föstudagur, maí 4

með bin laden í bólið

Er búinn að vera í einhverju póstpremíerfönki þessa vikuna. Fer seint að sofa, nenni ekki á fætur, nenni ekki í vinnuna, nenni engu. Hafði það þó af að drattast á lokasýningu á Bingó á miðvikudaginn sem jafnframt var síðast leiksýning sem sýnd var í Hjáleigunni, húsnæði Leikfélags Kópavogs. Leikritið var skemmtilegt, enda tómir snillar þar á ferð. Nú eru þar pólverjar að brjóta niður veggi.

Svo ákvað ég að hætta þessari fýlu og skundaði á reiðfáki mínum út eftir Ránargötu og keypti Handsprengju í morgunsárið af öðrum höfunda. Þá gat ég lesið þá félaga Hannes, Davíð og Bin Laden fyrir svefninn. Það var hjartnæm stund. Mæli með þessari bók, talið við ingog@internet.is og fáið hana áritaða á spottprís. Eða nælið ykkur í hana á barnum um helgina, Ingólfur sagðist verða eitthvað á veiðum á börum bæjarins. Allavega, bókin kom mér aftur í gott skap. Letin er samt enn til staðar, sem betur fer.

Og þetta er eitthvað það mest hrollvekjandi sem ég hef séð um dagana. Er dauðhræddur um að þetta helvíti ásæki mig í draumum mínum:

6 ummæli:

fangor sagði...

aaargh!

Arngrímur sagði...

Ooooojjj!!!

Kristín í París sagði...

Sonur minn horfði í smá stund og sagði svo: Nei, ég vil þetta ekki!

GummiE sagði...

Mikið átt þú skynsamt barn.

baun sagði...

ésús! þessar brúður eru soddan hrákasmíð...

en seinna lagið er nú grípandi, ha?

farfuglinn sagði...

Mér heyrðist hún fyrst vera að syngja: "Jesus wants me for a zombie", sem er kannski ekki svo fjarri lagi. :lol: