sunnudagur, desember 16

hamast°

Ég hamast eins og hamstur í jólahjóli við að klára verkefnin sem liggja fyrir í vinnunni svo ég komist í snemmbært jólafrí (á nubbnilega sex sumarfrísdaga inni). Sýnist það ekki ætla að takast. Íbúðin er í rúst, að vísu búið að fleygja upp einhverjum seríum á fremur kaotískan hátt og svo reyni ég að háma í mig jólaskapið með hangikjötssamloku frá Júmbó og sötra malt og appelsín með. Og leita mér fróunar í þessu ("leeeeet ðe sönsjææææn"):

Lightspeed Champion - The Flesh Failures


Lightspeed Champion - Xanadu

2 ummæli:

hildigunnur sagði...

waaaah? júmbó? Evil!

baun sagði...

hárið. flott.

vona að jólaskapið hafi síast inn með hæfilegu magni af mæjónesi.