miðvikudagur, janúar 23

Farðu burt frá mér, ég nenni ekkert að tala við þig!

Jamm, segir allt sem segja þarf. Það er víst mótmælastaða við Ráðhúsið kl. 11.45 á morgun (eða í dag, eftir því hvort þið eruð að lesa þetta í dag eða á morgun. Ok, á fimmtudaginn 24.). Ég er að spá í að mæta, þrátt fyrir að þetta sé á vegum ungliðahreyfinga vinstri grænu samfylkingarframsóknar. Ég er með ofnæmi fyrir stjórnmálaflokkum, en samt, eitthvað verður maður að gera. Semsagt, allir að mæta (og skrifa undir). Og allir saman nú "Farðu burt frá mér, ég nenni ekkert að tala við þig!"

Engin ummæli: