laugardagur, október 20

this is my impression of a buffalo herd

Deerhoof bræddu í mér heilann, og of Montreal tjúttuðu hann saman aftur með diskó og glamúr. Deerhoof voru hreint út sagt æðisleg. Tóku meira að segja bæði uppáhaldin mín, Holy Night Fever og Milking. Fyrir utan það hvað þau eru falleg á að horfa, sérstaklega kannski trommarinn Greg Saunier:Of Montreal voru líka flottir, diskógallar og pallíettur. Og tóku uppáhaldið mitt. Fleira gott var að finna á dagskrá kvöldsins, Reykjavík! voru í stuði, I adapt magnaðir og Æla flottir. Enduðum í tekknóveislu hjá Hairdoctor á Nasa, þar sem fiður úr koddum sveif um sali og glanspappír var sáldrað af himnum ofan. Sem var alveg að gera sig, sko.

1 ummæli:

Grímsi sagði...

Sárt að missa af þessu. Sá að vísu OM í MM í gær en það voru bara tveir kassagítarar og hrista. Vantaði allt diskó í það. Tökum á því í kvöld!