laugardagur, maí 12

kosningar

X X X X X
X X X X X
X X X X X

Æviframlag mitt til lýðræðis lítur víst ca. svona út. Satt að segja get ég ekki beðið eftir því að fólk átti sig og geri anarkíska byltingu neðan frá (friðsamlega, ég þoli ekki rifrildi og slagsmál) og breyti alþingishúsinu í krá og fari að lifa lífinu. Samt held ég að við verðum öll dauð úr leiðindum áður en það gerist. Og samt ætla ég nú að trítla á morgun og setja eins og einn kross á blað, ekki er maður staðfastari í sínu en þetta...

4 ummæli:

hildigunnur sagði...

sko, ég þekki amk 3 dedicated anarkista, 1 í framboði fyrir VG og hinir tveir ætla að kjósa sama. Vegna þess að autt atkvæði er dautt atkvæði. Það er ákveðin yfirlýsing, en það fellur samt dautt.

GummiE sagði...

Get heldur ekki sagt með góðri samvisku að ég sé dedicated anarkisti. Meira svona "the sofa variety..."

Kristín í París sagði...

Mig dreymir um a) Kommúnisma sem virkar b)anarkisma sem virkar
En á meðan allt of margir hafa gert peninga að sínum guð er ég bara í Alþýðubandalagi hvers tíma.

Nafnlaus sagði...

Kallaðu á mig þegar byltingin byrjar. Ég er með.

Einar J