þriðjudagur, desember 4

ég legg til

að við tökum upp rússneska þjóðsönginn. Af því að það er flottasti þjóðsöngurinn. Þegar ég hlusta á hann fyllist ég undarlegri löngun til að standa með uppbrettar ermar svo skín í stælta handleggi undir blaktandi fána við sólarlag og hylla alþýðuna og föðurlandið. Og ef einni vodkaflösku væri hellt oní mig í leiðinni yrði ég örugglega tilleiðanlegur til að kyssa rass pútíns í ölæði og geðshræringu. Ég meina, þetta er drulluflott lag. Og svo er líka hægt að rokka það upp. Væri hægt að gera það við gvuðvosslandið? Svo er þjóðsöngurinn sem sunginn var til keisarans líka afskaplega fallegur. (Getið hlustað á miklu, miklu meira hér)

9 ummæli:

Eyja sagði...

Til hvers yfirleitt að hafa svona þjóðrembufyrirbæri eins og þjóðsöng?

GummiE sagði...

Ekki til neins, svosem, þetta eru frekar tilgangslaus fyrirbrigði. Reyndar er staða þeirra í dag áhugaverð. Hér áður fyrr var þetta ein leið valdhafanna til að lofsyngja sjálfa sig og völd sín og nýta sér mátt tónlistarinnar til að þjappa fólkinu saman um sinn málstað, ásamt því að búa til einhverja mýtu um "föðurlandið" og annað álíka félegt. Núna virðist þjóðsöngurinn helst gegna einhverju hlutverki á íþróttakappleikjum (enda eru það helstu rökin sem heyrast fyrir því að skipta um þjóðsöng, að það sé svo erfitt að syngja guðvossið á kappleikjum). Ef skipt yrði um þjóðsöng í dag yrði hins vegar áreiðanlega haldin almenn kosning og alveg eins og í júróvisjón myndi plebbalegasta lagið vinna (Ísland er land þitt). Þannig að þetta er áhugaverð spurning fyrir einhverja fræðinga sem nenna, hvaða hlutverki þjóðsöngur gegni í dag.

Toggi sagði...

Rússneski er flottur. Þegar ég heyri Ljúbeútgáfuna langar mig að ráðast inn í Afganistan :)

Og Guðvorslansinn er líka gríðarflott lag. Verst með ljóðið, sem varla getur talist sameiningarsöngur þjóðarinnar.

Best væri að yrkja nýjan og nota lagið áfram. Helst að Sævar eða Bibbi gerðu það. Eða Þórarinn Eldjárn.

Næstbest væri að skipta út og þar kemur bara eitt lag til greina:

Úr útsæ rísa Íslandsfjöll.

Lag - og texti - sem vekja hjá manni hliðstæðar tilfinningar og sá rússneski. Krúsjal fyrir landsliðin.

Gunnlaugur Þór Briem sagði...

Fyrst hægt var að rokka upp „Dánarfregnir og jarðarfarir“ hlýtur að vera að hægt að rokka upp Lofsönginn ... ef þú ert til í tveggja ára fangelsi fyrir það.

„Þjóðsönginn skal ekki flytja eða birta í annarri mynd en hinni upprunalegu gerð. ... Brot gegn ákvæðum laga þessara varða sektum eða [fangelsi allt að 2 árum].“

Svekk fyrir þig! :)

Villi sagði...

þá er bara að taka upp magnaða tónleikaplötu í fangelsinu og meikaða:-)

Eyja sagði...

Fyrir okkur sem ekki sækjum íþróttakappleiki skiptir þetta sem sagt ósköp litlu máli.

Ég veit ekki hvað ég mundi gera ef velluvæl á borð við "Ísland er land þitt" yrði fyrir valinu.

Vælan sagði...

NEI sammála! Ísland er land þitt fær mig til að skila kvöldmatnum á stundinni.. ég verð alltaf jafn ógeðslega fúl þegar ég heyri fólk tala um að hafa það sem þjóðsöng. Menningarsnauða pakk!

finnst reyndar ansi hæpið yfirleitt að fara að "breyta" þjóðsöngnum. jújú, textinn er kristinn og allt það en þetta er þjóðsöngurinn, eitt aðal sameiningartákn þjóðarinnar. Eigum við ekki bara að breyta fánanum líka, við gætum fengið okkur eitthvað svona fallegt paisley munstur, nú eða skipta jóni sigurðs á austurvelli út fyrir einhvern nýrri og betri.. Jóhannes í bónus eða einhvern,,

Hildigunnur sagði...

heh, Úr útsæ rísa Íslands fjöll er enn erfiðari í söng en Guðsvosslansinn.

Vona að þessi sem var að stinga upp á Eldgamla Ísafold hafi verið að grínast. Nema við skellum nýju lagi við, náttúrlega.

Og tek undir með systur minni og fleirum hér. Ísland er land þitt. ÆL!

Hallveig sagði...

sko.. EF þetta það ætti að skipta þá er í mínum huga bara eitt lag sem kæmi mögulega til greina, auðvelt í flutningi, fer ekki yfir mikið tónsvið, lagið brjálæðislega flott og textinn magnaður.

Land míns föður!!

(og fyrir þá sem það vilja má þessi faðir vera kynfaðir, forfaðir osfrv og fyrir þá sem það vilja má það vera Guð.. sneddí!)