sunnudagur, ágúst 12

grasagarður

Við feðgar fórum á bókasafnið í dag og sönkuðum að okkur bókum. Keyrðum svo út í Laugardal og settumst í grasið með íspinna og lásum, hann las Spædermann og Húlk og ég Geirlaug Magnússon og Edward Bond. Elska svona daga, þá finnst mér ég kominn til útlanda.

Engin ummæli: