fimmtudagur, maí 17

nokkrir punktar úr lífi mínu

1. Ég fékk gubbupest. Hún stóð ekki lengi. Og tengdist á engan hátt stjórnarmyndunarviðræðum.
2. Ég er að fara í leikhús í kvöld og sjá Cymbeline. Það held ég að verði gaman. Og eins gott að gubbupestin er búin.
3. Er kominn á bók nr. 7 í bókaflokkinum "The Edge Chronicles". Þetta eru frábærar bækur, fantasíur fyrir börn skrifaðar fyrir fullorðna. Mig langar að þýða þær á íslensku, óvíst samt hvort ég nenni því. Sem leiðir að næsta lið:
4. Ef ég væri ekki svona latur og illa haldinn af frestunaráráttu væri ég búinn að afreka ansi margt á mörgum sviðum. Og þó...

4 ummæli:

fangor sagði...

þetta lítur út fyrir að vera áhugaverður bókaflokkur. þú gætir kannski ljáð mér fyrstu bókina í seríunni stundarkorn?
það er gott að vera latur...

GummiE sagði...

Ég tók þær á Borgarbókasafninu. Þær eru allavega allar til á aðalsafninu í Tryggvagötu. Og mæli eindregið með þeim.

GummiE sagði...

Til að gefa einhverja hugmynd: einhvers konar blanda af Roald Dahl, Múmínálfunum og Dísu ljósálfi. Sumir minnast á Terry Pratchet, en ég sé ekki mikil líkindi nema rétt á yfirborðinu.

baun sagði...

þetta líst mér vel á, dýrka ævintýri:)