miðvikudagur, febrúar 13

minning um mann

Ömurlegu fréttirnar, semsagt. Fékk þær fréttir um daginn að góður vinur minn, Paul Loustau, hefði dáið í nóvember. Hann var leikari, í blóma lífsins og allt gekk vel, var farinn að fá frekar stór hlutverk í bíómyndum og sjónvarpsþáttum. Og í stuttmyndum hjá mér. Set hér inn eina svona honum til heiðurs. Kannski vafasamur heiður. Mynd sem ég gerði á öðru ári í kvikmyndaskóla, skólaverkefni með öllum sínum göllum, kannski ekkert spes en mér þykir vænt um hana. Og hún hefur enn meiri þýðingu fyrir mér núna. Lífið sökkar feitt. (Paul er þessi ljóshærði)

2 ummæli:

Ásta sagði...

Bara nokkuð nett og skemmtileg stuttmynd. Ég samhryggist með vin þinn.

Kristín sagði...

Mjög fín mynd. Mjög erfitt líf stundum. Samhryggist.