þriðjudagur, ágúst 28

ljótasta orð í íslenskri túngu...

...er tvímælalaust "næmni". Ég hef mikla fordóma gagnvart fólki sem notar orðið "næmni". Sérstaklega ef það er háskólamenntað. Þetta er eina ambagan sem fer í taugarnar á mér, annars er mér skítsama hvað fólk segir, það má sletta mín vegna og beygja vitlaust, en ekki segja "næmni"!

sunnudagur, ágúst 26

sumarið er tíminnJæja, þá er sumarið að hausti komið. Eða svo gott sem. Þetta var svona helst:

 • Vann eins og vitleysingur, of mikið og of lengi
 • Rabbaði við vinstrigrænan bónda í kirkjugarðinum í Hvammi
 • Keyrði einu sinni í gegnum Hvalfjarðargöngin og fór Hvalfjörðinn í bakaleiðinni
 • Fór á Hornafjörð. Þar ber jökulinn við himinn en landið virkaði samt ósköp jarðneskt.
 • Fór heim í heiðardalinn. Þar er alltaf ró og friður. Og fullt af bókum. Horfði með valkvíða í hjarta á ritsöfn Gests Pálssonar, Halla Killa Lax, Einars H Kvaran, Knut Hamsun (á norsku), Jóns Trausta, Gunnars Gunnarssonar (eldri útgáfu) auk Flateyjarbókar, Hómerskvið(n)a, Gösta Berlingssögu og ég veit ekki hvað annað. Endaði á því að lesa smásögu e. Sigrid Undset (út af teiknimyndinni) í úrvali norskra smásagna frá 19. og 20. öld, sem Snorri Hjartarson tók saman. Komst ekki yfir meira, enda veðrið of gott.
 • Fann gömul Samúelblöð og vænan bunka af Bravo-blöðum ofan í skúffu í heiðardalnum. Nena á forsíðunni á einu blaði. Og Limahl á öðru. Gluggaði í eitt Samúelblaðið og sá að nakta fyrirsætan var sögð vera 14 ára! Það hefur margt breyst á 20 árum.
 • Sá einmitt unglingsstúlku kaupa Bravo í Eymundsson, við afgreiðslukonan vorum bæði steinhissa á því að a) Bravo skuli ennþá vera til og b) að það þyki ekki of hallærislegt fyrir unlingsstelpur.
 • Sleppti menningarnótt, nokkurn veginn vegna leti. Fékk þá snilldarhugmynd að keyra út á Granda og horfa á flugeldana þar, en hætti við þegar ég sá að allir hinir Reykvíkingarnir fengu sömu hugmynd.
 • Eignaðist mitt eigið vist í Sly 1 og Sly 3.
 • Fylgdi sínum hvorum gestinum til Grímsa og Brynju. Svo skemmtilega vildi til að þessi sinn hvor gestur er fyrrverandi par. Vandlifað, ha?
 • Frétti af minnst sex óléttum á tveimur vikum.
 • Fór og horfði og hlustaði á Jens Lekman í bland við rigningarniðinn. Það var indælt.
 • Las Harry Potter og komst við.
 • Viknaði líka á Gay Pride (eins og fleiri) þegar Páll Óskar fyllti loftið af gleði.
 • Keypti regnbogafána og stendur hann nú í stofuglugganum. Talandi um að senda út röng skilaboð.
 • Kláraði að hanna tvær heimasíður, aðra með hjálp og hina hjálparlaust.
 • Uppgötvaði Brissó og Reykvískt Eðalefni (og þó, kannski fyrr, en allavega var sumarið hennar tími)
 • Fékk ógeð á skoðunum og hætti á tímabili að hafa skoðanir (jebb, moggabloggið).
Annars er sumarið 2007 merkilegt fyrir þetta: Saving Iceland mótmæltu í gríð og erg og hvaða skoðun sem maður hefur svo á þeim, þá náðu þau að fletta ofan of þeirri staðreynd að íslendingar eru upp til hópa þjóðernissinnaðir fasistar. Mig hafði reyndar grunað þetta lengi, en þarna kom fólk endanlega úr felum og virtist ekkert skammast sín fyrir það.

föstudagur, ágúst 24

auglýsingar

Þótt ég sé vonabí kvikmyndagerðarmaður og langi til að geta unnið við það þegar ég er stór/stærri/feitari þá hef ég aldrei haft nokkurn áhuga á að gera auglýsingar. Flestar auglýsingar eru hallærislegar og illa gerðar, og þær sem eru vel gerðar og flottar eru venjulega útlenskar. Ég er semsagt ekkert sérstaklega hrifinn af íslenskum auglýsingum, þær eru kannski fagmannlega gerðar svo sem, en af einhverjum ástæðum apa allir útlitið upp eftir öðrum. T.d. er blákalda lúkkið enn við lýði og búið að vera lengi, sem ég skil ekki því ég er löngu búinn að fá upp í kok af því (mínar fagurfræðilegu taugar eru afar viðkvæmar, skiljiði). Efnistökin eru líka sjaldnast frumleg. Það er samt ein auglýsing sem mér finnst flott og er í gangi núna, sú frá símanum, þar sem allir eru uppi á þaki að sarga niður loftnet. Efnislega kannski frekar kjánaleg, en óneitanlega fagmannlega gerð, myndataka og klipping flott og góður ryþmi (veit einhver hver gerði hana?). Og ekkert kaldblátt lúkk. Hins vegar langar mig mest að hengja mig þegar spron-auglýsingarnar birtast...

(Getið horft á auglýsinguna hér. Fyrsta skotið er flottast.)

miðvikudagur, ágúst 15

og talandi um tourette

Ef einhver vill heita á hlaupara sem hlaupa í þágu Tourette-samtakanna í Reykjavíkurmaraþoni á laugardaginn kemur, má kíkja hingað.

mánudagur, ágúst 13

I repeat my simple example: there is no democracy in a country where the newspapers are owned by the powerful and read by the powerless. It's a vicious hypocrisy to pretend otherwise.
Edward Bond

Já, hver kannast ekki við aukakílóin.

sunnudagur, ágúst 12

grasagarður

Við feðgar fórum á bókasafnið í dag og sönkuðum að okkur bókum. Keyrðum svo út í Laugardal og settumst í grasið með íspinna og lásum, hann las Spædermann og Húlk og ég Geirlaug Magnússon og Edward Bond. Elska svona daga, þá finnst mér ég kominn til útlanda.

Tony Wilson meets God

Bergman deyr, Antonioni daginn eftir, Cinecitta brennur, Lee Hazlewood deyr og nú Tony Wilson. Kannski er verið að segja okkur eitthvað. Og þó. Allavega, ladies and gents, Tony Wilson meets God:


(úr 24 hour party people. Ætli ég horfi ekki á hana aftur bráðum svona til minningar um kallinn.)

Fyrir þau sem ekkert vita hver Tony Wilson er: Grein á Guardian, og önnur (með fleiri vídjóum) á Pitchfork.

föstudagur, ágúst 10

Tourette

Barnsmóðir mín er búin að vera dugleg síðustu daga og ég er nú bara ansi stoltur af henni. Fréttin á Vísi er nú samt pínuhroðvirknisleg og kommentin misgáfuleg. Einhver kona kommenteraði (en mér sýnist hún búin að taka það út) að henni fyndist þetta alveg agalegt og óábyrgt að neita barninu um meðferð sem gæti hjálpað því.

Sko, það er ekki til nein eiginleg meðferð við Tourette. Þetta er heilkenni þar sem ójafnvægi er á boðefnum í heilanum, ólæknandi og gengur í erfðir (þetta virðist komið frá mér, frændi minn er með þetta og ég uppgötvaði þegar við fórum í gegnum greininguna á stráknum að ég er með þetta líka, þó vægt sé). Enginn veit samt hver orsökin er eða hvað nákvæmlega er í gangi. Einkennin virðast líka ganga í bylgjum hjá fólki, kækirnir eru mismiklir og læknar segja að svona sé þetta bara. Sem þýðir að þeir vita ekki afhverju. Oft fylgja einkenni athyglisbrests, ofvirkni og áráttu- og þráhyggjuröskunar, sem getur flækt málin enn meir.

Og Tourette er ekki geðsjúkdómur en samt er helsta lausn lækna við Tourette að setja fólk á Haldol, sem er mest notað við geðklofa og öðrum slíkum geðsjúkdómum. Einfalda og óvísindalega skýringin er þessi: Heilinn framleiðir taugaboðefnið dópamín. Dópamín er nauðsynlegt fyrir hreyfigetu okkar, ef það skortir eigum við t.d. erfitt með að hafa stjórn á hreyfingum okkar (sem er það sem gerist í Parkinson-veiki). Talið er að Tourette stafi hins vegar að stórum hluta af of mikilli dópamínvirkni. Hjá venjulegu fólki framleiðir heilinn í rauninni meiri taugaboðefni en þarf, en einungis nauðsynlegu boðefni ná út í taugakerfið. Í Tourette (skv. kenningunni) virka hemlarnir sem stoppa ónauðsynlegu boðefnin ekki nógu vel og því fær líkaminn nokkuð misvísandi skilaboð sem veldur því að fólk finnur þörf fyrir að hreyfa tiltekna líkamshluta sem það þarf ekki að hreyfa, t.d. gretta sig eða ræskja. Tilfinningin er svipuð og þegar manni klæjar, ef maður klórar sér ekki strax verður kláðinn viðþolslaus og eins er með kækina. Nú, það sem lyf eins og Haldol gerir er að stoppa taugaboðefnin og minnka þannig kækina. En málið er að það stoppar ekki bara ónauðsynlegu taugaboðefnin heldur líka mikið af þeim nauðsynlegu og hægir því á öllu kerfinu. Metabólisminn breytist og fólk fitnar oft í kjölfarið, litli orkuboltinn sem gat ekki setið kyrr situr nú kannski og fitnar og nennir ekki að hreyfa sig og persónuleikinn breytist. Auk þess fylgir Haldoli stundum þunglyndi, sem stundum þarf að taka á með þunglyndislyfjum. Ef mikil ofvirkni er þar að auki til staðar verður þetta enn flóknara, þar sem rítalín veldur því oft að kækir aukast til muna. Þar að auki fara lyf misvel í fólk og oft tekur það marga mánuði að finna lyfjablöndu sem virkar fyrir hvern og einn. Þetta er aðalleiðin sem hægt er að fara, og í mörgum tilvikum kemur vissulega ekkert annað til greina, þrátt fyrir að þetta sé svolítið eins og að negla nagla í vegg með sleggju. Önnur "lausn" sem ég hef séð lækna benda á er að sprauta bótoxi í vöðva, sem þá lamar vöðvana í einhvern tíma, en veit reyndar ekki hvort það er nokkuð gert að ráði.

Fréttin á Vísi er svolítið villandi með það að við höfum beitt náttúrulækningum, það er bara rétt að vissu marki. Það sem við í raun gerðum (ég segi "við" af því við vorum samtaka í þessu, þótt Heiða hafi átt allt frumkvæði) var að breyta mataræðinu og gefa honum bætiefni (aðallega ómega, magnesíum og sink, sem styrkja heilastarfsemi og taugakerfi). Það er ekkert kukl í gangi, sko, en við höfum fengið ráðgjöf varðandi mataræði og annað. Sumum finnst við ganga langt, en þau hin sömu sáu ekki drenginn þegar honum leið sem verst og sáu ekki breytinguna sem varð á honum við þessar breytingar. Það besta var að hann losnaði að mestu við kækina en persónuleikinn breyttist ekki.

Mest sóttum við upplýsingar á ACN, sem eru samtök foreldra í Bandaríkjunum sem eiga börn sem eru með Tourette, einhverfu, ofvirkni og athyglisbrest og hafa reynt að hjálpa þeim með breyttu mataræði og lífsstíl.

miðvikudagur, ágúst 8

Lee Hazlewood takes a walk down Valhallavägen

Býst við að Hildur hafi átt við þessa útgáfu. Þetta er alveg gubbandi gott:Lee Hazlewood & Nina Lizell - Vem kan segla


Og þetta er nettperralegt:


Lee Hazlewood - Let's take a walk down Valhallavägen


En toppar samt ekki þetta:


Lee & Nancy: Some Velvet Morning


Þetta er nú samt eiginlega best:


Lee Hazlewood: First Street Blues

föstudagur, ágúst 3

verslunarmannahelgin

Vona að hún verði einhvern veginn svona.

kiiiiiii - 4 little Joeys


(Textinn djúpi:
4 little joeys jumping on the bed,
One fell of and bumped his head.
Called up the doctor and the doctor said,
NO MORE JOEYS JUMPING ON THE BED!)

miðvikudagur, ágúst 1

El ojo que ves no es
ojo porque tú lo veas;
es ojo porque te ve.

Augað sem þú sérð er ekki
auga af því að þú sérð það;
það er auga því það sér þig.


Antonio Machado