sunnudagur, október 21

lørdag

Hraun: Traustir. Ég þekki þá alla þannig að ég er alls ekki hlutlaus, en þeir voru samt góðir. Og Svavar er frábær frontmaður.

Últra Mega Teknóbandið Stefán: Fullkomið dæmi um það að þegar ungæðisleg heimska og villingsháttur fær skapandi útrás getur útkoman verið alveg fáránlega skemmtileg. Fyndnasta band sem ég hef nokkurn tímann séð. Tékkið á þeim áður en þeir ná fullum kynþroska.

Mugison: Mugison í þungarokksgír, Murr Murr í þungarokksútgáfu. Var alveg að gera sig.

Ra Ra Riot: Gella með selló, gítarleikari sem lítur út eins og proclaimers-bræður, fínt popp, bara gaman.

!!!: Stórkostlegir. Ekki meira um það að segja.

Dr. Spock: "Við erum Dr. Spock! Hver eruð þið?" Loksins tókst mér að sjá þá á tónleikum og varð ekki fyrir vonbrigðum.

1 ummæli:

Grímsi sagði...

Hérna eru gaurarnir sem gáfu okkur bjórinn með Grizzly Bear: http://www.youtube.com/watch?v=e9Vh_UQCCH0&eurl=http://icelandairwaves.com/podcast/default.asp?pageID=84. Spurning að kíkja á þá í kvöld?