fimmtudagur, júlí 19

Veit einhver...

...hvernig útlendingar geta keypt íslenska tónlist í gegnum netið? Skífuvefurinn er bara á íslensku (auk þess sem hann er drasl), Smekkleysuvefurinn liggur niðri, enska útgáfan á Tónlist.is liggur niðri. Að vísu er hægt að kaupa af 12 tónum, en bara í gegnum tölvupóst. Ég meina, kommon, hefur engum dottið í hug að auðvelda fólki þetta aðeins? Svo eru allir að tala um útrás en hvergi hægt að kaupa tónlistina.

2 ummæli:

Ásta sagði...

Virðist vera einn af þessum hlutum sem framtakssamur einstaklingur verður að taka að sér.

Spartakus sagði...

spurning um að stofna vefverslun