föstudagur, júní 8

lesbískar kýr

Við feðgar tókum vídjó í gær í tilefni síðasta skóladags og horfðum saman á þrívíddartölvumyndina Barnyard, þar sem fjallað er m.a. á nærfærinn hátt um ástarsamband tveggja lesbískra kúa. Allavega var allt kýrkyns í myndinni með júgur og spena, greinilega þykir ekki par písí í henni Ameríku að leyfa nautum að hafa sinn pung og sitt tippi. Annað hvort er þetta róttækt innlegg í cross-gender umræðuna eða þá að fólk þarna fyrir vestan er að farast úr vandræðagangi og heimsku. Svona svipað eins og þegar bókasöfn í Bandaríkjunum bönnuðu barnabók vegna þess að þar kom orðið "scrotum" fyrir í lýsingu á hundi.

6 ummæli:

hildigunnur sagði...

mesta furða að júgrin megi sjást, ég meina - þetta eru jú BRJÓST!!!

GummiE sagði...

Já, kannski er ég að ofmeta þetta. Kannski fannst þeim þetta bara fyndið.

bonnie sagði...

Ég skal leysa þetta hér og nú Gummi minn, sko hvað heita blessaðar kýrnar? Hafa þær kvenmansnöfn eða er verið að brenglast með að önnur heiti Jón og hin Gunna?
Verð að sjá þessa mynd! ;)

Kristín sagði...

Þú ekkert á leið til Frans? Reyndirðu ROUEN?

GummiE sagði...

Æi nei, við komumst ekki inn á Avignon. Rouen var aðeins of snemma fyrir okkur. Þannig að ennþá höfum við ekki komist á neina hátíð í útlöndum. Prittí lásí í útrásinni, virðist vera.

Kristín í París sagði...

Reynið bara Rouen á næsta ári. Ef þig vantar þýðingar get ég aðstoðað. Um að gera að vera nógu déskoti snemma á ferðinni hér í Frans. Fullt af hátíðum til, ég skal spyrja kallinn minn hvort hann viti um einhverja vefsíðu með listum.