föstudagur, nóvember 30

tvær hliðar

Þetta tvennt er á einhvern hátt andlega skylt, en samt úr sinnhvorri áttinni. Battles súperlógískir stærðfræðirokkarar, búnir að þræða flókin útpæld mynstur með ullargarni út um allt karlahorn Hagkaupa, sötra bjór með nefinu og horfa á fótbolta aftur á bak. Hefði Adam Ant orðið svona ef hann hefði lært skammtafræði? Og Marnie Stern, tja, hvað er eiginlega Marnie Stern? Mig skortir orð...

Battles: Atlas


Marnie Stern: Vibrational Match


Ég vil fá þau á tónleika á Íslandi. Heyrirðu það, Grímur? Fökk Rúfus, þetta er skíturinn. (neinei, Rúfus er frábær, en bara, þú veist...)

Engin ummæli: