mánudagur, október 22

frægðarsveipirÉg er svo hégómagjarn að mér þykir ástæða til að blogga um frægðarsveipi mína (e. my brush with fame). Um helgina voru þeir tveir:

frægðarsveipur #1: Eftir tónleika Of Montreal fórum við Hjálmar að borða pizzusneið við lækjartorg. Skundar þá inn Kevin Barnes, söngvari téðrar hljómsveitar ásamt fylgdarliði. Við Hjálmar ræddum hvort við ættum að brydda upp á tjatti, en ákváðum að við værum ekki hégómagjarnir 15 ára unglingar (yeah, right!). En Kevin bankaði þá í Hjálmar og þóttist kannast við hann, og af því við erum kurteisir spjölluðum við við hann í nokkra stund. Ekki það að okkur þætti þetta eitthvað merkilegt. Ekki baun, sko.

frægðarsveipur #2: Þegar ég stóð með Grímsa í Hafnarhúsinu og horfði á Grizzly Bear stóð ótótlegur drengur með derhúfu við hliðina á mér. Hann fór stundum eitthvað baksviðs og svona, og í eitt skiptið sneri hann til baka með bjórdósir í höndunum. "Viltu bjór", sagði hann og ég, vel upp alinn, þáði það (nei, ég sníkti ekki! Alveg hreina satt). Við áttuðum okkur á því í dag að þetta var trommarinn í Plants and Animals, sem við sáum svo spila í gærkvöldi (sunnudagskvöld). Og þeir voru hreint út sagt frábærir. En eiginlega ekkert frægir, þannig að þetta er ekki mikill frægðarsveipur. Nema þeir verði rosa frægir.

2 ummæli:

Kristín í París sagði...

He he, má ég koma við þig?

GummiE sagði...

Ég skal hugsa málið allavega. Lofa engu, sko...