sunnudagur, febrúar 17

vatnsmýrin

Kíkti á Vatnsmýrartillögurnar í dag. Þær virkuðu sumar allt í lagi, þótt ég sé ekkert slefandi hrifinn, eins og sumir virðast vera. Vinningstillagan er örugglega fín svona skipulagslega, þó ég sjái ekki alveg þörfina á nýrri tjörn en hins vegar finnst mér byggingarnar sem fylgja ljótar, þetta lítur frekar út eins og Borgartún í yfirstærð. Í heildina, allavega svona í fljótlegri yfirferð, voru flestar tillögurnar óttalega rúðustrikaðar og ég sá bara eina þar sem Vatnsmýrin leit út eins og staður sem ég myndi langa til heimsækja eða búa í, þar voru húsin gamaldags og götuskipanin var götur sem gengu út frá miðtorgi. Virkaði pínulítið eins og miðbærinn í Dublin. En sú tillaga komst ekki einu sinni í úrslitin, þannig að það er alveg borin von um eitthvað svoleiðis. En þetta eru svosem bara tillögur ennþá og flugvöllurinn er ekki nærri því farinn. Það er samt gott að fá umræðuna.

1 ummæli:

hildigunnur sagði...

Já, við horfðum líka á vinningstillöguna og sáum númeruð stræti frá austri til vesturs og norðri til suðurs. Sterílt.