föstudagur, febrúar 29

melankólískt mixteip

Frost um helgina og norðangarri. Þá er bara að sitja undir teppi og sötra heitt konjaksbætt kakó, hlusta á melankólíska tónlist og dreyma um hláku.

Melankólískt mixteip (ca. 60 min)

1. Neko Case - Alone and Forsaken (Hank Williams kover)
2. Maria Bethania - Ultimo desejo
3. Blonde Redhead - Girl Boy
4. Calexico - Missing
5. Elliot Smith - Angeles
6. John Cale - Amsterdam
7. The Divine Comedy - A Lady of a Certain Age
8. Lambchop - The Daily Growl
9. John Cale - Andalucia
10. Tom Waits - Poor Edward
11. Susanna and the Magical Orchestra - Jolene
12. Ólöf Arnalds - Náttsöngur
13. Jeff Buckley - Hallelujah
14. Stina Nordenstam - People are Strange
15. Yo La Tengo - Tears are in Your Eyes
16. Jimmy Cliff - Many Rivers to Cross

þriðjudagur, febrúar 26

mánudagur, febrúar 25

sunnudagsbloggun

prúðuleikararnir + hávaði (nánar tiltekið lightning bolt)og þetta er ógeðslega fyndið, en ég skil svosem alveg ef þið endist ekki til að horfa á það allt. Hins vegar fyllir það mig hamingju:

laugardagur, febrúar 23

vingultitlingur

Þetta orð lærði ég í gær. Samanber:

"Óttalegur vingultitlingur er hann Össur."

Eða:

"Voðalega var þetta nú vingultitlingslegt blogg hjá honum Össuri."

(lærði orðið reyndar í allt öðru samhengi, en það er fallegra svona)

föstudagur, febrúar 22

tits!

Já, og svo dauðlangar mig á tónleika með Múgsefjun á morgun. Og þegar ég horfi á þetta dauðlangar mig í sumar:

balls!

Beisiklí, jess. Náði ég loksins að böggla saman tveimur heimasíðum, annarri eftir uppskrift þessa snillings og hinni nokkurn veginn hjálparlaust. Svo þarf ég víst að böggla saman þeirri þriðju um helgina.

Skýring á fyrirsögninni er hér.

mánudagur, febrúar 18

kaffihús í vesturbæinn


Mig langar í kaffihús í Vesturbænum. Og ég veit alveg hvar það á að vera. Í hvert sinn sem ég geng framhjá gamla Iðunnarhúsinu á Bræðraborgarstíg hugsa ég hvað það væri pottþéttur staður fyrir kaffihús. Stórir gluggar sem beinlínis orga á mann að setjast við sig og horfa út á mannlífið. Nú er þarna eitthvað útvegsfyrirtæki sem kallast Brim. Reyndar finnst mér að Bræðraborgarstígurinn gæti verið tilvalin gata fyrir sérverslanir og menningarstarfsemi, svona eitthvað í líkingu við Skólavörðustíginn. Það er svona smá vísir að þessu, postulínsbúðin skrýtna á horninu við Vesturgötu og bæði Bjartur og JPV eru með skrifstofur á næstu grösum. Það er eins og þetta svæði gleymist alltaf hjá borgaryfirvöldum (nema þegar hægt er að rífa hús til að byggja blokk).

sunnudagur, febrúar 17

vatnsmýrin

Kíkti á Vatnsmýrartillögurnar í dag. Þær virkuðu sumar allt í lagi, þótt ég sé ekkert slefandi hrifinn, eins og sumir virðast vera. Vinningstillagan er örugglega fín svona skipulagslega, þó ég sjái ekki alveg þörfina á nýrri tjörn en hins vegar finnst mér byggingarnar sem fylgja ljótar, þetta lítur frekar út eins og Borgartún í yfirstærð. Í heildina, allavega svona í fljótlegri yfirferð, voru flestar tillögurnar óttalega rúðustrikaðar og ég sá bara eina þar sem Vatnsmýrin leit út eins og staður sem ég myndi langa til heimsækja eða búa í, þar voru húsin gamaldags og götuskipanin var götur sem gengu út frá miðtorgi. Virkaði pínulítið eins og miðbærinn í Dublin. En sú tillaga komst ekki einu sinni í úrslitin, þannig að það er alveg borin von um eitthvað svoleiðis. En þetta eru svosem bara tillögur ennþá og flugvöllurinn er ekki nærri því farinn. Það er samt gott að fá umræðuna.

miðvikudagur, febrúar 13

minning um mann

Ömurlegu fréttirnar, semsagt. Fékk þær fréttir um daginn að góður vinur minn, Paul Loustau, hefði dáið í nóvember. Hann var leikari, í blóma lífsins og allt gekk vel, var farinn að fá frekar stór hlutverk í bíómyndum og sjónvarpsþáttum. Og í stuttmyndum hjá mér. Set hér inn eina svona honum til heiðurs. Kannski vafasamur heiður. Mynd sem ég gerði á öðru ári í kvikmyndaskóla, skólaverkefni með öllum sínum göllum, kannski ekkert spes en mér þykir vænt um hana. Og hún hefur enn meiri þýðingu fyrir mér núna. Lífið sökkar feitt. (Paul er þessi ljóshærði)

hér er ég

Ég fékk ömurlegar fréttur að utan um daginn og er búinn að vera á hálfgerðum bömmer undanfarið. Þegar mér var bent á þetta (sem mér skilst að allir nema ég séu búnir að heyra) glaðnaði þó ögn yfir mér:

Johnny Poo - Hvar er Guðmundur?

sunnudagur, febrúar 3

benelux

Vinur minn, fyrrverandi skólabróðir og snillingur, Gonzalo Munilla, er búinn að gera stuttmynd sem heitir Benelux. Og er bara helvíti góð, eins og þið getið dæmt um sjálf:(Annars á kannski vel við að setja þessa mynd inn núna þar sem eitthvað virðist vera að gerast hjá Sigguláru.)

jæja...

Smellið á þessa linka ef þið þorið:

www.molestationnursery.com
www.penisland.net
www.cummingfirst.com

(Ef þið leggið ekki í það er skýring hér. www.powergenitalia.com er líka flott, en þeir virðast vera búnir að fatta djókinn).