sunnudagur, maí 20

rhubarb

Rabbarbarinn hérna úti í garði er orðinn ansi girnilegur. Kann einhver góða uppskrift að rabbarbaragraut? Getur varla verið mjög flókið...

Já, annars man ég eftir að hafa séð þessa mynd. Minnir að mér hafi þótt hún fyndin, en var reyndar ekkert sérstaklega hár í loftinu þegar ég sá hana.

3 ummæli:

hildigunnur sagði...

ekki flókið, nei. Saxa niður rabarbara, setja í pott með slatta af vatni og vel af sykri. Láta malla þar til rabarbarinn er meyr. Gott að bæta við smá vanilludropum (ekki eyða ekta vanillu á þetta, droparnir duga vel).

Hrista saman kartöflumjöl og vatn til að þykkja, taka pottinn af hellunni og hella saman við í mjórri bunu á meðan hrært og þar til passlega þykkt.

Skrudda sagði...

Þarf ekkert matarlím í svona graut? Er slíkt eingöngu sett í sultur?

baun sagði...

kartöflumjölið þykkir grautinn. svo finnst mér líka gott að láta smá bút af engiferrót í hann, en það er smagsag.