föstudagur, júní 29

hansi

Annars man ég eftir Hansa hundamorðingja. Reyndar var hann víst enginn hundamorðingi, hundurinn hans tók víst upp á því að stökkva fram af svölum óbeðinn og lifði ekki af. But the name stuck. Hljómsveitin Rotþróin samdi svo óð til hans með viðlaginu:
Hansi hundamorðingi,
hvað hefurðu gert?
Tekið flottasta hundinn minn
og troðið í gegnum trekt!
Það er reyndar ekki hlægjandi að þessu, morð á dýrum (og mönnum, ef út í það er farið) eru ógeðsleg.

Já, annars Ljótu hálfvitarnir á laugardaginn (sem sportar reyndar einum meðlimi Rotþróarinnar) og svo Cannibal Corpse á sunnudaginn. Þar held ég að verði nú sungið (eða þannig) um limlestingar og morð.

Engin ummæli: