fimmtudagur, október 25

rúbbí

Hitti kunningja minn í Róm ásamt ástralskri vinkonu hans sem var í heimsókn í borginni. Við settumst inn á bar og sáum þá að á sjónvarpsskjám um allan barinn var verið að sýna frá heimsmeistarakeppninni í rúbbí (sem ítalir, merkilegt nokk, tóku þátt í). Sú ástralska var eins og límd við skjáinn og gaf frá sér ýmis hljóð allt eftir því sem var að gerast á vellinum. Ég spurði hvort henni fyndist gaman að rúbbíi. "Oh, I love it". "It's a bit violent, isn't it?" spurði ég. "That's why I like it," svaraði hún. Æ, þessir ástralir, maður. Í tilefni af því er hér smá rúbbísyrpa (bakmeiðsli ku, skiljanlega, ekki vera óalgeng í téðu sporti), og þar fyrir neðan er hanaslagur þeir nýsjálendinga (AKA All Blacks) og Tonga-búa (sem náðu langt í keppninni í ár). Og þeir sem vilja vita meira um rúbbí geta skoðað þetta myndband.

Dans Nýsjálendinga kallast haka og kemur frá Maóríum, útgáfa Tonga-búa kallast Sipi Tau.

3 ummæli:

Harpa J sagði...

Mér finnst neðra myndbandið (dansinn) töff!

baun sagði...

GMG! þarna fór testesterónmagn yfir viðkennda Evrópustaðla...

(ég þurfti að ná í ilmsöltin mín)

GummiE sagði...

Já, þetta er "karlmennskusport" (hvað sem það nú þýðir). Spurning af hverju íslendskir karlmenn taki þessa íþrótt ekki upp, þeir ná hvort sem er aldrei árangri í íþróttum nema þeim takist að tuddast á andstæðingnum.