föstudagur, september 14

When in Wome, do like the Womans (and thwow him to the floow...)

Jæja, ég er að fara til Rómar eftir rúma viku. Reyndar er þetta vinnuferð, þannig að ég fæ ca. 2 daga til að valsa um á eigin spýtur. Mælir einhver með einhverju sérstaklega til að gera á stuttum tíma? Ég reyni kannski að kíkja á kolóseum, nenni því þó varla ef það er mikil röð. En hvað með annað? Einhver söfn? Veitingastaðir? Cool places? Indíplötubúðir?

6 ummæli:

hildigunnur sagði...

ætti ekki að vera löng wöð í kóloseum ef þú mætir snemma (held það opni hálftíu). Vel þess virði að kíkja.

Annars er Róm bara æði, öll eins og hún leggur sig. Fórum ekki einu sinni í Péturskirkjuna og restina af Vatikaninu. Bara ráfa um Róm, skoða Trevigosbrunninn og alla hina, vatnspóstarnir voru góðir í hitanum en kannski ekki alveg eins nauðsynlegir núna.

Öfund, mig langar til Rómar

Kristín ER parísardaman sagði...

Mæli með rómarvefnum.is
Þú getur líka alveg áreiðanlega skrifað honum Kristni varðandi indíbúðir ef þær er ekki að finna á vefnum. Ég er t.d. ekki með svoleiðis hjá mér, skrifast hér með bakvið eyrað mitt, narðakaflinn er langt kominn.
Ég var að lesa upp gamlar Lesbækur andvaka í vikunni. Rakst á grein eftir Einar Má Jónsson um Rouen-hátíðina. Þú ættir að sækja um fyrir þá næstu.

GummiE sagði...

Já, ég man eftir greininni hans Einars, þau hjá kvikmyndamiðstöðinni virðast hafa gleymt þessari hátíð sömuleiðis. En hef það bak við eyrað.

Annars kaupti ég mér einhverja leiðarbók um Róm áðan og sá þar talað um einhverja plötubúð sem selur gamlan vínil. Ætti að geta fundið gamalt ítalódiskó þar. Og svo er pælingin að finna fellini og alla þá kumpána á dvd. Og takk fyrir linkinn á rómarvefinn, hafði ekki hugmynd um að hann væri til.

Sigríður Lára sagði...

Ég hef heyrt að á Ítalíu fái maður verstu pizzur í heimi... Sel ekki dýrara en ég keypti. Ég hef alveg gleymt að fara til Ítalíu.

Elías Halldór sagði...

Það getur vel verið að maður fái verstu pizzur í heimi á Ítalíu, en maður fær ekki góða pizzu nema í Napólí.

Ég hef farið á marga veitingastaði víða í þessum heimi, suma með stjörnum frá Michelin, en eini veitingastaðurinn sem ég get mælt með er á Ítalíu, reyndar alllangt frá Róm; hann er miðja vegu á gamla þjóðveginum á milli Siena og Flórens í litlum bæ sem heitir Cerbaia og heitir La Tenda Rossa.

Kristín sagði...

Úff, Elías, þú virðist ógurlega erfiður kúnni.
Ekkert að þakka Gummie, bara njóta.