föstudagur, nóvember 30

tvær hliðar

Þetta tvennt er á einhvern hátt andlega skylt, en samt úr sinnhvorri áttinni. Battles súperlógískir stærðfræðirokkarar, búnir að þræða flókin útpæld mynstur með ullargarni út um allt karlahorn Hagkaupa, sötra bjór með nefinu og horfa á fótbolta aftur á bak. Hefði Adam Ant orðið svona ef hann hefði lært skammtafræði? Og Marnie Stern, tja, hvað er eiginlega Marnie Stern? Mig skortir orð...

Battles: Atlas


Marnie Stern: Vibrational Match


Ég vil fá þau á tónleika á Íslandi. Heyrirðu það, Grímur? Fökk Rúfus, þetta er skíturinn. (neinei, Rúfus er frábær, en bara, þú veist...)

oh no, the bloody phoenix has set fire to the curtains again!

Fönixinn er kominn á vefinn. Bókin er frábær, mæli eindregið með henni (mér finnst hún í alvöru góð, ég þekki Eirík ekki neitt. Og jú, reyndar komst ég að því þegar ég opnaði bókina að ég átti svona alveg óvart 0.0001% þátt í gerð hennar). Hún er meir að segja fyrir fólk sem fílar ekki ljóð. Og svo er fönixinn líka kominn á jútjúb:

fimmtudagur, nóvember 22

möbius

landsleikur...

40. mín. 0:1. Grétar Rafn Steinsson fær fyrsta gula spjaldið í leiknum. Siglfirðingurinn stóð við orð sín fyrir leikinn og sparkar niður leikmann danska liðsins.
http://mbl.is/mm/sport/frett.html?nid=1304309


Íslenska karlalandsliðið trúir því að ef þeir pakki í vörn og reyni að hræða andstæðingana með því að tuddast ærlega á þeim nái þeir kannski að vinna leik. Þeir eru semsagt ekki bara ömurlegir í fótbolta, heldur líka fávitar.

Annars veit ég ekki af hverju ég er að hafa skoðun á þessu, horfði ekki einu sinni á leikinn. Það er bara þessi lýsing á broti Grétars sem súmmerar einhvern veginn upp hina íslensku karlmennskuímynd.

fimmtudagur, nóvember 15

í tilefni af degi íslenskrar tungu

Þetta er tærasta ljóðræna, alveg tærasta helvítis ljóðræna:(og fyrir áhugamenn um Vestfirði má benda á þessa ljóðrænu eftir hann frænda minn)

tussuduft

í tilefni kvöldsins

Gunnar

Hann hét Gunnar
vinnumaður í sveitinni
Ég hugsaði mér alltaf
að hann stykki hæð sína

Uggvænlegt fannst mér
þegar hann
trúlofaðist
einn góðan veðurdag

(Þórður Helgason, úr ljóðabókinni Þar var ég


Skáldið sem gleymdist stóð sig mjög vel. Skáldið sem gleymdi stóð sig líka vel. Hin skáldin sem gleymdust ekki stóðu sig líka vel. Allt í allt skemmtileg kvöldstund.