fimmtudagur, júlí 5

memento mori

Plögg fyrir Hugleik:

Laugardagskvöldið 7. júlí kl. 20.00 og sunnudagskvöldið 8. júlí kl. 20.00 verður opin aðalæfing á Memento mori í Möguleikhúsinu.

Sýningin er ætluð til fjáröflunar fyrir yfirvofandi leikferð, en eins og flestir vita er sýningin á leið á leiklistarhátíð alþjóðlega áhugaleikhússambandsins IATA í Suður-Kóreu í lok mánaðarins.

Þar sem þessi uppákoma er í fjáröflunarskyni verður eðlilega selt inn á hana. Miðaverð er 1500 kr., en frjáls framlög eru vel þegin.


Og nú frá mér: Memento mori er einhver flottasta leiksýning sem ég hef séð. Ekki missa af henni. Reyndar missi ég af henni því ég fer út úr bænum á föstudaginn, en ég er líka búinn að sjá hana tvisvar. Ég endurtek, ekki missa af henni! Það er ekki víst að þið fáið annað tækifæri í lífinu. Hugsið ykkur, þetta er eins og stóri hvellur eða landnám íngólfs, þið fáið aldrei að upplifa það. En þið getið séð Memento Mori. Það er líka spáð rigningu um helgina, hafið ekkert betra að gera. Ömurlegt útileguveður, best að fara í leikhús.

Engin ummæli: