fimmtudagur, desember 25

þriðjudagur, desember 23

farðu í rassgat, vinur

Fátt held ég að sé meira í anda jólanna þetta árið en að gefa skít í páfaræksnið. Og ágætt að rifja upp þetta fallega ljóð:

The Pope's Penis

It hangs deep in his robes, a delicate
clapper at the center of a bell.
It moves when he moves, a ghostly fish in a
halo of silver sweaweed, the hair
swaying in the dark and the heat -- and at night
while his eyes sleep, it stands up
in praise of God.

(Sharon Olds)

mánudagur, desember 22

very merry crassmasHvusslags, gleymi alveg aðventulaginu (ef þið hafið ekki áttað ykkur á því þá hef ég sett inn eitthvað jólakyns á hverjum sunnudegi í aðventu. Ekki spyrja mig hvers vegna. Tilgangslausir hlutir eru alltaf bestir. Og ekki það að ég sé í jólaskapi).

En þetta er gúddí gúddness. Pönkhljómsveitin Crass gaf á sínum tíma (1981 minnir mig) út 7 tommu jólaplötu með tveimur jólasyrpum sem samanstóðu aðallega af Crass-lögum spiluðum á skemmtara. Gríðarlega glaðbeitt og hresst allt saman. Á umslaginu sagði m.a.:
"COLD TURKEY ONE. VERY MERRY CRASSMAS. HERE'S AN AMAZING XMAS MEDLEY OF CRASS'S GREATEST HITS. SUPER FUN FOR ALL THE FAMILY. PLUS...SUPER FUN TIME COMPETITION THAT EVERYONE CAN JOIN IN. HERE'S WHAT YOU DO...IT'S EASY. JUST LIST, IN ORDER, THE TITLES OF THE EXCITING CRASS SONGS ON THIS RECORD. THE FIRST THREE CORRECT POSTCARDS TO BE RECEIVED WILL BE SENT THE FOLLOWING GREAT PRIZES...1ST PRIZE... BATHSALTS, 2ND PRIZE...ONE EXPLOITED SINGLE, 3RD PRIZE...TWO EXPLOITED SINGLES. HAVE FUN. SEND ENTRIES TO "CRASSMAS COMPETITION." PO BOX 279. LONDON N22. "
Og af því að ég er svo góður við ykkur og í svo miklu jólaskapi (je, ræt) þá fylgja hér lögin tvö. Svona gerist þegar anarkópönkarar komast í skemmtara. Það er þess virði að hlusta á syrpuna á hlið 2 til enda til að heyra pönslænið.

Crass - Very Merry Crassmass, hlið 1
Crass - Very Merry Crassmass, hlið 2

sunnudagur, desember 14

ættfræði og geni.com

Alltaf þegar pabbi byrjar að þusa um skyldmenni okkar og ættir fell ég í mók. Ég hef bara aldrei getað munað nokkurn skapaðan hlut um skyldleika og ættartengsl og á ættarmótum á ég alltaf í bölvuðum vandræðum með að muna hvernig fólk er skylt mér og hver er undan hverjum. En svo uppgötvaði ég þessa snilldarheimasíðu um daginn, Geni, þar sem maður getur dundað sér við að búa til ættartré. Og nú er ég alveg húkkt og búinn að hanga á Geni og Íslendingabók nokkurn veginn stanslaust undanfarna daga. Og farinn að átta mig betur á því hvernig þetta pakk allt saman er skylt mér.

Fór því að gúgglgramsa og fann þessa bráðskemmtilegu mynd af afa og ömmu í fermingarveislu sonar Jóhannesar úr Kötlum. Afi stendur í dyragættinni og heldur á dóttur Kristmanns Guðmundssonar, Kristmann heldur svo utan um ömmu mína lengst til hægri á myndinni. Gaman að þessu.

jólaskapið

Ég reyni mitt besta til að komast í jólaskap en alltaf eitthvað verið að skemma það fyrir manni. Fyrir utan ðe júsjúal söspekts (ríkisstjórn, seðlabanka og så videre) þá hlýtur leigusalinn minn að hljóta viðurkenningu sem jólaskapshrellir ársins. Mætir til mín tveimur vikum fyrir jól og tilkynnir mér að líklega þurfi ég að yfirgefa íbúðina fljótlega eftir áramót þar sem hann (eða hún. Eða reyndar þau) þurfi að nota hana sjálf því einhverjum útlendingum langi til að kaupa penthásið þeirra. Og núna sé ég engan tilgang í jólahreingerningu (sem vissulega er þörf á) og er almennt ekki í neinu stuði til neins.

Eina ráðið sem ég kann til að komast í eitthvað smá jólaskap er að hlusta á jólalög á finnsku. Almennt finnst mér sú regla gilda, að ef eitthvað er leiðinlegt þá nægir að segja það á finnsku til að það verði skemmtilegt. Og það á alveg hreint ágætlega við um jólalög. Sumsé, vessgú, jólalög á finnsku.

Og hvernig getur lag sem heitir "Marian poikalapsi" verið eitthvað annað en skemmtilegt?

Matti ja Teppo - Marian poikalapsi

laugardagur, desember 13

spænskar kvikmyndir

Ég er alveg skelfilega lélegur í að plögga sjálfan mig eða það sem ég er að gera. Þess vegna á ég sjálfsagt eftir að veltast um einn í mínu horni í tótal obskjúrití það sem eftir er ævinnar, sama hvað ég tek mér fyrir hendur. En, semsagt, ég og nemendur mínir erum í útvarpinu þessar vikurnar. Ég kenndi semsagt í haust námskeiðið Kvikmyndir Spánar við HÍ og fékk þá hugdettu að troða fólkinu í Kviku á laugardagsmorgnum á Rás 1. Minn pistill heyrðist fyrir tveimur vikum, og svo koma þeir einn af öðru, alls átta, ef ég man rétt. Svo er hægt að lesa alla pistlana á Kvika.net. Og hana nú.

mánudagur, desember 8

er hægt að skipta um þjóð?

Mér líður eins og það sé verið að segja mér eitthvað með svona frétt og svona frétt. Ekki síst vegna þess að seinni fréttin er sú mest lesna á Vísi.is í dag.

fimmtudagur, desember 4

Mikel Laboa (1934-2008)Ég ætlaði einhvern tímann fyrir löngu, þegar ég var ennþá að dunda mér við að setja hérna inn spænska tónlist, að skrifa færslu um Mikel Laboa. Þar sem karlinn tók upp á því að deyja um það leyti sem við íslendingar syrgðum fullveldið, fær hann loks þessa færslu til minningar. Það hefði líka verið ósvífni að setja Mikel Laboa undir hatt spænskrar tónlistar.

Mikel Laboa er Megas þeirra Baska. Eða Bob Dylan. Eða Jacques Brel. You get my drift. Það má kalla hann föður baskneskrar þjóðlagatónlistar (í nútímaskilningi þess orðs). Hann fæddist í Pasaia í Gipuzkoa-héraði 1934 og lést 1. desember síðastliðinn í Donostia (San Sebastian), 74 ára að aldri. Hann lærði til læknis og geðlæknis á 6. áratugnum og vann alla tíð bæði sem læknir og tónlistarmaður. Hann heillaðist sérstaklega af suður-amerískum tónlistarmönnum eins og Violetu Parra og leit alltaf á sig sem pólitískt söngvaskáld. Á þessum tíma ríkti einræðisstjórn Franco á Spáni sem var síst vinveitt böskum og baskneskri menningu. Notkun á basknesku var bönnuð opinberlega á þessum tíma og allt reynt til að halda sjálfstæðistilburðum fólks í skefjum. Mikel hafði mikinn áhuga á að viðhalda baskneskri menningu og tungu og stofnaði menningarhópinn Ez dok Amairu ("þrettán er ekki til") og innan þess hóps hóf hann að semja og spila tónlist ásamt Benito Lertxundi, öðrum frægum baskneskum vísnasöngvara, og teljast þeir upphafsmenn þeirrar stefnu sem kallast oft "nueva canción vasca".

Tónlist Mikel Laboa er hefðbundin þjóðlagatónlist með tilraunakenndum blæ, hann syngur ýmist þekktar þjóðvísur eða semur lög við nútímaljóð sem stundum eru samin sérstaklega fyrir hann. Hann gaf út fjölmargar plötur á ferlinum og sú sjötta, Bat-Hiru (einn þrír) sem kom út 1974, var fyrir nokkrum árum valin besta baskneska plata allra tíma í könnun dagblaðsins Diaro Vasco. Hér koma einmitt tvö dæmi af þeirri plötu. Það fyrra er gömul þjóðvísa og það síðara, öllu tilraunakenndara, er samið við ljóð eftir ljóðskáldið Joxean Artze þar sem skáldið túlkar á sinn hátt voðaverkin í Gernika 1937 og málverk Picasso sem fjallar um sama atburð. Bæði lögin eru eftir Mikel Laboa.

Mikel Laboa - Haika Mutil
Mikel Laboa - Gernika

Frægasta lag Laboa er þó Txoria Txori, sem er einnig að finna á Bat-Hiru. Txoria Txori er hluti af ljóði eftir áðurnefndan Joxean Artze. Ljóðið lýsir á myndrænan hátt tilfinningum baska til lands síns og þrá þeirra eftir frelsi og lítur fyrsta erindið (sem Laboa notar í lagi sínu) svona út.

Mikel Laboa - Txoria Txori

Hegoak ebaki banizkio
nerea izango zen,
ez zuen aldegingo.
Bainan, honela
ez zen gehiago txoria izango
eta nik...
txoria nuen maite

Ef ég klippti af honum vængina
væri hann minn
og flygi aldrei burt.
En þá væri hann ekki lengur fugl
og það var fuglinn sem ég unni.


Og hér má heyra skáldið sjálft flytja ljóðið, ásamt fleiri ljóðum:Lagið varð fljótlega eins konar einkennislag baskneskra sjálfstæðissinna og þykir lýsa ágætlega samskiptum baska við herraþjóðina, spánverja (þar sem fuglinn er tákn Baskalands sem Spánn reynir að klippa vængina af) og hvert mannsbarn í Baskalandi ku víst kunna lagið. Til að gefa einhverja hugmynd um hversu mikilvægt lagið er böskum eru hérna tvö dæmi. Það fyrra er tekið upp á ónefndri knæpu í ónefndum bæ í Baskalandi, og það seinna er frá því þegar Joan Baez flutti lagið á tónleikum í Bilbao:mánudagur, desember 1

ísland er land, þar býr fólk

Ég veit ekki með aðra, en ég fer bráðum að fá upp í kok á þessu þjóðernisbulli sem allir virðast reyna að nota sem þriðja kryddið, bæði stjórnvöld og mótmælendur. Ísland er land, þar býr fólk. Er það ekki nóg? Þarf endilega að troða inn lýsingarorðum eins og "stolt", "hugrökk", "fornfræg", "falleg" og þar fram eftir götunum? Reyndar bendir margt til þess að hér búi aðallega andlausir aumingjar, en þeir eiga nú líka sinn rétt, greyin.

föstudagur, nóvember 28

ay, que hermoso

Þetta er óskaplega harmrænt og fallegt. Hinn heimsfrægi söngvari El Principe Gitano (sígaunaprinsinn) spreytir sig á lagi Presleys, In the Ghetto.Ef þið viljið syngja með þá lítur textinn einhvern veginn svona út:

IN DE GUETO
EL PRINCIPE GITANO

An de sno frai
On te colen grei chicago mun
Beibi beidi cahrlis mornis is
In de gueto

An de hers mama crai
Cos en ninfi uan shinoshidoni
Mordi en di engri monflin
In de gueto

Pipol you on de taim
De chilin jilin bijain
En jil grov you on mondai
Tuquelo que yu an mi
Awichu blain chu si
De wi simpli ten an wen
An grur de don de güey


Wed de vuelten
An de uelguen jei kiliti wu ui reni
Brus prissis tu ruiti wai brus
In de gueto

An de jan gai ben
Sosi star el churruan estruit
Naili chus tu flilij in fanch is
In de gueto

De cual nei en depresio
An de you mal brike a wey
E ji sei cal a stili car
Kil tu ruan strui far
Je mon mama crai

Ar de craun un gan de ruan de strui
You ma feiz da yu in de struiti y fin
In de gueto

An de yon man dai
on de colein grei chicago mun
modeliti beibi charlis she is born
in de gueto

an dos mama crai

fimmtudagur, nóvember 20

ég vild'ég gæti soðið heila önd

Lítið á þessu bloggi að græða, er andlaus og vitlaus en reyni þó mitt besta til að semja útvarpserindi og fyrirlestur, fara yfir ritgerðir og verkefni og semja próf. Feginn verð ég þegar það er búið og get fleygt mér upp í sófa og glápt á vídjó án nokkurrar sektarkenndar. En þessi kona er falleg:laugardagur, nóvember 15

ammæli

Ég held að fátt sé fegurra en einmitt þetta myndband. Og einhvern veginn nær það að fanga stemninguna í ammælinu mínu í gær. Það var bara svona gaman.

fimmtudagur, nóvember 6

Obama

Hvort Obama stendur undir öllum væntingum eða ekki er ómögulegt að segja. En ef það hefur farið framhjá einhverjum hversu magnað það verður að sjá Obama fjölskylduna stíga inn í Hvíta húsið nægir kannski að kíkja á þetta atriði úr þáttaröðinni um John Adams, annan forseta Bandaríkjanna:Did slaves build the White House?

þriðjudagur, nóvember 4

Fjárfestar, blablabla

Jú, ég hef áhyggjur af yfirtöku Jóns Ásgeirs á fjölmiðlum. Og spillingin í kringum það er viðurstyggð, sérstaklega ef Sigurjón landsbankastjóri sá um þetta. Ef ríkisstjórnin vill ekki frysta eigur þessara manna gætu þau þó í það minnsta komið því þannig fyrir að þessir menn megi ekki koma nálægt viðskiptum á Íslandi fyrr en það er búið að rannsaka allt havaríið.

En þessi umræða um fjölmiðla, yfirtöku Jóns Ásgeirs og hina meintu losun Birtíngs frá Baugi sýnir svo ekki verður um villst að við erum ennþá föst í útrásar- og góðæris hugsanavillum. Sumsé það að það sé ekkert hægt að gera hérna á þessu landi nema fokríkir fjárfestar komi að hlutunum. Fjárfestar eru auðvitað til margra hluta nytsamlegir, t.d. þurfa mörg sprotafyrirtæki á fjármagni að halda til að koma rekstrinum af stað, sérstaklega hátæknifyrirtæki. En, kommon, dagblaðarekstur er ekki geimvísindi, eða hvað? Ég væri alveg til í að sjá hóp blaðamanna taka sig til og stofna sjálfstætt dagblað og reka það sem kó-op. Er það út í hött? Nóg er af ágætlega skrifandi blaðamönnum sem virðast alveg nenna að blaðamannast.

Og svo væri ég alveg til í að fá eitt stykki svona í bæinn. Vilja einhverjir vera memm? Reyndar finnst mér að svona rekstrarform mættu alveg verða algengari á Íslandi. Eins og stendur er það bara Kaffi Hljómalind sem er rekið á einhvern svona hátt (eftir því sem ég best veit). Jú, og kannski Sólheimar.

fimmtudagur, október 30

AmmælisplöggHugleikur (leikfélagið, altso) á ammæli um þessar mundir. Heilla 25 ára gamalt. Af því tilefni verður stuttverkadagskrá frumsýnd annað kvöld kl. 8 í Listasafni Reykjavíkur og nefnist hún „Ó, þessi tæri einfaldleiki“ (og endurtekin á laugardags- og sunnudagskvöld). Heilar 1500 krónur inn, sem er spottprís. Ég geri nú, aldrei þessu vant, mest lítið, glamra eitthvað smá og gaula en læt aðra um að leika og leikstýra (ætli það fari ekki líka best á því). En sumsé, allir að mæta sem vilja okkur kæta og af gleði græta. 

laugardagur, október 18

innhverf íhugun

Fyrir nokkrum árum var mikið grínast með það í fréttum að hópur fólks sem ástundaði innhverfa íhugun (gott ef ekki á vegum Maharishi bítlajóga) ætluðu að íhuga saman í hóp og héldu því fram að ef nógu margir íhuga og einbeita sér að friði, komist á friður í heiminum. Viðbrögð seðlabanka og ríkisstjórna heimsins við kreppunni eru í sama dúr: reyna að kaupa eins marga og þau geta til að íhuga og trúa á markaðinn, þá verði allt gott aftur. (Rafaugað útskýrir þetta betur.)

þriðjudagur, október 14

glaðst yfir litlu

Þrátt fyrir ástandið í þjóðfélaginu er nú hægt að finna sér eitthvað til að gleðjast yfir:

  1. að Íbúðarlánasjóður var ekki seldur
  2. að Björn B. fékk ekki að stofna her 
  3. að bókasöfnin urðu ekki frjálshyggjunni að bráð, og
  4. að Airwaves er að byrja á morgun

mánudagur, október 13

kjánahrollur

Mér er illa við þjóðernisást. Og enn verr við það þegar einhver gaur gerir sig breiðan í nafni einhverrar þjóðar sem ég tilheyri. Pant ekki vera memm. Best að vinna aðeins á móti þessu með hljómsveit sem heitir því hógværa nafni "America". Soft-rokkið blífur, börnin mín. Þetta er nú svona "best of", bara:

America - A Horse With No Name
America - I Need You
America - Sister Golden Hair

Jæja, farinn að horfa á Carmen.

laugardagur, október 11

vort daglegt brauðMeira soft rokk. Aldrei nóg af því. Og þetta passar nú eiginlega alveg við daginn í dag og undanfarna daga. Ömurlegur dagur, en maður getur þó gargað af gleði. Rétt eins og piltarnir kátu í hljómsveitinni Bread.

Bread - Dismal Day

mánudagur, október 6

tískufyrirmyndinÉg ólst upp á kúabúi en sprangaði þó aldrei um með kúnum íklæddur hormottu og óverolls einum fata. Ég virðist hafa misst af miklu stuði þar. Þessi fallegi piltur heitir Norman Greenbaum. Og samdi alveg dágóð dægurlög. Til dæmis þetta, sem verður að teljast með betri lögum í heimi:

Norman Greenbaum - Spirit in the Sky

sunnudagur, október 5

jöklabréfAlltaf þegar ég heyri orðið "kreppa" sé ég Jökul sundkennara fyrir mér þar sem hann stendur á sundlaugarbakkanum og sýnir okkur með báðum höndum og öðrum fæti hvernig á að synda bringusund: "Beygja...kreppa...sundur...saman"

sunnudagur, september 28

Meinarðu Macbeth?

Ég er búinn að lofa sjálfum mér því að fara talsvert meira í leikhús í vetur en undanfarin ár. Eða réttara sagt, að fara ekki bara á áhugaleiksýningar heldur líka kíkja á hvað þessir atvinnumenn þykjast kunna. Og þar sem ég hugsa að skoska leikritið (eða það sem eftir stendur af því eftir að hópur ungra leikara hefur "rannsakað" verkið) verði eitt af því fyrsta sem ég sjái, þá er ekki úr vegi að rifja upp þessa tímalausu snilld:

mánudagur, september 15

I'm the son, and the heir...

Það er ansi skítt þegar maður áttar sig á því að barnið manns hefur náð að erfa manns verstu eiginleika. Heppinn. Ég hef nú blessunarlega náð að vaxa að mestu upp úr þessari félagsfötlun minni, og var svo sem ekkert alltaf létt, en það er samt ekkert á við það að horfa upp á son sinn glíma við svipaða hluti. Í fyrravetur gekk barnið í gegnum hreint helvíti í skólanum, hann var hunsaður af félögunum, gekk með veggjum og námið gekk illa. Grét sig í svefn ófá kvöld. Við foreldrar hans tókum samt á þessu og náðum aðeins að vinna á þessu með hjálp frá góðu fólki. Mamma hans var staðráðin í að flytja í annað hverfi til að drengurinn losnaði úr þessu, en hann vildi ekki flytja, fannst eitthvað spennandi við að fara í 7. bekk nú í haust og vera elstur í skólanum. Fyrstu vikurnar hafa reyndar gengið vel, hann er áhugasamur um námið og lærir heima af sjálfsdáðum (í fyrra var þetta sífellt stríð). En svo kem ég að honum uppi í rúmi á sunnudagskvöld þar sem hann situr daufur í dálkinn. Þegar ég geng á hann segist hann vera leiður yfir því að vera eins og hann væri, enginn léki við sig eða talaði við sig að fyrra bragði í skólanum, þegar hann reynir að tala við aðra er honum oft ekki ansað. Enginn biður hann að fyrra bragði um að leika eftir skóla, og þegar hann spyr aðra eru þeir alltaf að fara að leika við aðra. Og ef hann ákveður að fara samt með þá er honum leyft það en venjulega látið eins og hann sé ekki þarna. Og hann situr eftir og finnst hann misheppnaður, en skilur ekki alveg hvernig eða af hverju. Og ég á ósköp erfitt með að útskýra þetta fyrir honum, þrátt fyrir að hafa lent í ekki ósvipuðum aðstæðum. Eina sem ég get sagt af viti er að þetta muni batna með tímanum, þegar hann fer í unglingadeild eða í menntó og kynnist nýjum vinum. En það lagar ekki vandann sem er hér og nú. Og unglingsárin framundan. Úff.

Sem betur fer hefur aukist meðvitun um það í skólakerfinu að sum börn búi yfir minni félagsfærni en önnur og að þau þurfi þjálfun til að takast á við þetta og eignast vini. En það sem gleymist er að þau sem virðast búa yfir eðislægri félagsfærni og fara létt með þetta þurfa ekki síður á þjálfun að halda. Læra að taka tillit, gefa öðrum séns, passa að enginn sé útundan. Í stað þess að baða sig eingöngu í eigin vinsældum. Annars er þetta ókleifur veggur fyrir þá óframfærnu. En sjálfsagt er það of sósjalískur hugsunarháttur fyrir nútímasamfélagið. Kill or be killed.

Og mér líður eins og bölvuðum óþokka að vera að gefa syni mínum þetta í arf. Oh, well. Who said life was fair.

fimmtudagur, ágúst 28

góð er kreppan

Það skrýtna við þessa kreppu er að ég er að drukkna í vinnu og í fyrsta sinn í mörg ár á ég einhvern afgang þegar matur og nauðþurftir hafa verið keyptar. Hins vegar lapti ég dauðann úr skel í góðærinu öllu saman.

sunnudagur, ágúst 17

merlene ottey

Jamaíkamenn og -konur burstuðu alla í 100 metra hlaupum á ólinu leikunum. Sem minnir á það að ólinu leikarnir í ár eru fyrstu leikarnir síðan 1980 sem Merlene Ottey tekur ekki þátt í. Hún reyndi nú samt. Það munaði 0,0028 sekúndum að hún kæmist til Beijing. Ekki slæmt hjá 48 ára gamalli konu.

þriðjudagur, ágúst 12

elsku hildur

Takk kærlega fyrir að sakna mín. Ég er hins vegar önnum kafinn í sumarfríi við að horfa á Buffy the Vampire Slayer og Firefly og almennt njóta þess að vera andlaus og vitlaus. Ég lofa að blogga einhvern tímann aftur, líklega þegar andinn kemur yfir mig. Þangað til geturðu hlustað á Guð tala í gegnum Kris Kristoferson:

Kris Kristoferson - To Beat The Devil

fimmtudagur, júlí 3

skítasker með skítayfirvöldum

Á morgun, 4. júlí á milli 12:00 og 13:00, verða mótmæli fyrir utan dómsmálaráðuneytið í Skuggasundi. Þar verður þess krafist að Pauli Ramses verði snúið aftur til Íslands og fjallað um mál hans hér. Mætið og látið í ykkur heyra. Og látið þetta ganga.

þriðjudagur, júlí 1

Spánn

Spánn er dásamlegt land. Ég er með alvarlega Spánardellu, ef ég heyri spænsku talaða úti á götu langar mig strax til að blanda mér í umræðurnar. Ég er satt að segja að drepast úr "heimþrá", mig langar svo aftur til Spánar. Síðustu dagar og vikur hafa lítið dregið úr því, nema síður sé. Og þegar maður les svona lofgrein verð ég nánast hugsjúkur. Djöfull held ég að ég sé lélegur íslendingur (á mælikvarða sumra, allavega).

mánudagur, júní 9

Lestarleikur

Þegar lestin rennur af stað inn í göngin sér enginn hvað gerist í lestarklefanum. Hvað er hægt að komast upp með áður en hún rennur í hlað á næsta áfangastað? Metro de Madrid kynnir (óafvitandi): Trainactinglaugardagur, apríl 26

mánudagur, apríl 21

getraun dagsins

Hver sagði þetta?:

"I want the Iranians to know that if I'm the president we will attack Iran. In the next ten years, during which they might foolishly consider launching an attack on Israel, we would be able to totally obliterate them."

Hmm, framtíðin er björt...

(Hint: Byrjar ekki á John og endar ekki á McCain...)

þriðjudagur, apríl 8

spurning dagsins er...

... hver í fjáranum er Katelyn Halldorson og hvenær verður hún fosseti Bandaríkjanna?

The boldest inquiry came from junior Katelyn Halldorson, who asked what exactly the senator was doing at her school.

"I think judging by the amount of press representatives here and also by the integration of your previous political endorsements in your earlier personal narrative, we can see that this isn't completely absent – er political motivation isn't completely absent," she said. "Yet we were told that this isn't a political event. So what exactly is your purpose in being here – not that I don't appreciate the opportunity, but I'd just like some clarification."


Sko hér. Og hér. ("Junior" þýðir að stúlkan er ca. 15-16 ára)

mánudagur, apríl 7

dagfinnur dýralæknir

Hafiði tekið eftir því að í allri þessari kreppu, gengisumræðu og bankavandræðum er aldrei talað við fjármálaráðherrann?

fimmtudagur, mars 20

páskadiskó!Hercules and Love Affair eru eins svöl og hópur fólks getur verið. DJ Andrew Butler er heilinn á bak við þetta (engar áhyggjur, ég hef ekki heldur hugmynd um hver það er, en hann er víst verulega svalur dúddi) og Antony syngur. Og það er hægt að hrista rassa við þetta. Á plötunni sinni vinna þau úr arfleifð diskósins og úr nógu er að moða. Chic, Moroder, hústónlist Chicago, þetta er allt þarna. Og allt til staðar, hæhattur á útopnu, blásarar, áttundaflakk í bassalínunni og éveitekkihva.

Blind:


Time Will Tell:Hér er svo vídjóið við Blind. Einhver píslarvættisstemning í gangi þarna, sem á auðvitað vel við.

sunnudagur, mars 9

ædol

Ég fylgist nú ekkert sérstaklega vel með, þannig að ég hef ekki hugmynd um hvort það sé ennþá til íslenskt ædol. Allavega, það sem ég hef séð af íslenskum ædolævintýrum sannar að við erum hallærisplebbar og viðrini. Annað en Búlgarar. Hversu kúl er þetta? Nevena, sigurvegarinn úr búlgarska ædolinu 2007, kvarttónar og alles, ásamt föngulegum förusveinum og -meyjum:

En það eru nú líka til viðrini í Búlgaríu, það er ekki það:

sunnudagur, mars 2

Skuggalestin

Annars setti ég upp nýtt blogg, Skuggalestina, þar sem ég ætla bara að skrifa um kvikmyndr. Þar sem ég er ansi hreint blogglatur má þetta teljast fremur heimskuleg ákvörðun, en sjáum hvað setur.

Úr fjötrum fortíðar

Fyrirsögnin er sjálfsagt tvíbent: 68-kynslóðin losaði sig úr fjötrum fortíðar foreldra sinna og eru nú laus úr fjötrum sinnar eigin æsku, enda orðin ráðsettir miðaldra smáborgarar.

föstudagur, febrúar 29

melankólískt mixteip

Frost um helgina og norðangarri. Þá er bara að sitja undir teppi og sötra heitt konjaksbætt kakó, hlusta á melankólíska tónlist og dreyma um hláku.

Melankólískt mixteip (ca. 60 min)

1. Neko Case - Alone and Forsaken (Hank Williams kover)
2. Maria Bethania - Ultimo desejo
3. Blonde Redhead - Girl Boy
4. Calexico - Missing
5. Elliot Smith - Angeles
6. John Cale - Amsterdam
7. The Divine Comedy - A Lady of a Certain Age
8. Lambchop - The Daily Growl
9. John Cale - Andalucia
10. Tom Waits - Poor Edward
11. Susanna and the Magical Orchestra - Jolene
12. Ólöf Arnalds - Náttsöngur
13. Jeff Buckley - Hallelujah
14. Stina Nordenstam - People are Strange
15. Yo La Tengo - Tears are in Your Eyes
16. Jimmy Cliff - Many Rivers to Cross

þriðjudagur, febrúar 26

mánudagur, febrúar 25

sunnudagsbloggun

prúðuleikararnir + hávaði (nánar tiltekið lightning bolt)og þetta er ógeðslega fyndið, en ég skil svosem alveg ef þið endist ekki til að horfa á það allt. Hins vegar fyllir það mig hamingju:

laugardagur, febrúar 23

vingultitlingur

Þetta orð lærði ég í gær. Samanber:

"Óttalegur vingultitlingur er hann Össur."

Eða:

"Voðalega var þetta nú vingultitlingslegt blogg hjá honum Össuri."

(lærði orðið reyndar í allt öðru samhengi, en það er fallegra svona)

föstudagur, febrúar 22

tits!

Já, og svo dauðlangar mig á tónleika með Múgsefjun á morgun. Og þegar ég horfi á þetta dauðlangar mig í sumar:

balls!

Beisiklí, jess. Náði ég loksins að böggla saman tveimur heimasíðum, annarri eftir uppskrift þessa snillings og hinni nokkurn veginn hjálparlaust. Svo þarf ég víst að böggla saman þeirri þriðju um helgina.

Skýring á fyrirsögninni er hér.

mánudagur, febrúar 18

kaffihús í vesturbæinn


Mig langar í kaffihús í Vesturbænum. Og ég veit alveg hvar það á að vera. Í hvert sinn sem ég geng framhjá gamla Iðunnarhúsinu á Bræðraborgarstíg hugsa ég hvað það væri pottþéttur staður fyrir kaffihús. Stórir gluggar sem beinlínis orga á mann að setjast við sig og horfa út á mannlífið. Nú er þarna eitthvað útvegsfyrirtæki sem kallast Brim. Reyndar finnst mér að Bræðraborgarstígurinn gæti verið tilvalin gata fyrir sérverslanir og menningarstarfsemi, svona eitthvað í líkingu við Skólavörðustíginn. Það er svona smá vísir að þessu, postulínsbúðin skrýtna á horninu við Vesturgötu og bæði Bjartur og JPV eru með skrifstofur á næstu grösum. Það er eins og þetta svæði gleymist alltaf hjá borgaryfirvöldum (nema þegar hægt er að rífa hús til að byggja blokk).

sunnudagur, febrúar 17

vatnsmýrin

Kíkti á Vatnsmýrartillögurnar í dag. Þær virkuðu sumar allt í lagi, þótt ég sé ekkert slefandi hrifinn, eins og sumir virðast vera. Vinningstillagan er örugglega fín svona skipulagslega, þó ég sjái ekki alveg þörfina á nýrri tjörn en hins vegar finnst mér byggingarnar sem fylgja ljótar, þetta lítur frekar út eins og Borgartún í yfirstærð. Í heildina, allavega svona í fljótlegri yfirferð, voru flestar tillögurnar óttalega rúðustrikaðar og ég sá bara eina þar sem Vatnsmýrin leit út eins og staður sem ég myndi langa til heimsækja eða búa í, þar voru húsin gamaldags og götuskipanin var götur sem gengu út frá miðtorgi. Virkaði pínulítið eins og miðbærinn í Dublin. En sú tillaga komst ekki einu sinni í úrslitin, þannig að það er alveg borin von um eitthvað svoleiðis. En þetta eru svosem bara tillögur ennþá og flugvöllurinn er ekki nærri því farinn. Það er samt gott að fá umræðuna.

miðvikudagur, febrúar 13

minning um mann

Ömurlegu fréttirnar, semsagt. Fékk þær fréttir um daginn að góður vinur minn, Paul Loustau, hefði dáið í nóvember. Hann var leikari, í blóma lífsins og allt gekk vel, var farinn að fá frekar stór hlutverk í bíómyndum og sjónvarpsþáttum. Og í stuttmyndum hjá mér. Set hér inn eina svona honum til heiðurs. Kannski vafasamur heiður. Mynd sem ég gerði á öðru ári í kvikmyndaskóla, skólaverkefni með öllum sínum göllum, kannski ekkert spes en mér þykir vænt um hana. Og hún hefur enn meiri þýðingu fyrir mér núna. Lífið sökkar feitt. (Paul er þessi ljóshærði)

hér er ég

Ég fékk ömurlegar fréttur að utan um daginn og er búinn að vera á hálfgerðum bömmer undanfarið. Þegar mér var bent á þetta (sem mér skilst að allir nema ég séu búnir að heyra) glaðnaði þó ögn yfir mér:

Johnny Poo - Hvar er Guðmundur?

sunnudagur, febrúar 3

benelux

Vinur minn, fyrrverandi skólabróðir og snillingur, Gonzalo Munilla, er búinn að gera stuttmynd sem heitir Benelux. Og er bara helvíti góð, eins og þið getið dæmt um sjálf:(Annars á kannski vel við að setja þessa mynd inn núna þar sem eitthvað virðist vera að gerast hjá Sigguláru.)

jæja...

Smellið á þessa linka ef þið þorið:

www.molestationnursery.com
www.penisland.net
www.cummingfirst.com

(Ef þið leggið ekki í það er skýring hér. www.powergenitalia.com er líka flott, en þeir virðast vera búnir að fatta djókinn).

miðvikudagur, janúar 23

Farðu burt frá mér, ég nenni ekkert að tala við þig!

Jamm, segir allt sem segja þarf. Það er víst mótmælastaða við Ráðhúsið kl. 11.45 á morgun (eða í dag, eftir því hvort þið eruð að lesa þetta í dag eða á morgun. Ok, á fimmtudaginn 24.). Ég er að spá í að mæta, þrátt fyrir að þetta sé á vegum ungliðahreyfinga vinstri grænu samfylkingarframsóknar. Ég er með ofnæmi fyrir stjórnmálaflokkum, en samt, eitthvað verður maður að gera. Semsagt, allir að mæta (og skrifa undir). Og allir saman nú "Farðu burt frá mér, ég nenni ekkert að tala við þig!"

sunnudagur, janúar 20

Hittohetta

Rússneskt ævintýri:


Game Over:


Levi's auglýsing e. Michel Gondry:


Atriði úr Soy Cuba e. Kalatozov frá 1964 (takið sérstaklega eftir síðasta langa skotinu):


Les Kiriki Acrobates Japonais e. Segundo de Chomón (frá 1907):


Eitthvað svipað, en nær okkur í tíma:


Buddy Rich og Dýri battla í bítinu:


Annað atriði úr Soy Cuba:

miðvikudagur, janúar 2

hih, ekki slæmt
logo
Hvilken historisk personlighet er du?

Mitt resultat:
Leonardo DaVinci
Du er et multigeni som både kan lage fantastiske kunstverker, utvikle usannsynlige oppfinnelser og tenke tanker høyt over de fleste andre. Det er bare å velge og vrake for deg! Hva skal du bli, hva skal du gjøre? Verden ligger for dine føtter. En ting er sikker: du vil huskes i mange, mange år etter din død.
Ta denne quizen på Start.no