laugardagur, júní 30

hafiði einhvern tímann séð karlaveldi í aksjón?

Vessgú:Nánari umfjöllun hér

4 ummæli:

farfuglinn sagði...

Er það samt ekki líka ákveðin kvenfyrirlitning að líta niður á Paris Hilton frekar en fullt af öðru frægu fólki, sem hefur ekki afrekað neitt sérstakt? Af hverju eru t.d. prinsarnir Harry og William svo mikið fréttaefni að þeir eigi skilið heilan viðræðuþátt um sig og líf sitt?

Gerður Kristný skrifaði fína bakþanka um þetta í Fréttablaðið í vikunni.

hildigunnur sagði...

Þeir eiga það sko ekki! En ég sé samt miklu miklu fleiri fréttir um fröken Hilton en þá. Meira og minna á hverjum einasta degi, sama með Justin Timberlake og ýmsa aðra sem eiga álíka inni og hótelerfinginn. Hef ekki séð betur en það sé eitthvað á hverjum einasta degi, annað hvort í Fréttablaðinu, Blaðinu eða hvorutveggja. Þess vegna en ekki kvenfyrirlitningar sem hún fer meira í mínar fínustu en aðrir.

GummiE sagði...
Þessi ummæli hafa verið fjarlægð af höfundi.
Arngrímur sagði...

Er þetta ekki pínu ómálefnalegt? Timberlake er þó allavega ekki frægur bara fyrir að vera fullur.

Varðandi prinsana þá skil ég ekki að þær fréttir séu yfirleitt þýddar. Samfélagsdíllinn í Bretlandi er sá að þetta fólk fái peninga í stað þess að fjölmiðlar fái að stýra því hverjum það giftist og hvernig það lifir. Einsog raunveruleikaþáttur án upptökuvéla og allir Breskir fá að kjósa, en það varðar okkur óbreska engu. Legg þess heldur til að samskonar fyrirkomulag verði tekið upp í Stjórnarráðinu.

Hilton er svo aftur kafli útaf fyrir sig. Hún er eins og kóngafólk án royalítets, erfingi að hóteli en ekki að konungdæmi, engin Anastasía heldur borgarastéttardúkka. Það skipar henni enginn fyrir nema pabbi gamli með budduna. Ekki að það muni raunverulega miklu á þessu tvennu, en sannir marxistar myndu spretta upp á mér kviðinn fyrir að halda öðru fram.