fimmtudagur, mars 20

páskadiskó!Hercules and Love Affair eru eins svöl og hópur fólks getur verið. DJ Andrew Butler er heilinn á bak við þetta (engar áhyggjur, ég hef ekki heldur hugmynd um hver það er, en hann er víst verulega svalur dúddi) og Antony syngur. Og það er hægt að hrista rassa við þetta. Á plötunni sinni vinna þau úr arfleifð diskósins og úr nógu er að moða. Chic, Moroder, hústónlist Chicago, þetta er allt þarna. Og allt til staðar, hæhattur á útopnu, blásarar, áttundaflakk í bassalínunni og éveitekkihva.

Blind:


Time Will Tell:Hér er svo vídjóið við Blind. Einhver píslarvættisstemning í gangi þarna, sem á auðvitað vel við.

sunnudagur, mars 9

ædol

Ég fylgist nú ekkert sérstaklega vel með, þannig að ég hef ekki hugmynd um hvort það sé ennþá til íslenskt ædol. Allavega, það sem ég hef séð af íslenskum ædolævintýrum sannar að við erum hallærisplebbar og viðrini. Annað en Búlgarar. Hversu kúl er þetta? Nevena, sigurvegarinn úr búlgarska ædolinu 2007, kvarttónar og alles, ásamt föngulegum förusveinum og -meyjum:

En það eru nú líka til viðrini í Búlgaríu, það er ekki það:

sunnudagur, mars 2

Skuggalestin

Annars setti ég upp nýtt blogg, Skuggalestina, þar sem ég ætla bara að skrifa um kvikmyndr. Þar sem ég er ansi hreint blogglatur má þetta teljast fremur heimskuleg ákvörðun, en sjáum hvað setur.

Úr fjötrum fortíðar

Fyrirsögnin er sjálfsagt tvíbent: 68-kynslóðin losaði sig úr fjötrum fortíðar foreldra sinna og eru nú laus úr fjötrum sinnar eigin æsku, enda orðin ráðsettir miðaldra smáborgarar.