fimmtudagur, desember 27

lög ársins #1

Ég hef gert það einhvern tímann áður að telja upp eitthvað af þeim lögum og plötum sem heilluðu mig á árinu. Ég ætla að reyna það aftur, í nokkrum óreiðukenndum atrennum. Og byrja á lagi sem mér finnst einhvern veginn passa í dag.

Ég hef aldrei fattað þetta æði í kringum Amy Winehouse. Jú, hún getur sungið eins og Ella Fitzgerald og tónlistin er líka fín, svosem, en ekkert sem fékk mann til að staldra við. Og ég hef auk þess lítið gaman að því að fylgjast með fólki lenda á botninum, þannig að ég hef sleppt að lesa slúðrið í kringum hana eins og hægt er. En þegar ég heyrði þessa útgáfu á lagi sem er víst á nýjustu plötunni hennar náði hún loks að syngja sig inn í mig.

Amy Winehouse - Love is a losing game (Acoustic)

3 ummæli:

Elías sagði...

Arg! "Losing" en ekki "loosing"!!!!

GummiE sagði...

dísus kræst, maður. Takk. Eins gott að ég skrifaði ekki "looseing". Hangikjötið fékk mig til að gera þetta.

Grímsi sagði...

Þéttur blámi hjá Eimý! Bíð spenntur eftir næsta lagi.