þriðjudagur, ágúst 28

ljótasta orð í íslenskri túngu...

...er tvímælalaust "næmni". Ég hef mikla fordóma gagnvart fólki sem notar orðið "næmni". Sérstaklega ef það er háskólamenntað. Þetta er eina ambagan sem fer í taugarnar á mér, annars er mér skítsama hvað fólk segir, það má sletta mín vegna og beygja vitlaust, en ekki segja "næmni"!

5 ummæli:

Arngrímur sagði...

Vá, ég hef hingað til bara heyrt um næmi. Nema kannski hjá nýgelgjum.

Eyja sagði...

Mér finnst þú sýna mikla næmni með þessari færslu [hleypur í burtu]

Siggalára sagði...

Mér finnst að ef maður hefur ástæðu til að tala um "næmni" hljóti maður að vera með einhverja væmni.

Og það rímar.

Hvað sem það þýðir.

GummiE sagði...

Já, það er frekar nemmilegt að segja "næmni".

baun sagði...

ofurnæmni er þetta í þér.