þriðjudagur, júlí 31

bergman

Vinur minn tók einu sinni Bergman-æði og horfði á allar myndirnar á frekar stuttum tíma. Hann fór á Aðalvídeóleiguna og leigði sér fyrst tvær, skilaði þeim daginn eftir og tók aðrar tvær. Þannig hélt hann áfram í nokkurn tíma. Afgreiðslustúlkunni fannst þetta í fyrstu bara fyndið en þegar á leið breyttist brosið í áhyggjuhrukkur, þangað til hún gat ekki á sér setið lengur og spurði hvort honum liði nokkuð illa. Sjálfur horfði Bergman víst aldrei á myndirnar sínar, fannst þær of þunglyndislegar.

Bergman - Persona:


Abba undir áhrifum:


Hvorki Bergman né Abba:

laugardagur, júlí 28

ef myndin stendur undir treilernum...

Mynd sem verður frumsýnd 18.1.2008, hún heitir ekkert (ennþá) og voðalega fáir vita eitthvað um hana. Jú, eitt: framleiðandinn heitir J.J. Abrams, sá sami og stendur á bakvið Lost.

laugardagur, júlí 21

vex ég aldrei uppúr þessu?

Ég varð alveg hreint ógeðslega spenntur yfir æsland erveifs í dag þegar ég fór að hlusta á Of Montreal og rifja það upp að þau koma á, þú veist, erveifs. Og líka Deerhoof. Getur það verið betra? Já, reyndar alveg, en ekki mikið.

Of Montreal - Gronlandic edit


Deerhoof - The Perfect Me

fimmtudagur, júlí 19

Veit einhver...

...hvernig útlendingar geta keypt íslenska tónlist í gegnum netið? Skífuvefurinn er bara á íslensku (auk þess sem hann er drasl), Smekkleysuvefurinn liggur niðri, enska útgáfan á Tónlist.is liggur niðri. Að vísu er hægt að kaupa af 12 tónum, en bara í gegnum tölvupóst. Ég meina, kommon, hefur engum dottið í hug að auðvelda fólki þetta aðeins? Svo eru allir að tala um útrás en hvergi hægt að kaupa tónlistina.

mánudagur, júlí 16

Riquelme tiene los ojos tristes

Taka Riquelme úr umferð, hengja 3-4 menn á Messi, pakka hinum í vörn og beita svo skyndisóknum. Svona einfalt er þetta. Mér er alveg sama, ég held alltaf með Riquelme með döpru augun. Svo er hann víst svo góður við mömmu sína.

sunnudagur, júlí 15

iss, gulli helga hvað?

Smá ítalódiskó til að létta lundina. Kemur skapinu í lag sérhvern dag.

Trans-x - Living on Video:Fun Fun - Happy Station:


Og eitt svona nútíma:

föstudagur, júlí 13

brittney

Dreymdi Brittney Spears í nótt. Hún var í slagtogi með Halla bekkjarbróður mínum úr grunnskóla, sem dó reyndar á 16. ári. Hann og einhverjir óljósir félagar hans fengu hana til að reykja með sér PCP, þau reyktu það eins og fólk reykir krakk í bíómyndum, af álpappír með röri. Brutust svo inn í hús og gerðu einhvern óskunda. Þá vakti dyrabjallan mig.

fimmtudagur, júlí 12

fimmtudagur, júlí 5

memento mori

Plögg fyrir Hugleik:

Laugardagskvöldið 7. júlí kl. 20.00 og sunnudagskvöldið 8. júlí kl. 20.00 verður opin aðalæfing á Memento mori í Möguleikhúsinu.

Sýningin er ætluð til fjáröflunar fyrir yfirvofandi leikferð, en eins og flestir vita er sýningin á leið á leiklistarhátíð alþjóðlega áhugaleikhússambandsins IATA í Suður-Kóreu í lok mánaðarins.

Þar sem þessi uppákoma er í fjáröflunarskyni verður eðlilega selt inn á hana. Miðaverð er 1500 kr., en frjáls framlög eru vel þegin.


Og nú frá mér: Memento mori er einhver flottasta leiksýning sem ég hef séð. Ekki missa af henni. Reyndar missi ég af henni því ég fer út úr bænum á föstudaginn, en ég er líka búinn að sjá hana tvisvar. Ég endurtek, ekki missa af henni! Það er ekki víst að þið fáið annað tækifæri í lífinu. Hugsið ykkur, þetta er eins og stóri hvellur eða landnám íngólfs, þið fáið aldrei að upplifa það. En þið getið séð Memento Mori. Það er líka spáð rigningu um helgina, hafið ekkert betra að gera. Ömurlegt útileguveður, best að fara í leikhús.