mánudagur, desember 31

lög ársins #2Jens Lekman er æði, einhver sem maður væri alveg til í að bjóða í matarboð og hlusta á sögurnar hans langt fram á nótt. Eða: hann lítur út fyrir að vera alveg ógeðslega skemmtilegur og næs gaur. Hann heillaði okkur Grímsa í Norræna hústjaldinu í haust, þar sem hann spilaði lög af plötunni Night Falls Over Kortedala. Ef þið eigið hana ekki skuluð þið kaupa hana.

Jens Lekman - A Postcard to Nina

Og eitt vídeó, reyndar tekið á Íslandi, þar sem Jens flýgur um á rellunni TF FUN:

Jens Lekman - Sipping On Sweet Nectar

laugardagur, desember 29

lifi djömpköttið

Ok, kannski ekki lag ársins, þótt það sé býsna gott, en þetta vídjó kemur mér í alveg óskaplega gott skap. Og nafnið á laginu skemmir ekki fyrir. Alveg rubbat kul. Takið sérstaklega eftir því þegar fína frúin á mínútu 1:14 tekur orminn. Maður þyrfti að æfa þetta múv fyrir gamlárskvöldið.

Familjen - De snurrar i min skalle


(Hérna má finna fleiri skettleg vídjó)

fimmtudagur, desember 27

lög ársins #1

Ég hef gert það einhvern tímann áður að telja upp eitthvað af þeim lögum og plötum sem heilluðu mig á árinu. Ég ætla að reyna það aftur, í nokkrum óreiðukenndum atrennum. Og byrja á lagi sem mér finnst einhvern veginn passa í dag.

Ég hef aldrei fattað þetta æði í kringum Amy Winehouse. Jú, hún getur sungið eins og Ella Fitzgerald og tónlistin er líka fín, svosem, en ekkert sem fékk mann til að staldra við. Og ég hef auk þess lítið gaman að því að fylgjast með fólki lenda á botninum, þannig að ég hef sleppt að lesa slúðrið í kringum hana eins og hægt er. En þegar ég heyrði þessa útgáfu á lagi sem er víst á nýjustu plötunni hennar náði hún loks að syngja sig inn í mig.

Amy Winehouse - Love is a losing game (Acoustic)

sunnudagur, desember 23

oh, djöfuls framastigar út um allt...

"Það hefur eflaust verið þungur kross að bera að vera sonur Davíðs Oddssonar og þurfa að klífa framastiga í lífinu." (stebbi, sko)

sunnudagur, desember 16

hamast°

Ég hamast eins og hamstur í jólahjóli við að klára verkefnin sem liggja fyrir í vinnunni svo ég komist í snemmbært jólafrí (á nubbnilega sex sumarfrísdaga inni). Sýnist það ekki ætla að takast. Íbúðin er í rúst, að vísu búið að fleygja upp einhverjum seríum á fremur kaotískan hátt og svo reyni ég að háma í mig jólaskapið með hangikjötssamloku frá Júmbó og sötra malt og appelsín með. Og leita mér fróunar í þessu ("leeeeet ðe sönsjææææn"):

Lightspeed Champion - The Flesh Failures


Lightspeed Champion - Xanadu

föstudagur, desember 7

rímar við münchhausen

Fyrst alþýðleg fræðsla:Síðan förum við meira út í teoríuna:Og svo tóndæmi (Kontakte):(Í tilefni af þessu, sumsé. Já, og svo bar hann víst einhverja ábyrgð á Atla Heimi)

þriðjudagur, desember 4

ég legg til

að við tökum upp rússneska þjóðsönginn. Af því að það er flottasti þjóðsöngurinn. Þegar ég hlusta á hann fyllist ég undarlegri löngun til að standa með uppbrettar ermar svo skín í stælta handleggi undir blaktandi fána við sólarlag og hylla alþýðuna og föðurlandið. Og ef einni vodkaflösku væri hellt oní mig í leiðinni yrði ég örugglega tilleiðanlegur til að kyssa rass pútíns í ölæði og geðshræringu. Ég meina, þetta er drulluflott lag. Og svo er líka hægt að rokka það upp. Væri hægt að gera það við gvuðvosslandið? Svo er þjóðsöngurinn sem sunginn var til keisarans líka afskaplega fallegur. (Getið hlustað á miklu, miklu meira hér)

laugardagur, desember 1

og hugsið ykkur...

... það er hægt að spila sama lagið á tvo mismunandi vegu við ólíkar aðstæður, en samt er það alltaf jafn ógeðslega flott.

Þetta lag eykur löngun mína til að fara til útlanda.