinna. En ég hef aldrei heyrt jafn forgettable lag og írska lagið. Hef heyrt það fjórum sinnum og gleymdi því jafnóðum í öll skiptin.

Annars átti Dj Bóbó besta brandarann í fréttablaðinu í dag. Sagði að svissneska lagið hefði verið gott og átt skilið að vinna og þessi austurblokkarmafía hefði haft af honum sigur. Alltaf gaman þegar menn hafa húmor fyrir sjálfum sér.

Ha, kosningar? Bleh...

4 ummæli:

Rassabora sagði...

Velkomið alveg hreint.

baun sagði...

smá ættfræði, þetta er móðir drengsins: http://www.anna.is/weblog/

Rassabora sagði...

Og Badabing er faðirinn - var þetta ekki öllum löngu ljóst?

baun sagði...

ég veit ekki hvað allir vita, veit það einhver?