mánudagur, desember 31

lög ársins #2Jens Lekman er æði, einhver sem maður væri alveg til í að bjóða í matarboð og hlusta á sögurnar hans langt fram á nótt. Eða: hann lítur út fyrir að vera alveg ógeðslega skemmtilegur og næs gaur. Hann heillaði okkur Grímsa í Norræna hústjaldinu í haust, þar sem hann spilaði lög af plötunni Night Falls Over Kortedala. Ef þið eigið hana ekki skuluð þið kaupa hana.

Jens Lekman - A Postcard to Nina

Og eitt vídeó, reyndar tekið á Íslandi, þar sem Jens flýgur um á rellunni TF FUN:

Jens Lekman - Sipping On Sweet Nectar

1 ummæli:

Harpa J sagði...

Gleðilegt ár!